„Ég er með algjörlega hreina samvisku í þessu máli“ Baldvin Þormóðsson skrifar 13. febrúar 2014 12:45 visir/valli Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, spurði innanríkisráðherra út í lekamálið svokallaða á Alþingi í morgun og sagði einstakt á lýðveldistíma að rannsókn beinist að ráðuneyti með þessum hætti.„Ég fer fram á það að hæstvirtur innanríkisráðherra gerir hér grein fyrir því hvernig ráðherrann hyggst bregðast við þessari stöðu sem á sér nánast ekki fordæmi. Í þágu rannsóknarinnar, í þágu siðlegrar stjórnsýslu, í þágu heiðarlegra stjórnmála, í þágu sjálfs síns sem ráðherra, stjórnmálamanns og persónu.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sagðist ítrekað hafa svarað fyrir þetta mál á Alþingi og gagnrýndi það sérstaklega að Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna hafi fullyrt að um sakamálarannsókn væri að ræða.„Og að menn skuli leyfa sér slíkar ávirðingar er auðvitað með algjörum eindæmum og ber þess merki að málið er löngu komið út fyrir það að snúast um einstaka hælisleitendur og málsmeðferð þeirra, heldur orðið rammpólitískt mál sem lýtur að allt öðrum þáttum.“ sagði Hanna Birna. Mörður sagði að ráðherrann væri á flótta undan málinu og benti á að aðrir stjórnmálamenn hefðu vikið úr embætti þegar þeir tengdust málum sem væru í rannsókn.„Nefndur var Illugi Gunnarsson, hæstvirtur menntamálaráðherra, sem vék úr pólitísku starfi á meðan rannsókn beindist að honum. Enn má nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem einnig gerði þetta og Björgvin Geir Sigurðsson sem einnig gerði það. Þau urðu öll menn með meiru.“ sagði Mörður.„Ég er með algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Ég hef ekki brotið af mér og það væri algjört ábyrgðarleysi af mér, að þegar að mál eins og þessi sem lúta að hælisleitendum og innflytjendum eru erfið, persónuleg og viðkvæm mál sem reyna á ráðuneytið og starfsfólk þess og hafa gert það á undanförnum mánuðum og munu gera það áfram, að víkja. Þegar að lögmenn hælisleitenda kjósa að óska eftir því að málið verði skoðað frekar. Ef ég hefði eitthvað að fela, háttvirtur þingmaður, eða hefði ég brotið af mér eins og menn leyfa sér að halda fram hér og leyfa sér að halda fram að rannsóknir beinist sérstaklega að ráðherra.“ sagði Hanna Birna. Lekamálið Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, spurði innanríkisráðherra út í lekamálið svokallaða á Alþingi í morgun og sagði einstakt á lýðveldistíma að rannsókn beinist að ráðuneyti með þessum hætti.„Ég fer fram á það að hæstvirtur innanríkisráðherra gerir hér grein fyrir því hvernig ráðherrann hyggst bregðast við þessari stöðu sem á sér nánast ekki fordæmi. Í þágu rannsóknarinnar, í þágu siðlegrar stjórnsýslu, í þágu heiðarlegra stjórnmála, í þágu sjálfs síns sem ráðherra, stjórnmálamanns og persónu.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sagðist ítrekað hafa svarað fyrir þetta mál á Alþingi og gagnrýndi það sérstaklega að Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna hafi fullyrt að um sakamálarannsókn væri að ræða.„Og að menn skuli leyfa sér slíkar ávirðingar er auðvitað með algjörum eindæmum og ber þess merki að málið er löngu komið út fyrir það að snúast um einstaka hælisleitendur og málsmeðferð þeirra, heldur orðið rammpólitískt mál sem lýtur að allt öðrum þáttum.“ sagði Hanna Birna. Mörður sagði að ráðherrann væri á flótta undan málinu og benti á að aðrir stjórnmálamenn hefðu vikið úr embætti þegar þeir tengdust málum sem væru í rannsókn.„Nefndur var Illugi Gunnarsson, hæstvirtur menntamálaráðherra, sem vék úr pólitísku starfi á meðan rannsókn beindist að honum. Enn má nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem einnig gerði þetta og Björgvin Geir Sigurðsson sem einnig gerði það. Þau urðu öll menn með meiru.“ sagði Mörður.„Ég er með algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Ég hef ekki brotið af mér og það væri algjört ábyrgðarleysi af mér, að þegar að mál eins og þessi sem lúta að hælisleitendum og innflytjendum eru erfið, persónuleg og viðkvæm mál sem reyna á ráðuneytið og starfsfólk þess og hafa gert það á undanförnum mánuðum og munu gera það áfram, að víkja. Þegar að lögmenn hælisleitenda kjósa að óska eftir því að málið verði skoðað frekar. Ef ég hefði eitthvað að fela, háttvirtur þingmaður, eða hefði ég brotið af mér eins og menn leyfa sér að halda fram hér og leyfa sér að halda fram að rannsóknir beinist sérstaklega að ráðherra.“ sagði Hanna Birna.
Lekamálið Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent