Handbolti

Sárabót fyrir Svía

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jonas Larholm í leiknum í kvöld.
Jonas Larholm í leiknum í kvöld. Vísir/AFP
Svíþjóð vann í dag Frakkland, 30-28, í milliriðli 2 á EM í handbolta í dag. Leikurinn hafði þó engin áhrif á stöðu liðanna í riðlinum.

Frakkland var þegar búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins og eftir að Svíar töpuðu fyrir Pólverjum í gær, 35-25, var ljóst að þeir gátu ekki endað ofar en í fjórða sæti.

Frakkar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14, en Svíar fóru mikinn á síðustu tíu mínútum leiksins og skoruðu þá níu mörk gegn fimm hjá Frökkum.

Johan Jakobsson skoraði sex mörk fyrir Svía sem og Lukas Karlsson. Markahæstur hjá Frökkum var Guillaume Joli með fjögur mörk - öll af vítalínunni.

Fyrr í dag vann Rússland sigur á Hvíta-Rússlandi, 39-33. Þetta voru fyrstu stig Rússa í riðlinum en Hvíta-Rússland endaði stigalaust í neðsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×