Ronaldo og Angerer eru þau bestu í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2014 19:07 Cristiano Ronaldo og Nadine Angerer með verðlaunin sín. Mynd/AFP Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo og þýski markvörðurinn Nadine Angerer voru í kvöld kosin besta knattspyrnufólks heims í árlegu kjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins en að kjörinu standa fyrirliðar og þjálfarar landsliða heims ásamt útvöldum fjölmiðlamönnum.Cristiano Ronaldo fékk Gullbolta FIFA, sem besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA, en hann átti frábært ár með Real Madrid og portúgalska landsliðinu. Cristiano Ronaldo endaði þar með fjögurra ára einokun Lionel Messi en Messi hafði fengið öll Gullboltann allt frá því að Ronaldo vann hann í fyrsta skiptið árið 2008. Ronaldo hafði betur í baráttunni við þá Lionel Messi og Franck Ribery sem voru einnig tilnefndir að þessu sinn. Ronaldo átti bágt með sig upp á sviðinu eftir að hann fékk verðlaunin og það var augljóst að þessi sigur skipti hann mjög miklu máli. Ronaldo hefur líka oftar en ekki á síðustu árum þurft að sætta sig við annað sæti á eftir Lionel Messi.Nadine Angerer var fyrirliði þýska kvennalandsliðsins sem varð Evrópumeistari í Svíþjóð síðastas sumar en Angerer var kosin besti leikmaður Evrópumótsins. Angerer hafði betur í baráttunni við Mörtu og Abby Wambach sem voru einnig tilnefndar að þessu sinni. Nadine Angerer varð meðal annars tvær vítaspyrnur í úrslitaleiknum og fékk aðeins á sig eitt mark alla keppnina þar af ekkert í útsláttarkeppninni.Þjóðverjar unnu bæði þjálfaraverðlaunin. Jupp Heynckes, fyrrum þjálfari Bayern München, var kosinn þjálfari ársins hjá körlunum en hjá konum var Silvia Neid, þjálfari þýska kvennalandsliðsins, kosin þjálfari ársins.Pele fékk sérstök heiðursverðlaun, Gullboltann sem hann fékk aldrei sem leikmaður því þá voru þessi verðlaun aðeins fyrir leikmenn í Evrópu. Pele felldi tár upp á sviði þegar allur salurinn klappaði fyrir honum.Afganska knattspyrnusambandið fékk prúðmennskuverðlaun FIFA og Jacques Rogge, fyrrum forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, fékk heiðursverðlaun forseta FIFA.Svíinn Zlatan Ibrahimovic skoraði fallegasta mark ársins en markið umrædda skoraði hann reyndar á árinu 2012 í landsleik á móti Englendingum. Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo og þýski markvörðurinn Nadine Angerer voru í kvöld kosin besta knattspyrnufólks heims í árlegu kjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins en að kjörinu standa fyrirliðar og þjálfarar landsliða heims ásamt útvöldum fjölmiðlamönnum.Cristiano Ronaldo fékk Gullbolta FIFA, sem besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA, en hann átti frábært ár með Real Madrid og portúgalska landsliðinu. Cristiano Ronaldo endaði þar með fjögurra ára einokun Lionel Messi en Messi hafði fengið öll Gullboltann allt frá því að Ronaldo vann hann í fyrsta skiptið árið 2008. Ronaldo hafði betur í baráttunni við þá Lionel Messi og Franck Ribery sem voru einnig tilnefndir að þessu sinn. Ronaldo átti bágt með sig upp á sviðinu eftir að hann fékk verðlaunin og það var augljóst að þessi sigur skipti hann mjög miklu máli. Ronaldo hefur líka oftar en ekki á síðustu árum þurft að sætta sig við annað sæti á eftir Lionel Messi.Nadine Angerer var fyrirliði þýska kvennalandsliðsins sem varð Evrópumeistari í Svíþjóð síðastas sumar en Angerer var kosin besti leikmaður Evrópumótsins. Angerer hafði betur í baráttunni við Mörtu og Abby Wambach sem voru einnig tilnefndar að þessu sinni. Nadine Angerer varð meðal annars tvær vítaspyrnur í úrslitaleiknum og fékk aðeins á sig eitt mark alla keppnina þar af ekkert í útsláttarkeppninni.Þjóðverjar unnu bæði þjálfaraverðlaunin. Jupp Heynckes, fyrrum þjálfari Bayern München, var kosinn þjálfari ársins hjá körlunum en hjá konum var Silvia Neid, þjálfari þýska kvennalandsliðsins, kosin þjálfari ársins.Pele fékk sérstök heiðursverðlaun, Gullboltann sem hann fékk aldrei sem leikmaður því þá voru þessi verðlaun aðeins fyrir leikmenn í Evrópu. Pele felldi tár upp á sviði þegar allur salurinn klappaði fyrir honum.Afganska knattspyrnusambandið fékk prúðmennskuverðlaun FIFA og Jacques Rogge, fyrrum forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, fékk heiðursverðlaun forseta FIFA.Svíinn Zlatan Ibrahimovic skoraði fallegasta mark ársins en markið umrædda skoraði hann reyndar á árinu 2012 í landsleik á móti Englendingum.
Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira