Bubba Watson deilir nú efsta sætinu með Matt Jones Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2014 12:41 Bubba Watson. Vísir/Getty Bubba Watson, fyrrum sigurvegari á Mastersmótinu og Ástralinn Matt Jones eru eftir og jafnir eftir annan keppnisdag á Phoenix Open golfmótinu á PGA-mótaröðinni. Bubba Watson var líka í forystu eftir fyrsta daginn en deildi þá efsta sætinu með Suður-Kóreumanninum YE Yang. Matt Jones er búinn að klára báða dagana á 65 höggum eða sex undir pari en Bubba Watson lék annan hringinn á 66 höggum eftir að hafa klárað hringinn á 64 höggum í gær.Bubba Watson er að reyna að vinna sitt fyrsta móti eftir sigur sinn á Mastersmótinu árið 2012 og var í góðum málum eftir sjö fugla á hringinn en tveir skollar á síðustu þremur holunum hleypti Jones á toppinn með honum.Matt Jones á heimili rétt hjá golfvellinum og er því nánast á heimavelli. Hann er auk þess mikið uppáhald hjá áhorfendum. Hann fékk fugl á þremur af fyrstu fjórum holum sínum og fékk síðan fugla á þremur holum í röð eftir sinn eina skolla á hringnum. Jones náði sjö fuglum á öðrum hringnum eins og Watson. Þeir Bubba Watson og Matt Jones hafa tveggja högga forskot á næstu menn sem eru þeir Greg Chalmers og Harris English. Þeir spiluðu báðir annan hringinn á 67 höggum.Phil Mickelson á titil að verja á mótinu en hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli að undanförnu. Mickelson náði í gegnum niðurskurðinn en er í 27. sæti og átta höggum á eftir efstu mönnum. Hann lék á fjórum höggum undir pari eftir að hafa komið inn á parinu á fyrsta deginum.Efstu menn eftir tvo daga á Phoenix Open: 1. Matt Jones -12 1. Bubba Watson -12 3. Harris English -10 3. Greg Chalmers -10 5. Kevin Stadler -9 5. Pat Perez -9 5. Hideki Matsuyama -9 8. William McGirt -8 8. Brandt Snedeker -8 8. Scott Piercy -8 8. Patrick Reed -8 Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending frá þriðja keppnisdegi klukkan 18.00 í dag. Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bubba Watson, fyrrum sigurvegari á Mastersmótinu og Ástralinn Matt Jones eru eftir og jafnir eftir annan keppnisdag á Phoenix Open golfmótinu á PGA-mótaröðinni. Bubba Watson var líka í forystu eftir fyrsta daginn en deildi þá efsta sætinu með Suður-Kóreumanninum YE Yang. Matt Jones er búinn að klára báða dagana á 65 höggum eða sex undir pari en Bubba Watson lék annan hringinn á 66 höggum eftir að hafa klárað hringinn á 64 höggum í gær.Bubba Watson er að reyna að vinna sitt fyrsta móti eftir sigur sinn á Mastersmótinu árið 2012 og var í góðum málum eftir sjö fugla á hringinn en tveir skollar á síðustu þremur holunum hleypti Jones á toppinn með honum.Matt Jones á heimili rétt hjá golfvellinum og er því nánast á heimavelli. Hann er auk þess mikið uppáhald hjá áhorfendum. Hann fékk fugl á þremur af fyrstu fjórum holum sínum og fékk síðan fugla á þremur holum í röð eftir sinn eina skolla á hringnum. Jones náði sjö fuglum á öðrum hringnum eins og Watson. Þeir Bubba Watson og Matt Jones hafa tveggja högga forskot á næstu menn sem eru þeir Greg Chalmers og Harris English. Þeir spiluðu báðir annan hringinn á 67 höggum.Phil Mickelson á titil að verja á mótinu en hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli að undanförnu. Mickelson náði í gegnum niðurskurðinn en er í 27. sæti og átta höggum á eftir efstu mönnum. Hann lék á fjórum höggum undir pari eftir að hafa komið inn á parinu á fyrsta deginum.Efstu menn eftir tvo daga á Phoenix Open: 1. Matt Jones -12 1. Bubba Watson -12 3. Harris English -10 3. Greg Chalmers -10 5. Kevin Stadler -9 5. Pat Perez -9 5. Hideki Matsuyama -9 8. William McGirt -8 8. Brandt Snedeker -8 8. Scott Piercy -8 8. Patrick Reed -8 Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending frá þriðja keppnisdegi klukkan 18.00 í dag.
Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira