Audi ratar á grænu ljósin Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2014 12:30 Prófunarbíllinn - Audi A6 Audi hefur hannað hugbúnað sem þeir kalla Traffic Light Assist sem hjálpar ökumönnum að halda jöfnum hraða á komandi grænt ljós í umferðinni. Búnaðurinn er með WiFi-tengingu en treystir ekki á myndavélar. Í mælaborðinu birtist mynd sem sýnir hversu margar sekúndur líða þangað til grænt ljós tekur við af rauðu en búnaðurinn tengist upplýsingum frá umferðarljósunum. Búnaðurinn í Audi bílunum tengist líka start/stop búnaði bílsins og bílarnir drepa á sér og starta þegar réttur tími er til að leggja af stað á grænu ljósi. Audi hefur prófað búnaðinn á Audi A6 bíl í umferðinni í Las vegas og virkaði hann einkar vel. Audi hefur einnig prófað þennan búnað í Ingolstadt, þar sem höfuðstöðvar Audi eru, sem og í Berlín. Þessi tækni er enn eitt búnaðurinn sem minnkar eyðslu bíla og ef að líkum lætur mun sjást í fjöldaframleiddum bílum Audi á næstunni. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent
Audi hefur hannað hugbúnað sem þeir kalla Traffic Light Assist sem hjálpar ökumönnum að halda jöfnum hraða á komandi grænt ljós í umferðinni. Búnaðurinn er með WiFi-tengingu en treystir ekki á myndavélar. Í mælaborðinu birtist mynd sem sýnir hversu margar sekúndur líða þangað til grænt ljós tekur við af rauðu en búnaðurinn tengist upplýsingum frá umferðarljósunum. Búnaðurinn í Audi bílunum tengist líka start/stop búnaði bílsins og bílarnir drepa á sér og starta þegar réttur tími er til að leggja af stað á grænu ljósi. Audi hefur prófað búnaðinn á Audi A6 bíl í umferðinni í Las vegas og virkaði hann einkar vel. Audi hefur einnig prófað þennan búnað í Ingolstadt, þar sem höfuðstöðvar Audi eru, sem og í Berlín. Þessi tækni er enn eitt búnaðurinn sem minnkar eyðslu bíla og ef að líkum lætur mun sjást í fjöldaframleiddum bílum Audi á næstunni.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent