Trúa á gæfuríkan getnað undir íslenskum norðurljósum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. febrúar 2014 19:14 Margir í íslenskri ferðaþjónustu tala um þessa hjátrú. VÍSIR/VILHELM Margir í íslenskri ferðaþjónustu tala nú um að Kínverjar og Japanar trúi því að það boði gæfu að stunda kynlíf undir norðurljósunum. Getnaður er líklegri undir norðurljósunum, samkvæmt þessari hjátrú Kínverja og Japana.Sumir tala meira að segja um að þeim börnum sem getið sé með hin fögru norðurljós á himni muni fylgja gæfa og hamingja. Rútubílstjórar, leiðsögumenn og fleiri, hér á landi, hafa heyrt af þessu. „Asískir viðskiptavinir eru alveg sólgnir í norðurljósin. Þeir eru eiginlega órólegir þangað til að þeir sjá þau,“ segir Haraldur Teitsson, hjá Teiti Jónassyni. Haraldur fær viðskiptavini víðsvegar að úr heiminum. Hann segist finna töluverðan mun á afstöðu asískra ferðamanna og annarra til norðurljósanna.Ekki séð neinn stunda kynmök - enda svo kalt „Kínverjar og Japanir sækjast langmest eftir því að sjá norðurljósin af öllum. Ef þeir eru í nokkurra daga ferðalagi, sem á kannski að enda á því að skoða norðurljósin þá finnur maður að þeir eru svolítið órólegir.“ En Haraldur hefur aldrei orðið vitni af fólki að stunda kynlíf undir norðurljósunum. „Nei, enda er svo rosalega kalt, þannig að það er kannski ekki furða,“ segir Haraldur sem segist þó sjá ákveðna möguleika felast í þessari hjátrú.Ragnar Páll Jónsson, hjá fyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa heyrt af þessari hjátrú. „En ég hef ekki séð neinn stunda kynmök utandyra,“ bætir hann við.Þekkt víða um heim Þessi hjátrú er þekkt víða um heim. Í Finnlandi býður Hotel Kaksalauttanen gestum sínum að gista í sérstökum smáhúsum með glerþaki þar sem gestir geta haft það notalegt og horft á norðurljósin í rómantískri stemningu. Í kanadíska bænum Yellowknife er þetta mjög þekkt fyrirbæri. Þar er mikið talað um þessa hjátrú Kínverja og Japana. Í umfjöllun Telegraph um norðurljósin kemur meðal annars fram. „Margir japanskir ferðamenn trúa því að ef þeir geti barns undir norðurljósunum muni það eiga gæfuríka ævi. Þess vegna bjóða ýmis hótel upp á herbergi með glerþaki. Allir leiðsögumenn geta sagt sögur af því að hafa næstum því keyrt vélsleða á ástfangið par að gamna sér í snjónum.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Margir í íslenskri ferðaþjónustu tala nú um að Kínverjar og Japanar trúi því að það boði gæfu að stunda kynlíf undir norðurljósunum. Getnaður er líklegri undir norðurljósunum, samkvæmt þessari hjátrú Kínverja og Japana.Sumir tala meira að segja um að þeim börnum sem getið sé með hin fögru norðurljós á himni muni fylgja gæfa og hamingja. Rútubílstjórar, leiðsögumenn og fleiri, hér á landi, hafa heyrt af þessu. „Asískir viðskiptavinir eru alveg sólgnir í norðurljósin. Þeir eru eiginlega órólegir þangað til að þeir sjá þau,“ segir Haraldur Teitsson, hjá Teiti Jónassyni. Haraldur fær viðskiptavini víðsvegar að úr heiminum. Hann segist finna töluverðan mun á afstöðu asískra ferðamanna og annarra til norðurljósanna.Ekki séð neinn stunda kynmök - enda svo kalt „Kínverjar og Japanir sækjast langmest eftir því að sjá norðurljósin af öllum. Ef þeir eru í nokkurra daga ferðalagi, sem á kannski að enda á því að skoða norðurljósin þá finnur maður að þeir eru svolítið órólegir.“ En Haraldur hefur aldrei orðið vitni af fólki að stunda kynlíf undir norðurljósunum. „Nei, enda er svo rosalega kalt, þannig að það er kannski ekki furða,“ segir Haraldur sem segist þó sjá ákveðna möguleika felast í þessari hjátrú.Ragnar Páll Jónsson, hjá fyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa heyrt af þessari hjátrú. „En ég hef ekki séð neinn stunda kynmök utandyra,“ bætir hann við.Þekkt víða um heim Þessi hjátrú er þekkt víða um heim. Í Finnlandi býður Hotel Kaksalauttanen gestum sínum að gista í sérstökum smáhúsum með glerþaki þar sem gestir geta haft það notalegt og horft á norðurljósin í rómantískri stemningu. Í kanadíska bænum Yellowknife er þetta mjög þekkt fyrirbæri. Þar er mikið talað um þessa hjátrú Kínverja og Japana. Í umfjöllun Telegraph um norðurljósin kemur meðal annars fram. „Margir japanskir ferðamenn trúa því að ef þeir geti barns undir norðurljósunum muni það eiga gæfuríka ævi. Þess vegna bjóða ýmis hótel upp á herbergi með glerþaki. Allir leiðsögumenn geta sagt sögur af því að hafa næstum því keyrt vélsleða á ástfangið par að gamna sér í snjónum.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira