Sænska kvennalandsliðið í íshokkí burstaði það þýska, 4-0, í B-riðli Vetrarólympíuleikanna í dag.
Emma Nordin, Cecilia Ostberg, Johann Olofsson og Pernille Winberg skoruðu mörk Svíþjóðar sem er búið að vinna báða sína leik til þessa.
Þjóðverjar eru á botni riðilsins eftir tap gegn Rússum í fyrsta leik og svo gegn þeim sænsku í dag.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
