Óeðlilega hár styrkur til Kvikmyndahátíðar í Reykjavík? Jón Júlíus Karlsson skrifar 14. janúar 2014 20:22 Framtíð Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík - RIFF, er í lausu lofti eftir að menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur ákvað að hætta styrkveitingu til hátíðarinnar. Ný kvikmyndahátíð fær þess í stað átta milljón króna styrk. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins kallar eftir að ákvörðunin verði endurskoðuð. Í Fréttablaðinu í gær var birt grein skrifuð meðal annars af Baltasar Kormáki leikstjóra og öðrum stjórnarmönnum kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival. Þar er ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur mótmælt. Stjórn RIFF telur að án styrkveitingarinnar sé miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum kastað á glæ. Framtíð hátíðarinnar er í óvissu.BÍL of tengt Bíó Paradís? Önnur hátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, fær átta milljónir króna í styrk en RIFF fékk höfnun. Heimili kvikmyndanna sem rekur Bíó Paradís stendur að því að endurvekja hátíðina en Kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefur ekki farið fram frá árinu 2001. Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. „Ég vil fá að spyrja þeirrar spurningar hvort faghópur BÍL (Bandalags íslenskra listamanna) sé of tengt Bíó Paradís til að koma ein að þessari ákvörðun eins og var gert núna,“ segir Áslaug María. „Ég þekki ekki nein dæmi þess efnis að nokkur nýr viðburður hafi fengið svona stóran styrk. Þegar RIFF var að byrja þá fékk hátíðin 1,2 milljónir í styrk og vaxið ár frá ári. Mér finnst eðlilegt að hátíðir sanni sig áður en við ákveðum að fara alla leið.“Enginn áskrifandi að styrkjumEinar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálanefndar Reykjavíkurborgar, hafnar því að Besti flokkurinn sé að hygla sínu fólki. Umsókn þeirra sem standi að baki Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík hafi einfaldlega verið betri. „Það er enginn áskrifandi að styrkjum hjá Reykjavíkurborg og það er ekkert sem segir að þú eigir að fá styrk. Þetta snýst um tvær umsóknir. Önnur fékk hljómgrunn, hin ekki.“ Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Framtíð Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík - RIFF, er í lausu lofti eftir að menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur ákvað að hætta styrkveitingu til hátíðarinnar. Ný kvikmyndahátíð fær þess í stað átta milljón króna styrk. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins kallar eftir að ákvörðunin verði endurskoðuð. Í Fréttablaðinu í gær var birt grein skrifuð meðal annars af Baltasar Kormáki leikstjóra og öðrum stjórnarmönnum kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival. Þar er ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur mótmælt. Stjórn RIFF telur að án styrkveitingarinnar sé miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum kastað á glæ. Framtíð hátíðarinnar er í óvissu.BÍL of tengt Bíó Paradís? Önnur hátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, fær átta milljónir króna í styrk en RIFF fékk höfnun. Heimili kvikmyndanna sem rekur Bíó Paradís stendur að því að endurvekja hátíðina en Kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefur ekki farið fram frá árinu 2001. Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. „Ég vil fá að spyrja þeirrar spurningar hvort faghópur BÍL (Bandalags íslenskra listamanna) sé of tengt Bíó Paradís til að koma ein að þessari ákvörðun eins og var gert núna,“ segir Áslaug María. „Ég þekki ekki nein dæmi þess efnis að nokkur nýr viðburður hafi fengið svona stóran styrk. Þegar RIFF var að byrja þá fékk hátíðin 1,2 milljónir í styrk og vaxið ár frá ári. Mér finnst eðlilegt að hátíðir sanni sig áður en við ákveðum að fara alla leið.“Enginn áskrifandi að styrkjumEinar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálanefndar Reykjavíkurborgar, hafnar því að Besti flokkurinn sé að hygla sínu fólki. Umsókn þeirra sem standi að baki Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík hafi einfaldlega verið betri. „Það er enginn áskrifandi að styrkjum hjá Reykjavíkurborg og það er ekkert sem segir að þú eigir að fá styrk. Þetta snýst um tvær umsóknir. Önnur fékk hljómgrunn, hin ekki.“
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira