Walker sigraði í þriðja sinn á leiktíðinni Jón Júlíus Karlsson skrifar 10. febrúar 2014 17:15 Vísir/AP Dustin Johnson varð annar á Pebble Beach í gær.Vísir/AP Jimmy Walker hrósaði sigri á AT&T Pebble Beach National mótinu sem lauk í gær á PGA-mótaröðinni. Þetta er þriðji sigurinn á tímabilinu hjá Walker sem hefur leikið sérlega vel frá því í haust. Hann lék hringina fjóra á samtals 11 höggum undir pari og varð einu höggi betri en þeir Dustin Johnson og Jim Renner. Walker sigraði á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni síðastliðið haust á Frys.com Open mótinu og fagnaði svo aftur sigur á Sony Open mótinu í janúar. Hann er að leika mjög vel því hann hefur unnið þrjú af síðustu átta mótum á mótaröðinni. Þetta er þriðji sigur hans á leiktíðinni sem hófst í október.Dapur lokahringur Litlu munaði að Walker missti sigurinn úr höndunum. Hann hafði sex högga forystu fyrir lokahringinn en tryggði sér sigurinn með pari á 18. holu. „Þetta var gott sjónvarp, ekki rétt,“ sagði Walker að móti loknu og átti þar við að honum hefði tekist að gera mótið spennandi með lakri spilamennsku á lokahringnum. Hann lék hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Johnson blandaði sér hins vegar í baráttuna um sigurinn með því að leika lokahringinn á 66 höggum. Fyrir sigurinn fékk Walker um 150 milljónir króna í sinn hlut og er orðinn efstur á FedEx-stigalistanum. Hér að neðan má sjá samantekt frá lokahringnum og einnig viðtal við Walker. Mótið var í beinni útsendingu á Golfstöðinni en sjónvarpsstöðin er með sýningarrétt frá helstu mótaröðum heims.Lokastaðan í mótinu Post by Golfstöðin. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Dustin Johnson varð annar á Pebble Beach í gær.Vísir/AP Jimmy Walker hrósaði sigri á AT&T Pebble Beach National mótinu sem lauk í gær á PGA-mótaröðinni. Þetta er þriðji sigurinn á tímabilinu hjá Walker sem hefur leikið sérlega vel frá því í haust. Hann lék hringina fjóra á samtals 11 höggum undir pari og varð einu höggi betri en þeir Dustin Johnson og Jim Renner. Walker sigraði á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni síðastliðið haust á Frys.com Open mótinu og fagnaði svo aftur sigur á Sony Open mótinu í janúar. Hann er að leika mjög vel því hann hefur unnið þrjú af síðustu átta mótum á mótaröðinni. Þetta er þriðji sigur hans á leiktíðinni sem hófst í október.Dapur lokahringur Litlu munaði að Walker missti sigurinn úr höndunum. Hann hafði sex högga forystu fyrir lokahringinn en tryggði sér sigurinn með pari á 18. holu. „Þetta var gott sjónvarp, ekki rétt,“ sagði Walker að móti loknu og átti þar við að honum hefði tekist að gera mótið spennandi með lakri spilamennsku á lokahringnum. Hann lék hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Johnson blandaði sér hins vegar í baráttuna um sigurinn með því að leika lokahringinn á 66 höggum. Fyrir sigurinn fékk Walker um 150 milljónir króna í sinn hlut og er orðinn efstur á FedEx-stigalistanum. Hér að neðan má sjá samantekt frá lokahringnum og einnig viðtal við Walker. Mótið var í beinni útsendingu á Golfstöðinni en sjónvarpsstöðin er með sýningarrétt frá helstu mótaröðum heims.Lokastaðan í mótinu Post by Golfstöðin.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira