Einn af meðlimum bobsleðaliðs Bandaríkjanna þurfti hreinlega að brjótast út af baðherbergi á hótelinu sem hann gistir á í Sotsjí.
„Ég læstist inni og var ekki með síma til þess að láta vita að ég væri fastur inni. Ég notaði því þjálfun mína í að ýta bobsleðanum til þess að brjótast út,“ sagði Johnny Quinn á Twitter-síðu sinni og bætti við: „#SochiJailBreak,“ á hefðbundnu twitter-tungumáli.
Quinn er ekki við eina fjölina felldur þegar það kemur að íþróttaiðkun – hann var áður í NFL deildinni í amerískum fótbolta.
Atvikið hefur vakið mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum og hafa spjallþáttarstjórnendur vestanhafs gert mikið grín af atvikinu.
Ekki er vitað hvort Quinn þurfi að bæta skaðan á hótelherberginu eða hvort honum verði refsað á einhvern annan hátt fyrir að bókstaflega brjótast út. Mikið hefur verið kvartað undan slæmum aðbúnaði á hótelum í Sotsjí.
Twitter-síðan Sochi Problems hefur verið stofnuð til þess að sýna aðbúnaðinn í rússnesku borginn. Þrátt fyrir að hafa verið uppi í fimm daga er hún með 337 þúsund fylgjendur.
Bobsleðamaður braut niður hurð á baðherbergi í Sotsjí
Kjartan Atli Kjartansson skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


