Stallings var þremur höggum á eftir fremsta manni fyrir síðasta keppnisdaginn en spilaði á 68 höggum í gær sem dugði til sigurs.
Lokahringurinn var æsispennandi og alls tíu kylfingar skiptust á að vera í forystu á meðan keppninni stóð. Stallings reyndist sterkastur á lokasprettinum og tryggði sér sigur með því að fá fugl á átjándu holu.
Tiger Woods blandaði sér ekki í þessa baráttu enda komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn eftir þriðja keppnisdaginn, er hann spilaði á 79 höggum. Þá þurfti Phil Mickelson að draga sig úr keppni vegna bakmeiðsla.
Woods var ríkjandi meistari á þessu móti en hann hefur unnið það alls átta sinnum á ferlinum - fyrst árið 1999.
Post by Golfstöðin.