McIlroy náði fugli á átjándu og er í forystu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2014 13:07 Rory McIlroy er enn í forystu á Dubai Desert Classic-mótinu í golfi sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. McIlroy átti frábæran hring í gær og spilaði þá á 63 höggum eða níu undir pari vallarins. Hann gaf eftir í dag en skilaði sér í hús á 70 höggum eða tveimur undir pari. Norður-Írinn byrjaði daginn á fá sinn fyrsta skolla á mótinu en hann bætti fyrir það með því að ná í þrjá fugla á fyrri níu. Hann fékk svo fugl á tíundu en tapaði svo höggum á bæði 13. og 16. holu. Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka nýtti sér það og náði að koma sér upp að hlið McIlroy þegar hann náði sínum sjöunda fugli í dag á 17. holu. En McIlroy endurheimti forystuna með frábærri spilamennsku á 18. holu sem skilaði honum fugli. Koepka er því einu höggi á eftir McIlroy, sem er á samtals ellefu höggum undir pari að loknum öðrum keppnisdegi.Tiger Woods spilaði á 73 höggum í dag og er á samtals á þremur höggum undir pari. Hann er sem stendur tveimur höggum frá því að lenda röngu megin við niðurskurðarlínuna.Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin. Golf Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Rory McIlroy er enn í forystu á Dubai Desert Classic-mótinu í golfi sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. McIlroy átti frábæran hring í gær og spilaði þá á 63 höggum eða níu undir pari vallarins. Hann gaf eftir í dag en skilaði sér í hús á 70 höggum eða tveimur undir pari. Norður-Írinn byrjaði daginn á fá sinn fyrsta skolla á mótinu en hann bætti fyrir það með því að ná í þrjá fugla á fyrri níu. Hann fékk svo fugl á tíundu en tapaði svo höggum á bæði 13. og 16. holu. Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka nýtti sér það og náði að koma sér upp að hlið McIlroy þegar hann náði sínum sjöunda fugli í dag á 17. holu. En McIlroy endurheimti forystuna með frábærri spilamennsku á 18. holu sem skilaði honum fugli. Koepka er því einu höggi á eftir McIlroy, sem er á samtals ellefu höggum undir pari að loknum öðrum keppnisdegi.Tiger Woods spilaði á 73 höggum í dag og er á samtals á þremur höggum undir pari. Hann er sem stendur tveimur höggum frá því að lenda röngu megin við niðurskurðarlínuna.Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin.
Golf Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira