Hairston fékk tvo leiki í bann fyrir olnbogaskotið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2014 18:54 Hairston ásamt Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar. Vísir/Daníel Karlalið Stjörnunnar í körfuknattleik verður án Matthew James Hairston í deildarleikjum liðsins gegn Haukum og Grindavík þar sem kappinn er kominn í leikbann. Hairston var sakaður um að hafa gefið Agli Egilssyni, leikmanni Skallagríms, olnbogaskot í viðureign liðanna í Borgarnesi þann 23. janúar. Hairston fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir og ákvað körfuknattleiksdeild Skallagríms að kæra málið til aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands. „Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér,“ segir í úrskurði nefndarinar. „Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög.“Hairston baðst afsökunar daginn eftir að brotið átti sér stað. Niðurstaða nefndarinnar er sú að Hairston skuli sæta tveggja leikja banni vegna atviksins. Stjarnan verður því án Bandaríkjamannsins í útileik gegn Haukum næsta mánudag og fjórum dögum síðar á heimavelli gegn Grindavík. Athygli vekur að keimlíkt atvik kom upp í viðureign Vals og Snæfells á dögunum. Þá gaf Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, olnbogaskot en fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir. Snæfellingar kærðu málið til aganefndar en Ragna Margrét slapp með skrekkinn. Úrkurðurinn í heild sinni Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að eftirniðurstöðu í kæru Kkd. Skallagríms vegna hegðunar Matthew James Hairston, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna þann 23. janúar s.l. í Domino´s deild karla. "Úrskurður nr. 14/2013-2014. Körfuknattleiksdeild Skallagríms sendi kæru til aga- og úrskurðarnefndar þann 24. janúar s.l. vegna atviks í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór í Borgarnesi þann 23. janúar 2014. Kæran snýr að því að leikmaður Stjörnunnar, Matthew James Hairston, hafi gefið leikmanni Skallagríms, Agli Egilssyni, olnbogaskot í andlitið, í leiknum, án þess að fá brottrekstrarvillu og er farið fram á að leikmanninum verði dæmd viðurlög vegna brotsins. Nefndin fékk greinargerð frá körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vegna málsins auk þess sem kallað var eftir sjónarmiðum dómara leiksins sem bárust nefndinni, en það kom fram af hálfu dómarans að ef hann hefði haft sama sjónarhorn og myndbandið þá verið dæmd brottrekstrarvilla. Nefndin taldi tilefni til að taka málið fyrir, sbr. 3. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál. Nefndin hefur kynnt sér myndband af því atviki sem um ræðir og er niðurstaða nefndarinnar svohljóðandi: Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér. Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög. Með vísan til ákvæðis 7. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál, sbr. j. lið og eftir atvikum c. lið 1. mgr. 13. gr. sömu reglna, skal Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunar, sæta 2 leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór þann 23. janúar 2014. Ingimar Ingason Þórólfur Heiðar Þorsteinsson Ágúst Jóhannsson Sératkvæði: Undirritaðir eru sammála ofangreindri niðurstöðu hvað varðar viðurlög en með þeim rökum að dómari hafi verið þannig staðsettur að hann gat ekki séð mikilvæga þætti brotsins, þ.e. að leikmaður Stjörnunnar gaf varnarmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið þegar dómari dæmdi óíþróttamannslega villu. Árni Helgason Björgvin Halldór Björnsson Kristinn G. Kristinsson" Dómurinn tekur gildi fimmtudaginn n.k. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hairston bestur og Magnús Þór þristakóngur Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunnar, fór fyrir liði Icelandair sem vann sigur á liði Domino's í Stjörnuleik KKÍ í dag. 25. janúar 2014 17:21 Hairston baðst afsökunar Matthew "Junior“ Hairston, leikmaður Stjörnunnar, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna þess sem gerðist í leik liðsins gegn Skallagrími í gær. 24. janúar 2014 17:05 Sóðalegt brot í Fjósinu | Myndbandið hefur verið fjarlægt Matthew James Hairston sýndi af sér afar óíþróttamannslega hegðun í viðureign Skallagríms og Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. 24. janúar 2014 10:24 Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Leik lokið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira
Karlalið Stjörnunnar í körfuknattleik verður án Matthew James Hairston í deildarleikjum liðsins gegn Haukum og Grindavík þar sem kappinn er kominn í leikbann. Hairston var sakaður um að hafa gefið Agli Egilssyni, leikmanni Skallagríms, olnbogaskot í viðureign liðanna í Borgarnesi þann 23. janúar. Hairston fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir og ákvað körfuknattleiksdeild Skallagríms að kæra málið til aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands. „Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér,“ segir í úrskurði nefndarinar. „Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög.“Hairston baðst afsökunar daginn eftir að brotið átti sér stað. Niðurstaða nefndarinnar er sú að Hairston skuli sæta tveggja leikja banni vegna atviksins. Stjarnan verður því án Bandaríkjamannsins í útileik gegn Haukum næsta mánudag og fjórum dögum síðar á heimavelli gegn Grindavík. Athygli vekur að keimlíkt atvik kom upp í viðureign Vals og Snæfells á dögunum. Þá gaf Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, olnbogaskot en fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir. Snæfellingar kærðu málið til aganefndar en Ragna Margrét slapp með skrekkinn. Úrkurðurinn í heild sinni Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að eftirniðurstöðu í kæru Kkd. Skallagríms vegna hegðunar Matthew James Hairston, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna þann 23. janúar s.l. í Domino´s deild karla. "Úrskurður nr. 14/2013-2014. Körfuknattleiksdeild Skallagríms sendi kæru til aga- og úrskurðarnefndar þann 24. janúar s.l. vegna atviks í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór í Borgarnesi þann 23. janúar 2014. Kæran snýr að því að leikmaður Stjörnunnar, Matthew James Hairston, hafi gefið leikmanni Skallagríms, Agli Egilssyni, olnbogaskot í andlitið, í leiknum, án þess að fá brottrekstrarvillu og er farið fram á að leikmanninum verði dæmd viðurlög vegna brotsins. Nefndin fékk greinargerð frá körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vegna málsins auk þess sem kallað var eftir sjónarmiðum dómara leiksins sem bárust nefndinni, en það kom fram af hálfu dómarans að ef hann hefði haft sama sjónarhorn og myndbandið þá verið dæmd brottrekstrarvilla. Nefndin taldi tilefni til að taka málið fyrir, sbr. 3. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál. Nefndin hefur kynnt sér myndband af því atviki sem um ræðir og er niðurstaða nefndarinnar svohljóðandi: Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér. Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög. Með vísan til ákvæðis 7. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál, sbr. j. lið og eftir atvikum c. lið 1. mgr. 13. gr. sömu reglna, skal Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunar, sæta 2 leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór þann 23. janúar 2014. Ingimar Ingason Þórólfur Heiðar Þorsteinsson Ágúst Jóhannsson Sératkvæði: Undirritaðir eru sammála ofangreindri niðurstöðu hvað varðar viðurlög en með þeim rökum að dómari hafi verið þannig staðsettur að hann gat ekki séð mikilvæga þætti brotsins, þ.e. að leikmaður Stjörnunnar gaf varnarmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið þegar dómari dæmdi óíþróttamannslega villu. Árni Helgason Björgvin Halldór Björnsson Kristinn G. Kristinsson" Dómurinn tekur gildi fimmtudaginn n.k.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hairston bestur og Magnús Þór þristakóngur Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunnar, fór fyrir liði Icelandair sem vann sigur á liði Domino's í Stjörnuleik KKÍ í dag. 25. janúar 2014 17:21 Hairston baðst afsökunar Matthew "Junior“ Hairston, leikmaður Stjörnunnar, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna þess sem gerðist í leik liðsins gegn Skallagrími í gær. 24. janúar 2014 17:05 Sóðalegt brot í Fjósinu | Myndbandið hefur verið fjarlægt Matthew James Hairston sýndi af sér afar óíþróttamannslega hegðun í viðureign Skallagríms og Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. 24. janúar 2014 10:24 Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Leik lokið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira
Hairston bestur og Magnús Þór þristakóngur Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunnar, fór fyrir liði Icelandair sem vann sigur á liði Domino's í Stjörnuleik KKÍ í dag. 25. janúar 2014 17:21
Hairston baðst afsökunar Matthew "Junior“ Hairston, leikmaður Stjörnunnar, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna þess sem gerðist í leik liðsins gegn Skallagrími í gær. 24. janúar 2014 17:05
Sóðalegt brot í Fjósinu | Myndbandið hefur verið fjarlægt Matthew James Hairston sýndi af sér afar óíþróttamannslega hegðun í viðureign Skallagríms og Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. 24. janúar 2014 10:24