Popovich: Parker er búinn á því, líkamlega og andlega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2014 10:00 Tony Parker. Vísir/Getty Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio Spurs, var ekki með liðinu í nótt í sigrinum á Los Angeles Clippers og mun ennfremur missa af fleirum leikjum á næstunni.Gregg Popovich, þjálfari Spurs, segir að leikmaðurinn verði frá í dágóðan tíma vegna ímissa meiðsla sem séu að hrjá Frakkann. Popovich ætlar að hvíla stjörnuleikmanninn sinn fyrir lok tímabilsins. Popovich var ekki tilbúinn að gefa upp einhvern áætlaðan tíma á fjarveru Parker í viðtölum við blaðamenn en Frakkinn frábæri er meðal annars að glíma við verki í baki, nára og kálfa. „Ég tel að hann sé bara búinn á því, líkamlega og andlega. Hann var bara 65 til 70 prósent í síðustu leikjum og krækti í einhver lítil meiðsli til viðbótar í hverjum leik. Hann er slæmur í öxlinni, mjöðminni og í kálfanum og nú er hásin farin að angra hann líka," sagði Gregg Popovich. Tony Parker er með 17,7 stig og 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik á leiktíðinni en hann hefur lækkað sig í nær allri tölfræði frá því að síðasta tímabili þegar hann var eini leikmaður deildarinnar með meira en 20 stig og 7 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég held bara að allt álagið á hann á síðustu þremur árum sé farið að taka sinn toll. Hann er búinn að spila heilt NBA-tímabil öll árin í viðbót við það að spila með franska landsliðinu yfir sumarið. Ég er bara að reyna að sjá til þess að hann verði klár í lokakafla tímabilsins," sagði Popovich. Cory Joseph byrjaði í stað Parker á móti Los Angeles Clippers og var með 7 stig og1 stoðsendingu en Patrick Mills átti síðan mjög góða innkomu af bekknum og skoraði 25 stig og gaf 5 stoðsendingar á 27 mínútum þar af komu 16 stiga hans í lokaleikhlutanum. Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira
Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio Spurs, var ekki með liðinu í nótt í sigrinum á Los Angeles Clippers og mun ennfremur missa af fleirum leikjum á næstunni.Gregg Popovich, þjálfari Spurs, segir að leikmaðurinn verði frá í dágóðan tíma vegna ímissa meiðsla sem séu að hrjá Frakkann. Popovich ætlar að hvíla stjörnuleikmanninn sinn fyrir lok tímabilsins. Popovich var ekki tilbúinn að gefa upp einhvern áætlaðan tíma á fjarveru Parker í viðtölum við blaðamenn en Frakkinn frábæri er meðal annars að glíma við verki í baki, nára og kálfa. „Ég tel að hann sé bara búinn á því, líkamlega og andlega. Hann var bara 65 til 70 prósent í síðustu leikjum og krækti í einhver lítil meiðsli til viðbótar í hverjum leik. Hann er slæmur í öxlinni, mjöðminni og í kálfanum og nú er hásin farin að angra hann líka," sagði Gregg Popovich. Tony Parker er með 17,7 stig og 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik á leiktíðinni en hann hefur lækkað sig í nær allri tölfræði frá því að síðasta tímabili þegar hann var eini leikmaður deildarinnar með meira en 20 stig og 7 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég held bara að allt álagið á hann á síðustu þremur árum sé farið að taka sinn toll. Hann er búinn að spila heilt NBA-tímabil öll árin í viðbót við það að spila með franska landsliðinu yfir sumarið. Ég er bara að reyna að sjá til þess að hann verði klár í lokakafla tímabilsins," sagði Popovich. Cory Joseph byrjaði í stað Parker á móti Los Angeles Clippers og var með 7 stig og1 stoðsendingu en Patrick Mills átti síðan mjög góða innkomu af bekknum og skoraði 25 stig og gaf 5 stoðsendingar á 27 mínútum þar af komu 16 stiga hans í lokaleikhlutanum. Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira