Bílalaus Hamborg árið 2034 Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2014 10:15 Hamborg Autoblog Í þröngum miðbæjum margra gamalgróinna borga Evrópu er ekkert vit í mikilli bílaumferð og í raun ekkert pláss fyrir þá. Þessar borgir þróuðust löngu fyrir tilkomu bílsins og hann því hálfgert vandræðabarn á götum þeirra. Ein þessara borga er næst stærsta borg Þýskalands, Hamborg. Borgaryfirvöld þar stefna nú að því að gera miðbæinn bíllausan árið 2034 og vinna nú eftir áætlun sem þeir kalla „Green Network“. Það svæði sem um ræðir að gera bíllaust er um 40% af flatarmáli borgarinnar. Íbúar og gestir borgarinnar munu því árið 2034 geta notið miðbæjarins á tveimur jafnfljótum eða á hjóli alveg lausir við bílaumferð og mengun sem af henni hlýst. Íbúar Hamborg eru 1,8 milljónir og er hún óvenju þéttbyggð. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Í þröngum miðbæjum margra gamalgróinna borga Evrópu er ekkert vit í mikilli bílaumferð og í raun ekkert pláss fyrir þá. Þessar borgir þróuðust löngu fyrir tilkomu bílsins og hann því hálfgert vandræðabarn á götum þeirra. Ein þessara borga er næst stærsta borg Þýskalands, Hamborg. Borgaryfirvöld þar stefna nú að því að gera miðbæinn bíllausan árið 2034 og vinna nú eftir áætlun sem þeir kalla „Green Network“. Það svæði sem um ræðir að gera bíllaust er um 40% af flatarmáli borgarinnar. Íbúar og gestir borgarinnar munu því árið 2034 geta notið miðbæjarins á tveimur jafnfljótum eða á hjóli alveg lausir við bílaumferð og mengun sem af henni hlýst. Íbúar Hamborg eru 1,8 milljónir og er hún óvenju þéttbyggð.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent