Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - HK 48-18 | Þrjátíu marka sigur Vals Anton Ingi Leifsson skrifar 7. febrúar 2014 17:44 Vísir/Valli Valur gjörsamlega valtaði yfir HK í Olís-deild karla í kvöld, en lokatölur urðu 48-18. Valsmenn leiddu í hálfleik með ellefu marka mun. Þrjátíu marka munur varð svo raunin. Ótrúlegar tölur. Það var eiginlega ljóst strax frá byrjun í hvað stefndi. Valsmenn komust í 6-2 og síðar meir í 12-4. Þá var eins og gestirnir úr Kópaveginum hefðu kastað inn hvíta handklæðinu. Gestirnir fengu hvað eftir annað á sig hraðaupphlaup enda sóknarleikurinn í flestum tilfellum slakur og Valsmenn voru fljótir að refsa. Þegar þeir náðu loks að koma sér í færi sá Hlynur Morthens við þeim og það var saga fyrri hálfleiks. Staðan 22-11 í hálfleik fyrir heimamenn og gestirnir gengu brúnaþungir til búningsherbergja. Veislan fyrir stuðningsmenn Vals hélt áfram í síðari hálfleik. Munurinn einfaldlega óx og óx, og áfram var sóknarleikur HK skelfilegur. Lárus Helgi Ólafsson kom í markið hjá Val í síðari hálfleik og tók hann bara við Hlyni þar sem frá var horfið, en báðir voru þeir með yfir fimmtíu prósent markvörslu. Lokatölur urðu svo að Valur vann með þrjátíu mörkum, 48-18. Algjörlega kaffærðu gestina sem sáu aldrei til sólar. Andleysið og áhugaleysið var nánast viðvart frá fyrstu mínútu hjá Kópavogsliðinu. Markmenn Vals voru frábærir. Allir útileikmenn nema einn, Ægir Hrafn Jónsson, náðu að skora og allir meira en eitt mark. Það er fáheyrð tölfræði. Sem dæmi um hversu slakan sóknarleik HK var að spila, er að þeir voru einungis með 44% skotnýtingu gegn 84% skotnýtingu hjá Val. Með sigrinum fara Valsmenn upp í þriðja sætið, einu stigi á undan Fram sem eru í fjórða og einu stigi á eftir ÍBV sem er í öðru. HK er enn á botninum með þrjú stig. Leikmenn gestanna þurfa að fara í alvarlega naflaskoðun, það er alveg ljóst.Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals: Þetta er bland af tilfinningum ,,Þetta var bara mjög gott. Ég veit ekki alveg hvað gerðist eiginlega. Það voru bara einhver sirkusatriði og læti. Á einn veginn er maður glaður að ná svona toppleik og á hinn veginn er maður bara ennþá stressaðari fyrir leiknum á mánudaginn. Bikarleikur gegn Haukum og það er stórt próf fyrir okkur," sagði Ólafur við Vísi eftir leik. ,,Þetta er jákvætt og við þurfum núna að ná okkur niður og halda fókus fyrir Haukana. Við erum bara strax komnir þangað." Ellefu af tólf útileikmönnum Vals komust á blað í dag og Ólafur er sáttur með framlag alla leikmanna: ,,Við höldum dampi og keyrum, erum "cocky" og vonandi tekst okkur að halda þessum dampi á mánudaginn. Það verður auðvitað allt annar leikur, miklu meiri þungi í Haukunum, þeir eru efstir og allt það. Það verður bara alvöru leikur." ,,Það er alltaf stórt próf að fá Hauka, FH og þessi lið í heimsókn. Þetta er bland af tilfinningum eftir þennan leik, að fara glaður með það sem maður gerði og við það að einbeita sér af risaleiknum á mánudag." ,,Við ætlum okkur í undanúrslitin. Til þess er þessi leikur víst, vinna hann og komast í Höllina. Það væri frábært, en við erum að fara mæta erfiðum andstæðingum," sagði Ólafur að lokum.Guðmundur Hólmar brýst í gegn.vísir/valliOrri Freyr Gíslason, línumaður Vals: Til hvers að hætta þegar þú ert fimm mörkum yfir? ,,Þetta var mjög gott en við ætlum bara vera rólegir. Það er mjög mikilvægur leikur á mánudaginn.Það gekk bara allt upp í dag og þá fer þetta svona hjá okkur," sagði Orri við Vísi. ,,Við höfum alltaf verið að keyra í bakið á liðunum, en það hefur bara aldrei verið að virka almennilega hjá okkur. Það small í dag og þá bara keyrum á þetta. Til hvers að hætta þegar þú ert fimm mörkum yfir, við höldum alltaf áfram að keyra." ,,Það voru allir fjórtán á skýrslu tilbúnir í þetta verkefni í dag. Markmennirnir skiptu hálfleiknum á milli sín og allir voru að skila inn eitthverju. Þetta var þetta klassíska, liðsheildarsigur." Valur fær Hauka í heimsókn á mánudaginn, en um risaslag er um að ræða í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins. Orri segist Valsara ekkert vera farnir af jörðinni: ,,Nei nei, það er bara æfing hálf níu í fyrrramálið og æfing aftur á sunnudag. Gott vídeó og við erum klárir," sagði Orri galvaskur.Leó Snær og félagar náðu sér ekki á strik.vísir/valliSamúel Árnason, þjálfari HK: Þetta var bara eins og léleg bíómynd ,,Það var ekkert í lagi hjá okkur í dag. Hvorki vörn, sóknarleikur. Við erum að skapa okkur ágætis færi, en erum að skjóta hrikalega illa. Við hlupum einnig illa til baka og það var í rauninni allt sem hefði mátt betur fara," sagði Samúel vonsvikinn eftir leik. ,,Ég man ekki eftir að hafa tapað sem leikmaður með þrjátíu mörkum og þetta er í fyrsta skipti sem það gerist hjá mér sem þjálfari. Ég er virkilega sár." ,,Mér fannst við vera búnir undir það sem Valsmenn voru að fara gera, en náðum ekki að leysa þessar stöður sem koma upp. Þegar blæs á móti þá þarf maður að grafa djúpt, en það var lítið að sækja þangað í dag." ,,Við vorum að slútta illa og þeir komu bara með hraðaupphlaup í bakið á okkur. Ég veit ekki hvað mörg af þessum hraðaupphlaupum voru mörg, örugglega yfir 20. Það segir sig sjálft, það er enginn það lélegur í handbolta að hann geti ekki varist því að hinn geti skorað 20 mörk úr hraðaupphlaupum. Í dag mættu menn illa stemmdir og með litla trú á verkefninu, með lítið sjálfstraust." Aðspurður hvort botninum hefði verið náð núna, sagði Samúel: ,,Ég ætla rétt að vona það. Þetta er bara einn leikur, leikurinn gífurleg vonbrigði. Þetta er þó bara einn leikur af öllum á tímabilinu, tímabilið hvorki byrjaði né endaði í dag. Það er alveg klárt að við getum lært lítið af svona leikjum. Þetta er enginn mælikvarði á hversu góðir við erum í handbolta, Valsmenn eru ekkert þrjátíu mörkum betri en við í handbolta." ,,Þegar baráttan og mótstaðan er ekki meiri en þetta, þá eru þetta bara 60 mínútur sem þú færð aldrei aftur. Þetta er bara eins og að horfa á lélega bíómynd, þú sérð eftir því leið og þú labbar útúr salnum að hafa borgað þig inn. Við hefðum alveg getað sleppt því að mæta hérna, það er enginn lærdómur af þessum leik," sagði Samúel brúnaþungur í leikslokvísir/valli Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Sjá meira
Valur gjörsamlega valtaði yfir HK í Olís-deild karla í kvöld, en lokatölur urðu 48-18. Valsmenn leiddu í hálfleik með ellefu marka mun. Þrjátíu marka munur varð svo raunin. Ótrúlegar tölur. Það var eiginlega ljóst strax frá byrjun í hvað stefndi. Valsmenn komust í 6-2 og síðar meir í 12-4. Þá var eins og gestirnir úr Kópaveginum hefðu kastað inn hvíta handklæðinu. Gestirnir fengu hvað eftir annað á sig hraðaupphlaup enda sóknarleikurinn í flestum tilfellum slakur og Valsmenn voru fljótir að refsa. Þegar þeir náðu loks að koma sér í færi sá Hlynur Morthens við þeim og það var saga fyrri hálfleiks. Staðan 22-11 í hálfleik fyrir heimamenn og gestirnir gengu brúnaþungir til búningsherbergja. Veislan fyrir stuðningsmenn Vals hélt áfram í síðari hálfleik. Munurinn einfaldlega óx og óx, og áfram var sóknarleikur HK skelfilegur. Lárus Helgi Ólafsson kom í markið hjá Val í síðari hálfleik og tók hann bara við Hlyni þar sem frá var horfið, en báðir voru þeir með yfir fimmtíu prósent markvörslu. Lokatölur urðu svo að Valur vann með þrjátíu mörkum, 48-18. Algjörlega kaffærðu gestina sem sáu aldrei til sólar. Andleysið og áhugaleysið var nánast viðvart frá fyrstu mínútu hjá Kópavogsliðinu. Markmenn Vals voru frábærir. Allir útileikmenn nema einn, Ægir Hrafn Jónsson, náðu að skora og allir meira en eitt mark. Það er fáheyrð tölfræði. Sem dæmi um hversu slakan sóknarleik HK var að spila, er að þeir voru einungis með 44% skotnýtingu gegn 84% skotnýtingu hjá Val. Með sigrinum fara Valsmenn upp í þriðja sætið, einu stigi á undan Fram sem eru í fjórða og einu stigi á eftir ÍBV sem er í öðru. HK er enn á botninum með þrjú stig. Leikmenn gestanna þurfa að fara í alvarlega naflaskoðun, það er alveg ljóst.Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals: Þetta er bland af tilfinningum ,,Þetta var bara mjög gott. Ég veit ekki alveg hvað gerðist eiginlega. Það voru bara einhver sirkusatriði og læti. Á einn veginn er maður glaður að ná svona toppleik og á hinn veginn er maður bara ennþá stressaðari fyrir leiknum á mánudaginn. Bikarleikur gegn Haukum og það er stórt próf fyrir okkur," sagði Ólafur við Vísi eftir leik. ,,Þetta er jákvætt og við þurfum núna að ná okkur niður og halda fókus fyrir Haukana. Við erum bara strax komnir þangað." Ellefu af tólf útileikmönnum Vals komust á blað í dag og Ólafur er sáttur með framlag alla leikmanna: ,,Við höldum dampi og keyrum, erum "cocky" og vonandi tekst okkur að halda þessum dampi á mánudaginn. Það verður auðvitað allt annar leikur, miklu meiri þungi í Haukunum, þeir eru efstir og allt það. Það verður bara alvöru leikur." ,,Það er alltaf stórt próf að fá Hauka, FH og þessi lið í heimsókn. Þetta er bland af tilfinningum eftir þennan leik, að fara glaður með það sem maður gerði og við það að einbeita sér af risaleiknum á mánudag." ,,Við ætlum okkur í undanúrslitin. Til þess er þessi leikur víst, vinna hann og komast í Höllina. Það væri frábært, en við erum að fara mæta erfiðum andstæðingum," sagði Ólafur að lokum.Guðmundur Hólmar brýst í gegn.vísir/valliOrri Freyr Gíslason, línumaður Vals: Til hvers að hætta þegar þú ert fimm mörkum yfir? ,,Þetta var mjög gott en við ætlum bara vera rólegir. Það er mjög mikilvægur leikur á mánudaginn.Það gekk bara allt upp í dag og þá fer þetta svona hjá okkur," sagði Orri við Vísi. ,,Við höfum alltaf verið að keyra í bakið á liðunum, en það hefur bara aldrei verið að virka almennilega hjá okkur. Það small í dag og þá bara keyrum á þetta. Til hvers að hætta þegar þú ert fimm mörkum yfir, við höldum alltaf áfram að keyra." ,,Það voru allir fjórtán á skýrslu tilbúnir í þetta verkefni í dag. Markmennirnir skiptu hálfleiknum á milli sín og allir voru að skila inn eitthverju. Þetta var þetta klassíska, liðsheildarsigur." Valur fær Hauka í heimsókn á mánudaginn, en um risaslag er um að ræða í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins. Orri segist Valsara ekkert vera farnir af jörðinni: ,,Nei nei, það er bara æfing hálf níu í fyrrramálið og æfing aftur á sunnudag. Gott vídeó og við erum klárir," sagði Orri galvaskur.Leó Snær og félagar náðu sér ekki á strik.vísir/valliSamúel Árnason, þjálfari HK: Þetta var bara eins og léleg bíómynd ,,Það var ekkert í lagi hjá okkur í dag. Hvorki vörn, sóknarleikur. Við erum að skapa okkur ágætis færi, en erum að skjóta hrikalega illa. Við hlupum einnig illa til baka og það var í rauninni allt sem hefði mátt betur fara," sagði Samúel vonsvikinn eftir leik. ,,Ég man ekki eftir að hafa tapað sem leikmaður með þrjátíu mörkum og þetta er í fyrsta skipti sem það gerist hjá mér sem þjálfari. Ég er virkilega sár." ,,Mér fannst við vera búnir undir það sem Valsmenn voru að fara gera, en náðum ekki að leysa þessar stöður sem koma upp. Þegar blæs á móti þá þarf maður að grafa djúpt, en það var lítið að sækja þangað í dag." ,,Við vorum að slútta illa og þeir komu bara með hraðaupphlaup í bakið á okkur. Ég veit ekki hvað mörg af þessum hraðaupphlaupum voru mörg, örugglega yfir 20. Það segir sig sjálft, það er enginn það lélegur í handbolta að hann geti ekki varist því að hinn geti skorað 20 mörk úr hraðaupphlaupum. Í dag mættu menn illa stemmdir og með litla trú á verkefninu, með lítið sjálfstraust." Aðspurður hvort botninum hefði verið náð núna, sagði Samúel: ,,Ég ætla rétt að vona það. Þetta er bara einn leikur, leikurinn gífurleg vonbrigði. Þetta er þó bara einn leikur af öllum á tímabilinu, tímabilið hvorki byrjaði né endaði í dag. Það er alveg klárt að við getum lært lítið af svona leikjum. Þetta er enginn mælikvarði á hversu góðir við erum í handbolta, Valsmenn eru ekkert þrjátíu mörkum betri en við í handbolta." ,,Þegar baráttan og mótstaðan er ekki meiri en þetta, þá eru þetta bara 60 mínútur sem þú færð aldrei aftur. Þetta er bara eins og að horfa á lélega bíómynd, þú sérð eftir því leið og þú labbar útúr salnum að hafa borgað þig inn. Við hefðum alveg getað sleppt því að mæta hérna, það er enginn lærdómur af þessum leik," sagði Samúel brúnaþungur í leikslokvísir/valli
Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Sjá meira