Darya Domracheva vann algjöran yfirburðarsigur og það þrátt fyrir að klikka á einu skoti meira en þær tvær sem komu í næstu sætum á eftir henni. Domracheva vann 10 km eltigöngu á þriðjudaginn en hafði orðið í níunda sæti í fyrstu greininni á leikunum.
Domracheva var í miklum ham í blíðunni í dag. Hún kom mínútu og fimmtán sekúndum á undan Svisslendingnum Selina Gasparin í mark en sú svissneska klikkaði ekki á skoti ekki frekar en Hvít-Rússinn Nadezhda Skardino sem fékk bronsið.
Darya Domracheva er 27 ára gömul og vann brons í þessari grein á Ólympíuleikunum í Vancouver fyrir fjórum árum síðan.
Það er hægt að sjá myndband af keppninni hér fyrir ofan.



