Innlent

„Ekki endilega ólöglegt en örugglega siðlaust“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Upp hafa komið vísbendingar um að leikmenn Þórs hafi veðjað á eigin leik.
Upp hafa komið vísbendingar um að leikmenn Þórs hafi veðjað á eigin leik. visir/vilhelm
Upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu en þetta kom fram í frétt á vefsíðu Akureyri Vikublaðs í gær.

Í samtal við fréttastofu staðfesti Gunnar Jóhannsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, að enginn kæra hefði borist inn á borð lögreglunnar og því yrði ekkert aðhafst í málinu að svo stöddu.

„Það er ekki víst hvort eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað í þessu tilviki. Þetta er í raun meira spurning um siðleysi og ekki ljóst hvort einhver lög hafi verið brotin," sagði varðstjórinn í samtali við Vísi.

Um er að ræða leik Þórs Akureyrar og Dalvík/Reynir á Kjarnafæðismótinu 13. janúar síðastliðin. Þór vann leikinn 7-0 en sumir leikmanna Þórs eiga hafa veðjað á erlendri vefsíðu á eigin sigur og lagt aukalega undir ef sigurinn yrði stærri en þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×