Bubba Watson deilir nú efsta sætinu með Matt Jones Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2014 12:41 Bubba Watson. Vísir/Getty Bubba Watson, fyrrum sigurvegari á Mastersmótinu og Ástralinn Matt Jones eru eftir og jafnir eftir annan keppnisdag á Phoenix Open golfmótinu á PGA-mótaröðinni. Bubba Watson var líka í forystu eftir fyrsta daginn en deildi þá efsta sætinu með Suður-Kóreumanninum YE Yang. Matt Jones er búinn að klára báða dagana á 65 höggum eða sex undir pari en Bubba Watson lék annan hringinn á 66 höggum eftir að hafa klárað hringinn á 64 höggum í gær.Bubba Watson er að reyna að vinna sitt fyrsta móti eftir sigur sinn á Mastersmótinu árið 2012 og var í góðum málum eftir sjö fugla á hringinn en tveir skollar á síðustu þremur holunum hleypti Jones á toppinn með honum.Matt Jones á heimili rétt hjá golfvellinum og er því nánast á heimavelli. Hann er auk þess mikið uppáhald hjá áhorfendum. Hann fékk fugl á þremur af fyrstu fjórum holum sínum og fékk síðan fugla á þremur holum í röð eftir sinn eina skolla á hringnum. Jones náði sjö fuglum á öðrum hringnum eins og Watson. Þeir Bubba Watson og Matt Jones hafa tveggja högga forskot á næstu menn sem eru þeir Greg Chalmers og Harris English. Þeir spiluðu báðir annan hringinn á 67 höggum.Phil Mickelson á titil að verja á mótinu en hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli að undanförnu. Mickelson náði í gegnum niðurskurðinn en er í 27. sæti og átta höggum á eftir efstu mönnum. Hann lék á fjórum höggum undir pari eftir að hafa komið inn á parinu á fyrsta deginum.Efstu menn eftir tvo daga á Phoenix Open: 1. Matt Jones -12 1. Bubba Watson -12 3. Harris English -10 3. Greg Chalmers -10 5. Kevin Stadler -9 5. Pat Perez -9 5. Hideki Matsuyama -9 8. William McGirt -8 8. Brandt Snedeker -8 8. Scott Piercy -8 8. Patrick Reed -8 Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending frá þriðja keppnisdegi klukkan 18.00 í dag. Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bubba Watson, fyrrum sigurvegari á Mastersmótinu og Ástralinn Matt Jones eru eftir og jafnir eftir annan keppnisdag á Phoenix Open golfmótinu á PGA-mótaröðinni. Bubba Watson var líka í forystu eftir fyrsta daginn en deildi þá efsta sætinu með Suður-Kóreumanninum YE Yang. Matt Jones er búinn að klára báða dagana á 65 höggum eða sex undir pari en Bubba Watson lék annan hringinn á 66 höggum eftir að hafa klárað hringinn á 64 höggum í gær.Bubba Watson er að reyna að vinna sitt fyrsta móti eftir sigur sinn á Mastersmótinu árið 2012 og var í góðum málum eftir sjö fugla á hringinn en tveir skollar á síðustu þremur holunum hleypti Jones á toppinn með honum.Matt Jones á heimili rétt hjá golfvellinum og er því nánast á heimavelli. Hann er auk þess mikið uppáhald hjá áhorfendum. Hann fékk fugl á þremur af fyrstu fjórum holum sínum og fékk síðan fugla á þremur holum í röð eftir sinn eina skolla á hringnum. Jones náði sjö fuglum á öðrum hringnum eins og Watson. Þeir Bubba Watson og Matt Jones hafa tveggja högga forskot á næstu menn sem eru þeir Greg Chalmers og Harris English. Þeir spiluðu báðir annan hringinn á 67 höggum.Phil Mickelson á titil að verja á mótinu en hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli að undanförnu. Mickelson náði í gegnum niðurskurðinn en er í 27. sæti og átta höggum á eftir efstu mönnum. Hann lék á fjórum höggum undir pari eftir að hafa komið inn á parinu á fyrsta deginum.Efstu menn eftir tvo daga á Phoenix Open: 1. Matt Jones -12 1. Bubba Watson -12 3. Harris English -10 3. Greg Chalmers -10 5. Kevin Stadler -9 5. Pat Perez -9 5. Hideki Matsuyama -9 8. William McGirt -8 8. Brandt Snedeker -8 8. Scott Piercy -8 8. Patrick Reed -8 Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending frá þriðja keppnisdegi klukkan 18.00 í dag.
Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira