Sannleikurinn: ASÍ - Launþegar 14:17 22. janúar 2014 21:23 Rafiðnaðarsamband Íslands spilaði góða vörn og felldu kjarasamninginn auðveldlega. Íslenska landsliðið í því að semja af sér keppti við launþega í síðustu umferð kjarasamninga Alþýðusambandsins við Samtök Atvinnulífsins í dag. Leikurinn var sýndur beint á heimasíðu ASÍ. Leikurinn var jafn fyrstu mínútur fyrri hálfleiksins og skiptust aðildarfélög innan ASÍ á að samþykkja og hafna kjarasamningunum á víxl fram í stöðuna 6-6 en þá höfnuðu verkalýðsfélögin á Húsavík, Akureyri og í Vestmanneyjum samningnum og launþegar komust í 9-6. ASÍ náði forskotinu niður í 9-8 þegar VR samþykkti samninginn í æsispennandi sókn en þá kom góður kafli hjá launþegum sem juku forskot sitt í fimm hafnanir 16-11 og héldu sannfærandi forskoti út leikinn. Gylfi Arnbjörnsson, þjálfari Alþýðusambands Íslands, var vonsvikinn með úrslitin í viðtali við fréttastofu en sagði engin skýr skilaboð koma út úr þessu tapi. Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu sem er tapar alltaf. Harmageddon Mest lesið Sá eini sem getur komið í veg fyrir stríð núna er Ólafur Ragnar Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Mumford And Sons hættir? Harmageddon Lou Bega eða Lou Reed? Harmageddon Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Strangheiðarlegur og hafður fyrir rangri sök Harmageddon Haukur skoðar heiminn: „Vona að þeir hafni mér ekki“ Harmageddon Segir Jóhönnu þurfa að iðrast og snúa frá villu síns vegar Harmageddon Björn Jón Bragason kvartaði ekki yfir Secret Solstice Harmageddon
Íslenska landsliðið í því að semja af sér keppti við launþega í síðustu umferð kjarasamninga Alþýðusambandsins við Samtök Atvinnulífsins í dag. Leikurinn var sýndur beint á heimasíðu ASÍ. Leikurinn var jafn fyrstu mínútur fyrri hálfleiksins og skiptust aðildarfélög innan ASÍ á að samþykkja og hafna kjarasamningunum á víxl fram í stöðuna 6-6 en þá höfnuðu verkalýðsfélögin á Húsavík, Akureyri og í Vestmanneyjum samningnum og launþegar komust í 9-6. ASÍ náði forskotinu niður í 9-8 þegar VR samþykkti samninginn í æsispennandi sókn en þá kom góður kafli hjá launþegum sem juku forskot sitt í fimm hafnanir 16-11 og héldu sannfærandi forskoti út leikinn. Gylfi Arnbjörnsson, þjálfari Alþýðusambands Íslands, var vonsvikinn með úrslitin í viðtali við fréttastofu en sagði engin skýr skilaboð koma út úr þessu tapi. Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu sem er tapar alltaf.
Harmageddon Mest lesið Sá eini sem getur komið í veg fyrir stríð núna er Ólafur Ragnar Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Mumford And Sons hættir? Harmageddon Lou Bega eða Lou Reed? Harmageddon Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Strangheiðarlegur og hafður fyrir rangri sök Harmageddon Haukur skoðar heiminn: „Vona að þeir hafni mér ekki“ Harmageddon Segir Jóhönnu þurfa að iðrast og snúa frá villu síns vegar Harmageddon Björn Jón Bragason kvartaði ekki yfir Secret Solstice Harmageddon