Óeðlilega hár styrkur til Kvikmyndahátíðar í Reykjavík? Jón Júlíus Karlsson skrifar 14. janúar 2014 20:22 Framtíð Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík - RIFF, er í lausu lofti eftir að menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur ákvað að hætta styrkveitingu til hátíðarinnar. Ný kvikmyndahátíð fær þess í stað átta milljón króna styrk. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins kallar eftir að ákvörðunin verði endurskoðuð. Í Fréttablaðinu í gær var birt grein skrifuð meðal annars af Baltasar Kormáki leikstjóra og öðrum stjórnarmönnum kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival. Þar er ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur mótmælt. Stjórn RIFF telur að án styrkveitingarinnar sé miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum kastað á glæ. Framtíð hátíðarinnar er í óvissu.BÍL of tengt Bíó Paradís? Önnur hátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, fær átta milljónir króna í styrk en RIFF fékk höfnun. Heimili kvikmyndanna sem rekur Bíó Paradís stendur að því að endurvekja hátíðina en Kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefur ekki farið fram frá árinu 2001. Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. „Ég vil fá að spyrja þeirrar spurningar hvort faghópur BÍL (Bandalags íslenskra listamanna) sé of tengt Bíó Paradís til að koma ein að þessari ákvörðun eins og var gert núna,“ segir Áslaug María. „Ég þekki ekki nein dæmi þess efnis að nokkur nýr viðburður hafi fengið svona stóran styrk. Þegar RIFF var að byrja þá fékk hátíðin 1,2 milljónir í styrk og vaxið ár frá ári. Mér finnst eðlilegt að hátíðir sanni sig áður en við ákveðum að fara alla leið.“Enginn áskrifandi að styrkjumEinar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálanefndar Reykjavíkurborgar, hafnar því að Besti flokkurinn sé að hygla sínu fólki. Umsókn þeirra sem standi að baki Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík hafi einfaldlega verið betri. „Það er enginn áskrifandi að styrkjum hjá Reykjavíkurborg og það er ekkert sem segir að þú eigir að fá styrk. Þetta snýst um tvær umsóknir. Önnur fékk hljómgrunn, hin ekki.“ Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Framtíð Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík - RIFF, er í lausu lofti eftir að menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur ákvað að hætta styrkveitingu til hátíðarinnar. Ný kvikmyndahátíð fær þess í stað átta milljón króna styrk. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins kallar eftir að ákvörðunin verði endurskoðuð. Í Fréttablaðinu í gær var birt grein skrifuð meðal annars af Baltasar Kormáki leikstjóra og öðrum stjórnarmönnum kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival. Þar er ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur mótmælt. Stjórn RIFF telur að án styrkveitingarinnar sé miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum kastað á glæ. Framtíð hátíðarinnar er í óvissu.BÍL of tengt Bíó Paradís? Önnur hátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, fær átta milljónir króna í styrk en RIFF fékk höfnun. Heimili kvikmyndanna sem rekur Bíó Paradís stendur að því að endurvekja hátíðina en Kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefur ekki farið fram frá árinu 2001. Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. „Ég vil fá að spyrja þeirrar spurningar hvort faghópur BÍL (Bandalags íslenskra listamanna) sé of tengt Bíó Paradís til að koma ein að þessari ákvörðun eins og var gert núna,“ segir Áslaug María. „Ég þekki ekki nein dæmi þess efnis að nokkur nýr viðburður hafi fengið svona stóran styrk. Þegar RIFF var að byrja þá fékk hátíðin 1,2 milljónir í styrk og vaxið ár frá ári. Mér finnst eðlilegt að hátíðir sanni sig áður en við ákveðum að fara alla leið.“Enginn áskrifandi að styrkjumEinar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálanefndar Reykjavíkurborgar, hafnar því að Besti flokkurinn sé að hygla sínu fólki. Umsókn þeirra sem standi að baki Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík hafi einfaldlega verið betri. „Það er enginn áskrifandi að styrkjum hjá Reykjavíkurborg og það er ekkert sem segir að þú eigir að fá styrk. Þetta snýst um tvær umsóknir. Önnur fékk hljómgrunn, hin ekki.“
Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira