Bílalaus Hamborg árið 2034 Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2014 10:15 Hamborg Autoblog Í þröngum miðbæjum margra gamalgróinna borga Evrópu er ekkert vit í mikilli bílaumferð og í raun ekkert pláss fyrir þá. Þessar borgir þróuðust löngu fyrir tilkomu bílsins og hann því hálfgert vandræðabarn á götum þeirra. Ein þessara borga er næst stærsta borg Þýskalands, Hamborg. Borgaryfirvöld þar stefna nú að því að gera miðbæinn bíllausan árið 2034 og vinna nú eftir áætlun sem þeir kalla „Green Network“. Það svæði sem um ræðir að gera bíllaust er um 40% af flatarmáli borgarinnar. Íbúar og gestir borgarinnar munu því árið 2034 geta notið miðbæjarins á tveimur jafnfljótum eða á hjóli alveg lausir við bílaumferð og mengun sem af henni hlýst. Íbúar Hamborg eru 1,8 milljónir og er hún óvenju þéttbyggð. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent
Í þröngum miðbæjum margra gamalgróinna borga Evrópu er ekkert vit í mikilli bílaumferð og í raun ekkert pláss fyrir þá. Þessar borgir þróuðust löngu fyrir tilkomu bílsins og hann því hálfgert vandræðabarn á götum þeirra. Ein þessara borga er næst stærsta borg Þýskalands, Hamborg. Borgaryfirvöld þar stefna nú að því að gera miðbæinn bíllausan árið 2034 og vinna nú eftir áætlun sem þeir kalla „Green Network“. Það svæði sem um ræðir að gera bíllaust er um 40% af flatarmáli borgarinnar. Íbúar og gestir borgarinnar munu því árið 2034 geta notið miðbæjarins á tveimur jafnfljótum eða á hjóli alveg lausir við bílaumferð og mengun sem af henni hlýst. Íbúar Hamborg eru 1,8 milljónir og er hún óvenju þéttbyggð.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent