Að lepja dauðann úr LÍN skelinni Helga Margrét Friðriksdóttir skrifar 19. febrúar 2014 16:49 Bætt kjör námsmanna eru án efa eitt af stóru baráttumálum ársins. Menntun er grunnur að hagsæld þjóðarinnar, aukinni velmegun og almennri samkeppnishæfni þjóðarinnar á hvaða sviðum viðskipta og framleiðslu sem er. Menntun er einn sá mikilvægasti grunnur sem að einstaklingar þurfa að hafa með sér út í lífið og ekki síst fyrir þá sem yngri eru og við að hefja þáttöku á vinnumarkaði. Að þessu sögðu er ekki úr vegi taka það fram að mikilvægt er fyrir nemendur að leggja stund á nám sitt af kappi og vandvirkni og stefna að sjalfsögðu að góðum námsárangri í hverju tilviki. Það er hins vegar eitt sem að skyggir á þá æskilegu mynd sem dregin hefur verið hér upp af námi og langtíma áhrifum og kostum þess, það eru sjálf námsárin. Ekki þá í þeim skilningi að nám sé óspennandi eða leiðigjarnt heldur það umhverfi sem námsmenn hrærast í dags daglega. Kjör námsmanna eru nefnilega ekki neitt til að hrópa húrra fyrir og reyndar langt því frá. Fréttir um æ fleiri námsmenn sem leita sér matargjafa fyrir jólin endurspeglar í raun þá stöðu sem margir námsmenn eru í og getur sú staða ekki verið neinni þjóð til sóma. Ekki er nóg með að námsárin sé vörðuð peningaleysi og fjárhagsáhyggjum heldur mæta nýútskrifaðir á háskólanema æ meiri hindrunum á vinnumarkaði að útskrift lokinni. Námsmenn sem þiggja framfærslu frá LÍN mega hafa aðrar tekjur umfram námslánin upp á 750.000 krónur á ári. Skoðum nú framfærsluviðmið sem LÍN styðst við, við útreikninga á grunnframfærslu námsmanna. En í honum eru taldir fram helstu útgjaldaliðir einstaklinga á leigumarkaði. Það fyrsta sem stingur heiftarlega í augun er heildarupphæðin sem nemur 2.138.956 kr. En þessi upphæð næst ekki þó tekin sé saman heildar lánsfjárupphæð frá LÍN að viðbættum þeim tekjum sem útlánareglur LÍN heimila eða 750.000 kr. Heildar ráðstöfunartekjur námsmanns í fullu námi eru þá 2.053.800 kr. Einungis er ætlast til þess að námsmaður eyði um 1.400 krónum á dag til matar og drykkjar innkaupa, húsnæðiskostnaður er áætlaður vera 83.409 kr. á mánuði að inniföldum hita og rafmagni og ferðakostnaður á ekki að vera hærri en 77.895 kr.á ári. Miðað við óeðlilega hátt verð á leigumarkaði í dag standast þessi viðmið engan veginn raunverulegan kostnað sem námsmenn standa frammi fyrir á leigumarkaði. Skynsamlegasta leiðin fyrir annars vega námsmenn og hinsvegar ríkisvaldið væri að hækka frítekjumark námsmanna verulega. Ekki er um ræða beina framfærslu hjá ríkivaldinu eða bætur heldur lán. Afhverju á að skikka fólk til að lepja dauðan úr skel ef það er að taka lán? Slík skömmtunarhagfræði á að heyra sögunni til, það eróeðlilegt að hefta möguleika fólks til vinnu samfara námi. Frítekjumark öryrkja og lífeyrisþega er til dæmis miklu hærra en hjá námsmönnum. Einnig er vert að koma inn á rekstrarvanda LÍN, ekki er séð að fært verði að hækka útlán til einskalinga til bættra kjara námsmanna. Því er eina færa leiðin til að bæta kjör að hækka frítekjumarkið og höfða meira til dugnaðar og sjáfsbjargarviðleitni námsmanna. Með þessari leið er þrennt unnið, annars vegar er LÍN ekki sett í meiri vanda í dag en orðið er og hins vegar er námsmönnum gert það kleyft að bæta kjör sín án meiri lántöku.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Bætt kjör námsmanna eru án efa eitt af stóru baráttumálum ársins. Menntun er grunnur að hagsæld þjóðarinnar, aukinni velmegun og almennri samkeppnishæfni þjóðarinnar á hvaða sviðum viðskipta og framleiðslu sem er. Menntun er einn sá mikilvægasti grunnur sem að einstaklingar þurfa að hafa með sér út í lífið og ekki síst fyrir þá sem yngri eru og við að hefja þáttöku á vinnumarkaði. Að þessu sögðu er ekki úr vegi taka það fram að mikilvægt er fyrir nemendur að leggja stund á nám sitt af kappi og vandvirkni og stefna að sjalfsögðu að góðum námsárangri í hverju tilviki. Það er hins vegar eitt sem að skyggir á þá æskilegu mynd sem dregin hefur verið hér upp af námi og langtíma áhrifum og kostum þess, það eru sjálf námsárin. Ekki þá í þeim skilningi að nám sé óspennandi eða leiðigjarnt heldur það umhverfi sem námsmenn hrærast í dags daglega. Kjör námsmanna eru nefnilega ekki neitt til að hrópa húrra fyrir og reyndar langt því frá. Fréttir um æ fleiri námsmenn sem leita sér matargjafa fyrir jólin endurspeglar í raun þá stöðu sem margir námsmenn eru í og getur sú staða ekki verið neinni þjóð til sóma. Ekki er nóg með að námsárin sé vörðuð peningaleysi og fjárhagsáhyggjum heldur mæta nýútskrifaðir á háskólanema æ meiri hindrunum á vinnumarkaði að útskrift lokinni. Námsmenn sem þiggja framfærslu frá LÍN mega hafa aðrar tekjur umfram námslánin upp á 750.000 krónur á ári. Skoðum nú framfærsluviðmið sem LÍN styðst við, við útreikninga á grunnframfærslu námsmanna. En í honum eru taldir fram helstu útgjaldaliðir einstaklinga á leigumarkaði. Það fyrsta sem stingur heiftarlega í augun er heildarupphæðin sem nemur 2.138.956 kr. En þessi upphæð næst ekki þó tekin sé saman heildar lánsfjárupphæð frá LÍN að viðbættum þeim tekjum sem útlánareglur LÍN heimila eða 750.000 kr. Heildar ráðstöfunartekjur námsmanns í fullu námi eru þá 2.053.800 kr. Einungis er ætlast til þess að námsmaður eyði um 1.400 krónum á dag til matar og drykkjar innkaupa, húsnæðiskostnaður er áætlaður vera 83.409 kr. á mánuði að inniföldum hita og rafmagni og ferðakostnaður á ekki að vera hærri en 77.895 kr.á ári. Miðað við óeðlilega hátt verð á leigumarkaði í dag standast þessi viðmið engan veginn raunverulegan kostnað sem námsmenn standa frammi fyrir á leigumarkaði. Skynsamlegasta leiðin fyrir annars vega námsmenn og hinsvegar ríkisvaldið væri að hækka frítekjumark námsmanna verulega. Ekki er um ræða beina framfærslu hjá ríkivaldinu eða bætur heldur lán. Afhverju á að skikka fólk til að lepja dauðan úr skel ef það er að taka lán? Slík skömmtunarhagfræði á að heyra sögunni til, það eróeðlilegt að hefta möguleika fólks til vinnu samfara námi. Frítekjumark öryrkja og lífeyrisþega er til dæmis miklu hærra en hjá námsmönnum. Einnig er vert að koma inn á rekstrarvanda LÍN, ekki er séð að fært verði að hækka útlán til einskalinga til bættra kjara námsmanna. Því er eina færa leiðin til að bæta kjör að hækka frítekjumarkið og höfða meira til dugnaðar og sjáfsbjargarviðleitni námsmanna. Með þessari leið er þrennt unnið, annars vegar er LÍN ekki sett í meiri vanda í dag en orðið er og hins vegar er námsmönnum gert það kleyft að bæta kjör sín án meiri lántöku.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun