Aníta í góðum hópi í New York Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2014 15:58 Allir vinir eftir að komið var í mark í New York í gærkvöldi. Myndir/Stefán Þór Stefánsson Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. Mótið er eitt sterkasta innanhússmót í frjálsum íþróttum sem fram fer vestan hafs ár hvert. Öflugir kappar frá Bandaríkjunum og víðar keppa á mótinu en mikill heiður þykir að fá boð um að keppa á því. Meðal þeirra sem mættir voru til New York var Ólympíu- og heimsmeistarinn í tugþraut, Ashton Eaton. Hann leitaði einmitt Anítu uppi og fór vel á með þeim og konu hans, Chelsea Eaton. 800 metra hlaupið var ein af aðalkeppnisgreinum mótsins. Þar áttu þær bandarísku Ajee Wilson, landi hennar Mary Cain og Aníta að leiða saman hesta sína. Svo fór reyndar að Cain ákvað að einbeita sér að míluhlaupinu þar sem hún sigraði.Aníta var í forystu um tíma í hlaupinu í gær en þrjár fóru fram úr henni áður en yfir lauk. Hún náði þó sínum næstbesta tíma, 2:02,66 mínútur, og var þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, ánægður með frammistöðuna.Aníta ásamt heimsmethafanum í tugþraut, Ashton Eaton.Mynd/Stefán Þór Stefánsson „Þessi reynsla kemur ekki nema með því að keppa við þær bestu og því var þetta hlaup mjög mikilvægt innlegg í því tilliti. Aníta var ekkert ánægð eftir hlaupið en sér þegar frá líður að hún var að gera vel,“ skrifaði Gunnar Páll á Fésbókarsíðu sína í gær.Wilson sigraði á 2:01,81 mínútum en það er einmitt Íslandsmet Anítu innanhúss. ÍR-ingurinn Stefán Þór Stefánsson var mættur á mótið í New York í gærkvöldi. Hann lét sig ekki muna um það að taka fjölmargar myndir af því sem fram fór. Myndirnar má sjá hér að ofan en Stefán Þór gaf Vísi góðfúslegt leyfi til þess að birta myndirnar. Stefán Þór býr í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Hann var afar öflugur frjálsíþróttamaður á sínum tíma, setti fjölmörg Íslandsmet og safnar afar fróðlegri tölfræði í kringum íslenskt frjálsíþróttalíf. Afraksturinn birtir hann reglulega á Fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Aníta á eftir að keppa aftur í Bandaríkjunum í sumar. Heimsmeistaramót 19 ára og yngri fer fram í Eugene í Oregon í júlí. Þar verður Aníta í baráttu um verðlaun ef fram heldur sem horfir.Aníta í forystunni í 800 metra hlaupinu í gærkvöldi.Mynd/Stefán Þór Stefánsson Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47 Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. Mótið er eitt sterkasta innanhússmót í frjálsum íþróttum sem fram fer vestan hafs ár hvert. Öflugir kappar frá Bandaríkjunum og víðar keppa á mótinu en mikill heiður þykir að fá boð um að keppa á því. Meðal þeirra sem mættir voru til New York var Ólympíu- og heimsmeistarinn í tugþraut, Ashton Eaton. Hann leitaði einmitt Anítu uppi og fór vel á með þeim og konu hans, Chelsea Eaton. 800 metra hlaupið var ein af aðalkeppnisgreinum mótsins. Þar áttu þær bandarísku Ajee Wilson, landi hennar Mary Cain og Aníta að leiða saman hesta sína. Svo fór reyndar að Cain ákvað að einbeita sér að míluhlaupinu þar sem hún sigraði.Aníta var í forystu um tíma í hlaupinu í gær en þrjár fóru fram úr henni áður en yfir lauk. Hún náði þó sínum næstbesta tíma, 2:02,66 mínútur, og var þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, ánægður með frammistöðuna.Aníta ásamt heimsmethafanum í tugþraut, Ashton Eaton.Mynd/Stefán Þór Stefánsson „Þessi reynsla kemur ekki nema með því að keppa við þær bestu og því var þetta hlaup mjög mikilvægt innlegg í því tilliti. Aníta var ekkert ánægð eftir hlaupið en sér þegar frá líður að hún var að gera vel,“ skrifaði Gunnar Páll á Fésbókarsíðu sína í gær.Wilson sigraði á 2:01,81 mínútum en það er einmitt Íslandsmet Anítu innanhúss. ÍR-ingurinn Stefán Þór Stefánsson var mættur á mótið í New York í gærkvöldi. Hann lét sig ekki muna um það að taka fjölmargar myndir af því sem fram fór. Myndirnar má sjá hér að ofan en Stefán Þór gaf Vísi góðfúslegt leyfi til þess að birta myndirnar. Stefán Þór býr í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Hann var afar öflugur frjálsíþróttamaður á sínum tíma, setti fjölmörg Íslandsmet og safnar afar fróðlegri tölfræði í kringum íslenskt frjálsíþróttalíf. Afraksturinn birtir hann reglulega á Fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Aníta á eftir að keppa aftur í Bandaríkjunum í sumar. Heimsmeistaramót 19 ára og yngri fer fram í Eugene í Oregon í júlí. Þar verður Aníta í baráttu um verðlaun ef fram heldur sem horfir.Aníta í forystunni í 800 metra hlaupinu í gærkvöldi.Mynd/Stefán Þór Stefánsson
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47 Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47
Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21