Frænka Tiger Woods vann ástralska meistaramótið Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. febrúar 2014 20:15 vísir/getty Cheyenne Woods vann sitt fyrsta stórmót á ferlinum þegar hún vann ástralska meistaramót kvenna í golfi um helgina. Hún er frænka Tiger Woods sem sjálfur hefur unnið 14 stórmót á ferlinum og á greinilega ekki langt að sækja hæfileikana. Hin 23 ára gamla Woods lék lokahringinn á Royal Pines vellinum á 69 höggum eða fjórum undir pari og vann með tveggja högga mun. „Þetta er stór áfangi fyrir mig,“ sagði Woods eftir sigurinn. „Ég er búin að vera atvinnumaður í tvö ár og fólk hefur mest litið á mig sem frænku Tiger Woods. Nú hef ég unnið mitt fyrsta mót og það er spennandi. „Nú get ég sagt við fólk að ég get leikið. Ég er ekki bara nafnið,“ sagði Woods sem neitar því ekki að pressa fylgi nafninu. „Sviðsljósið hefur verið á mér en ég vissi alltaf að ég gæti unnið. Það er þungu fargi af mér létt því nú vita allir hvað ég get, ekki bara ég,“ sagði Woods sem tryggði sér sigurinn með því að fá þrjá fugla á sex síðustu holunum. Golf Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Cheyenne Woods vann sitt fyrsta stórmót á ferlinum þegar hún vann ástralska meistaramót kvenna í golfi um helgina. Hún er frænka Tiger Woods sem sjálfur hefur unnið 14 stórmót á ferlinum og á greinilega ekki langt að sækja hæfileikana. Hin 23 ára gamla Woods lék lokahringinn á Royal Pines vellinum á 69 höggum eða fjórum undir pari og vann með tveggja högga mun. „Þetta er stór áfangi fyrir mig,“ sagði Woods eftir sigurinn. „Ég er búin að vera atvinnumaður í tvö ár og fólk hefur mest litið á mig sem frænku Tiger Woods. Nú hef ég unnið mitt fyrsta mót og það er spennandi. „Nú get ég sagt við fólk að ég get leikið. Ég er ekki bara nafnið,“ sagði Woods sem neitar því ekki að pressa fylgi nafninu. „Sviðsljósið hefur verið á mér en ég vissi alltaf að ég gæti unnið. Það er þungu fargi af mér létt því nú vita allir hvað ég get, ekki bara ég,“ sagði Woods sem tryggði sér sigurinn með því að fá þrjá fugla á sex síðustu holunum.
Golf Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira