Alex Bilodeau náði frábærri einkunn fyrir seinni ferð sína og vann að lokum yfirburðarsigur. Hann skrifaði um leið nýjan kafla í Ólympíusöguna því hann er fyrsti keppandinn í skíðafimi sem nær að vinn tvö Ólympíugull.
Landi hans Mikael Kingsbury tók silfrið á sínum fyrstu leikum en hann er aðeins 21 árs gamall. Kingsbury var á undan Rússanum Alexandr Smyshlyaev sem fékk bronsið.
Kanadamennn hafa eignað sér hólasvigið á leikunum í Sotsjí en þeir unnu fjögur af sex verðlaunum í boði. Systurnar Justine og Chloe Dufour-Lapointe fengu gull og silfur í kvennaflokki.
Það er hægt að sjá myndband með tilþrifum Ólympíumeistarans Alex Bilodeau hér fyrir ofan.



