

Svisslendingurinn Stanislas Wawrinka vann sinn fyrsta sigur á risamóti í tennis þegar hann lagði spánverjann Rafael Nadal 3-1 í úrslitum opna ástralska meistaramótsins nú í morgun.
Spánverjinn Rafael Nadal er kominn í úrslitaleikinn í einliðaleik karla á opna ástralska mótinu í tennis eftir sannfærandi 3-0 sigur á Svisslendingnum Roger Federer í þremur settum í undanúrslitum mótsins í dag.
Svisslendingurinn Stanislas Wawrinka tryggði sér sæti í undanúrslitum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir maraþonviðureign við Serbann Novak Djokovic.
Svisslendingurinn Roger Federer sýndi allar sínar bestu hliðar gegn Andy Murray í átta manna úrslitum á Opna ástralska mótinu í tennis í dag.
Svo gæti farið að tveir svissneskir tenniskappar leiki til úrslita í einliðaleik karla á Opna ástralska meistaramótinu í tennis.
Meistararnir féllu úr keppni dag eftir dag á opna ástralska mótinu í tennis en í nótt tapaði Victoria Azarenka í átta manna úrslitum í kvennaflokki. Í gær féll karlameistarinn Novak Djokovic úr leik eftir óvænt tap á móti Svisslendingnum Stan Wawrinka.