Sport

Hjördís vann en stelpurnar töpuðu fyrir Möltu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Tennissamband Íslands
Ísland tapaði fyrir Möltu síðari viðureign sinni í riðlakeppni Fed Cup-tennismótsins í Eistlandi í gær.

Ísland tapaði fyrir Írlandi, 3-0, í fyrri viðureign sinni en í gær náðu stelpurnar einum vinningi. Það gerði Hjördís Rósa Guðmundsdóttir sem vann Katrinu Sammut í einliðaleik, 6-3 og 6-3.

Hera Björk Brynjarsdóttir tapaði fyrir Elaine Genovese, 6-1 og 6-1, í hinni viðureigninni í einliðaleik en þær Hjördís Rósa og Anna Soffia Grönholm töpuðu í spennandi viðureign í tvíliðaleik, 7-5 og 6-4.

Ísland er í fríi í dag en spilar um 9.-12. sætið á mótinu um helgina. Stelpurnar mæta Kýpverjum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×