Meirihluti vill gjöld í háskóla Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 09:51 Vísir/Vilhelm Meira en helmingur landsmanna er hlynntur því að skólagjöld verði tekin upp í háskólum samkvæmt nýrri könnun sem Viðskiptaráð Íslands lét framkvæma. Þar svaraði 51 prósent aðspurðra því til að vera alfarið, mjög eða frekar hlynnt því að háskólar yrðu fjármagnaðir að hluta til með skólagjöldum. 34 prósent voru andvíg slíkri fjármögnun háskóla en 16 prósent tóku ekki afstöðu.Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir enga umræðu vera um upptöku skólagjalda í háskólum í nefndinni. „Auðvitað er öll umræða holl og allt í lagi að fá rök með og á móti en hingað til hefur það verið okkar afstaða að gera það ekki, á þeim grundvelli að allir eigi að hafa jafnan aðgang að námi,“ segir Unnur. Í könnuninni kemur fram að karlmenn eru hlynntari upptöku skólagjalda fremur en konur, 53 prósent karla eru hlynnt en 33 prósent andvíg. Hins vegar eru 47 prósent kvenna hlynnt upptökunni en 34 prósent andvíg. Þá eykst andstaðan við skólagjöldin í hlutfalli við menntunarstig svarenda. Þannig eru 52 prósent þeirra sem hafa lokið framhaldsnámi í háskóla andvíg skólagjöldum, 34 prósent þeirra sem lokið hafa stúdentsprófi, en aðeins 21 prósent þeirra sem hafa lokið grunnskólaprófi eða minna.Vísir/ArnþórMaría Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segist ekki óttast þessa umræðu. „Við í Stúdentaráði teljum skólagjöld í raun vera ósýnilega hindrun, sem erfitt er að mæla og við vitum ekki almennilega hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Þetta er umræða sem er hollt að taka en það þarf að skoða alla fleti hennar,“ segir María. Hún segir það grundvallarafstöðu Stúdentaráðs að aðgengi allra að menntun sé jafnt og ekkert megi vega að því. Könnun Viðskiptaráðs var framkvæmd 16. til 26. janúar 2014 á netinu. Úrtak var 1.400 manns á öllu landinu, átján ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Þátttökuhlutfall var 59,4 prósent. Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Meira en helmingur landsmanna er hlynntur því að skólagjöld verði tekin upp í háskólum samkvæmt nýrri könnun sem Viðskiptaráð Íslands lét framkvæma. Þar svaraði 51 prósent aðspurðra því til að vera alfarið, mjög eða frekar hlynnt því að háskólar yrðu fjármagnaðir að hluta til með skólagjöldum. 34 prósent voru andvíg slíkri fjármögnun háskóla en 16 prósent tóku ekki afstöðu.Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir enga umræðu vera um upptöku skólagjalda í háskólum í nefndinni. „Auðvitað er öll umræða holl og allt í lagi að fá rök með og á móti en hingað til hefur það verið okkar afstaða að gera það ekki, á þeim grundvelli að allir eigi að hafa jafnan aðgang að námi,“ segir Unnur. Í könnuninni kemur fram að karlmenn eru hlynntari upptöku skólagjalda fremur en konur, 53 prósent karla eru hlynnt en 33 prósent andvíg. Hins vegar eru 47 prósent kvenna hlynnt upptökunni en 34 prósent andvíg. Þá eykst andstaðan við skólagjöldin í hlutfalli við menntunarstig svarenda. Þannig eru 52 prósent þeirra sem hafa lokið framhaldsnámi í háskóla andvíg skólagjöldum, 34 prósent þeirra sem lokið hafa stúdentsprófi, en aðeins 21 prósent þeirra sem hafa lokið grunnskólaprófi eða minna.Vísir/ArnþórMaría Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segist ekki óttast þessa umræðu. „Við í Stúdentaráði teljum skólagjöld í raun vera ósýnilega hindrun, sem erfitt er að mæla og við vitum ekki almennilega hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Þetta er umræða sem er hollt að taka en það þarf að skoða alla fleti hennar,“ segir María. Hún segir það grundvallarafstöðu Stúdentaráðs að aðgengi allra að menntun sé jafnt og ekkert megi vega að því. Könnun Viðskiptaráðs var framkvæmd 16. til 26. janúar 2014 á netinu. Úrtak var 1.400 manns á öllu landinu, átján ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Þátttökuhlutfall var 59,4 prósent.
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira