Langþráður sigur hjá Bubba Watson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2014 09:23 Bubba Watson. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson vann sitt fyrsta golfmót í tvö ár í nótt þegar hann spilaði best allra á Northern Trust Open golfmótinu í Kaliforníu. Bubba Watson var búinn að keppa í 41 móti í röð án þess að vinna síðan að hann vann Mastersmótið árið 2012. Watson endaði tveimur höggum á undan landa sínum Dustin Johnson. Watson rétt náði niðurskurðinum á mótinu með tveimur höggum en Bubba sló ekki feilhögg eftir það. Hann fékk ekki skolla á síðustu 39 holum mótsins og lék á 64 höggum, sjö höggum undir pari, á tveimur síðustu dögum mótsins. Bubba Watson fékk 1,2 milljónir dollara fyrir sigurinn eða um 136 milljónir íslenskra króna. „Þetta var fyrsti sigurinn minn síðan á Mastersmótinu. Maður veit víst aldrei hvenær síðasti sigurinn kemur í hús. Það er gaman að vinna hér á Northern Trust. Ég lét biðina eftir sigri aldrei hafa áhrif á mig og hélt bara áfram að reyna að spila mitt golf," sagði Bubba Watson.Lokastaðan á Northern Trust mótinu: 1. Bubba Watson -15 2. Dustin Johnson -13 3. Jason Allred -12 3. Brian Harman -12 5. Charl Schwartzel -11 6. Matt Every -10 6. Bryce Molder -10 6. William McGirt -10 6. George McNeill -10 10. Harris English -9 10. Brendan Steele -9 Vísir/Getty Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson vann sitt fyrsta golfmót í tvö ár í nótt þegar hann spilaði best allra á Northern Trust Open golfmótinu í Kaliforníu. Bubba Watson var búinn að keppa í 41 móti í röð án þess að vinna síðan að hann vann Mastersmótið árið 2012. Watson endaði tveimur höggum á undan landa sínum Dustin Johnson. Watson rétt náði niðurskurðinum á mótinu með tveimur höggum en Bubba sló ekki feilhögg eftir það. Hann fékk ekki skolla á síðustu 39 holum mótsins og lék á 64 höggum, sjö höggum undir pari, á tveimur síðustu dögum mótsins. Bubba Watson fékk 1,2 milljónir dollara fyrir sigurinn eða um 136 milljónir íslenskra króna. „Þetta var fyrsti sigurinn minn síðan á Mastersmótinu. Maður veit víst aldrei hvenær síðasti sigurinn kemur í hús. Það er gaman að vinna hér á Northern Trust. Ég lét biðina eftir sigri aldrei hafa áhrif á mig og hélt bara áfram að reyna að spila mitt golf," sagði Bubba Watson.Lokastaðan á Northern Trust mótinu: 1. Bubba Watson -15 2. Dustin Johnson -13 3. Jason Allred -12 3. Brian Harman -12 5. Charl Schwartzel -11 6. Matt Every -10 6. Bryce Molder -10 6. William McGirt -10 6. George McNeill -10 10. Harris English -9 10. Brendan Steele -9 Vísir/Getty
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira