Audi ratar á grænu ljósin Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2014 12:30 Prófunarbíllinn - Audi A6 Audi hefur hannað hugbúnað sem þeir kalla Traffic Light Assist sem hjálpar ökumönnum að halda jöfnum hraða á komandi grænt ljós í umferðinni. Búnaðurinn er með WiFi-tengingu en treystir ekki á myndavélar. Í mælaborðinu birtist mynd sem sýnir hversu margar sekúndur líða þangað til grænt ljós tekur við af rauðu en búnaðurinn tengist upplýsingum frá umferðarljósunum. Búnaðurinn í Audi bílunum tengist líka start/stop búnaði bílsins og bílarnir drepa á sér og starta þegar réttur tími er til að leggja af stað á grænu ljósi. Audi hefur prófað búnaðinn á Audi A6 bíl í umferðinni í Las vegas og virkaði hann einkar vel. Audi hefur einnig prófað þennan búnað í Ingolstadt, þar sem höfuðstöðvar Audi eru, sem og í Berlín. Þessi tækni er enn eitt búnaðurinn sem minnkar eyðslu bíla og ef að líkum lætur mun sjást í fjöldaframleiddum bílum Audi á næstunni. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður
Audi hefur hannað hugbúnað sem þeir kalla Traffic Light Assist sem hjálpar ökumönnum að halda jöfnum hraða á komandi grænt ljós í umferðinni. Búnaðurinn er með WiFi-tengingu en treystir ekki á myndavélar. Í mælaborðinu birtist mynd sem sýnir hversu margar sekúndur líða þangað til grænt ljós tekur við af rauðu en búnaðurinn tengist upplýsingum frá umferðarljósunum. Búnaðurinn í Audi bílunum tengist líka start/stop búnaði bílsins og bílarnir drepa á sér og starta þegar réttur tími er til að leggja af stað á grænu ljósi. Audi hefur prófað búnaðinn á Audi A6 bíl í umferðinni í Las vegas og virkaði hann einkar vel. Audi hefur einnig prófað þennan búnað í Ingolstadt, þar sem höfuðstöðvar Audi eru, sem og í Berlín. Þessi tækni er enn eitt búnaðurinn sem minnkar eyðslu bíla og ef að líkum lætur mun sjást í fjöldaframleiddum bílum Audi á næstunni.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður