Þýskaland sá til þess að Austurríki varð af sínum fyrsta stóra titli í liðakeppni í skíðastökki í tæpan áratug.
Þjóðverjar unnu gull í greininni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag með 2,7 stiga forystu á Austurríkismenn. Austurríki hafði unnið gull á öllum stórmótum síðan HM 2005 og sigur Þjóðverjar því nokkuð óvæntur.
Þýskaland náði forystunni fyrir lokaumferðina og stökk því síðast í henni. Það gerði Severin Freund en með honum í liði voru Andreas Wank, Marinus Kraus og Andres Wellinger.
Wank var í silfurliði Þýskalands á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum en hinir þrír voru að vinna sín fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum.
Japan hafnaði í þriðja sæti og hlaut því brons.
