Trúa á gæfuríkan getnað undir íslenskum norðurljósum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. febrúar 2014 19:14 Margir í íslenskri ferðaþjónustu tala um þessa hjátrú. VÍSIR/VILHELM Margir í íslenskri ferðaþjónustu tala nú um að Kínverjar og Japanar trúi því að það boði gæfu að stunda kynlíf undir norðurljósunum. Getnaður er líklegri undir norðurljósunum, samkvæmt þessari hjátrú Kínverja og Japana.Sumir tala meira að segja um að þeim börnum sem getið sé með hin fögru norðurljós á himni muni fylgja gæfa og hamingja. Rútubílstjórar, leiðsögumenn og fleiri, hér á landi, hafa heyrt af þessu. „Asískir viðskiptavinir eru alveg sólgnir í norðurljósin. Þeir eru eiginlega órólegir þangað til að þeir sjá þau,“ segir Haraldur Teitsson, hjá Teiti Jónassyni. Haraldur fær viðskiptavini víðsvegar að úr heiminum. Hann segist finna töluverðan mun á afstöðu asískra ferðamanna og annarra til norðurljósanna.Ekki séð neinn stunda kynmök - enda svo kalt „Kínverjar og Japanir sækjast langmest eftir því að sjá norðurljósin af öllum. Ef þeir eru í nokkurra daga ferðalagi, sem á kannski að enda á því að skoða norðurljósin þá finnur maður að þeir eru svolítið órólegir.“ En Haraldur hefur aldrei orðið vitni af fólki að stunda kynlíf undir norðurljósunum. „Nei, enda er svo rosalega kalt, þannig að það er kannski ekki furða,“ segir Haraldur sem segist þó sjá ákveðna möguleika felast í þessari hjátrú.Ragnar Páll Jónsson, hjá fyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa heyrt af þessari hjátrú. „En ég hef ekki séð neinn stunda kynmök utandyra,“ bætir hann við.Þekkt víða um heim Þessi hjátrú er þekkt víða um heim. Í Finnlandi býður Hotel Kaksalauttanen gestum sínum að gista í sérstökum smáhúsum með glerþaki þar sem gestir geta haft það notalegt og horft á norðurljósin í rómantískri stemningu. Í kanadíska bænum Yellowknife er þetta mjög þekkt fyrirbæri. Þar er mikið talað um þessa hjátrú Kínverja og Japana. Í umfjöllun Telegraph um norðurljósin kemur meðal annars fram. „Margir japanskir ferðamenn trúa því að ef þeir geti barns undir norðurljósunum muni það eiga gæfuríka ævi. Þess vegna bjóða ýmis hótel upp á herbergi með glerþaki. Allir leiðsögumenn geta sagt sögur af því að hafa næstum því keyrt vélsleða á ástfangið par að gamna sér í snjónum.“ Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Margir í íslenskri ferðaþjónustu tala nú um að Kínverjar og Japanar trúi því að það boði gæfu að stunda kynlíf undir norðurljósunum. Getnaður er líklegri undir norðurljósunum, samkvæmt þessari hjátrú Kínverja og Japana.Sumir tala meira að segja um að þeim börnum sem getið sé með hin fögru norðurljós á himni muni fylgja gæfa og hamingja. Rútubílstjórar, leiðsögumenn og fleiri, hér á landi, hafa heyrt af þessu. „Asískir viðskiptavinir eru alveg sólgnir í norðurljósin. Þeir eru eiginlega órólegir þangað til að þeir sjá þau,“ segir Haraldur Teitsson, hjá Teiti Jónassyni. Haraldur fær viðskiptavini víðsvegar að úr heiminum. Hann segist finna töluverðan mun á afstöðu asískra ferðamanna og annarra til norðurljósanna.Ekki séð neinn stunda kynmök - enda svo kalt „Kínverjar og Japanir sækjast langmest eftir því að sjá norðurljósin af öllum. Ef þeir eru í nokkurra daga ferðalagi, sem á kannski að enda á því að skoða norðurljósin þá finnur maður að þeir eru svolítið órólegir.“ En Haraldur hefur aldrei orðið vitni af fólki að stunda kynlíf undir norðurljósunum. „Nei, enda er svo rosalega kalt, þannig að það er kannski ekki furða,“ segir Haraldur sem segist þó sjá ákveðna möguleika felast í þessari hjátrú.Ragnar Páll Jónsson, hjá fyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa heyrt af þessari hjátrú. „En ég hef ekki séð neinn stunda kynmök utandyra,“ bætir hann við.Þekkt víða um heim Þessi hjátrú er þekkt víða um heim. Í Finnlandi býður Hotel Kaksalauttanen gestum sínum að gista í sérstökum smáhúsum með glerþaki þar sem gestir geta haft það notalegt og horft á norðurljósin í rómantískri stemningu. Í kanadíska bænum Yellowknife er þetta mjög þekkt fyrirbæri. Þar er mikið talað um þessa hjátrú Kínverja og Japana. Í umfjöllun Telegraph um norðurljósin kemur meðal annars fram. „Margir japanskir ferðamenn trúa því að ef þeir geti barns undir norðurljósunum muni það eiga gæfuríka ævi. Þess vegna bjóða ýmis hótel upp á herbergi með glerþaki. Allir leiðsögumenn geta sagt sögur af því að hafa næstum því keyrt vélsleða á ástfangið par að gamna sér í snjónum.“
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira