Sport

Stelpurnar okkar mæta Írlandi og Möltu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fed Cup mótið í Tennis hefst á morgun í Eistlandi.
Fed Cup mótið í Tennis hefst á morgun í Eistlandi. visir/valli
Fed Cup mótið í tennis hefst á morgun í Eistlandi. Tólf þjóðir taka þátt auk Íslands og eru: Armenía, Danmörk, Eistland, Grikkland , Írland , Kýpur, Moldavía, Madagaskar, Malta, Namibía og Noregur.

Þess má geta að hin danska  tennisstjarna Caroline Wozniacki sem er númer ellefu á heimslistanum spilar fyrir Dani á mótinu.

Keppt er í fjórum þriggja liða  riðlum. Sigurvegarar í hverjum riðli keppa um hvaða tvær þjóðir fara  upp í 2.deild sameinaðar deildar Evrópu og Afríku.

Dregið var í riðla í dag og lenti Ísland í riðli með Írlandi og Möltu. Ísland mætir Írlandi á morgun í fyrsta leik. Hægt verður að fylgjast með viðureigninni hér.

Hægt er að fylgjast með gengi íslenska kvennalandsliðsins í  riðlakeppninni á Fed Cup hér og skemmtilega tölfræði um gengi íslenska liðsins í gegnum árin má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×