Bílalaus Hamborg árið 2034 Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2014 10:15 Hamborg Autoblog Í þröngum miðbæjum margra gamalgróinna borga Evrópu er ekkert vit í mikilli bílaumferð og í raun ekkert pláss fyrir þá. Þessar borgir þróuðust löngu fyrir tilkomu bílsins og hann því hálfgert vandræðabarn á götum þeirra. Ein þessara borga er næst stærsta borg Þýskalands, Hamborg. Borgaryfirvöld þar stefna nú að því að gera miðbæinn bíllausan árið 2034 og vinna nú eftir áætlun sem þeir kalla „Green Network“. Það svæði sem um ræðir að gera bíllaust er um 40% af flatarmáli borgarinnar. Íbúar og gestir borgarinnar munu því árið 2034 geta notið miðbæjarins á tveimur jafnfljótum eða á hjóli alveg lausir við bílaumferð og mengun sem af henni hlýst. Íbúar Hamborg eru 1,8 milljónir og er hún óvenju þéttbyggð. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent
Í þröngum miðbæjum margra gamalgróinna borga Evrópu er ekkert vit í mikilli bílaumferð og í raun ekkert pláss fyrir þá. Þessar borgir þróuðust löngu fyrir tilkomu bílsins og hann því hálfgert vandræðabarn á götum þeirra. Ein þessara borga er næst stærsta borg Þýskalands, Hamborg. Borgaryfirvöld þar stefna nú að því að gera miðbæinn bíllausan árið 2034 og vinna nú eftir áætlun sem þeir kalla „Green Network“. Það svæði sem um ræðir að gera bíllaust er um 40% af flatarmáli borgarinnar. Íbúar og gestir borgarinnar munu því árið 2034 geta notið miðbæjarins á tveimur jafnfljótum eða á hjóli alveg lausir við bílaumferð og mengun sem af henni hlýst. Íbúar Hamborg eru 1,8 milljónir og er hún óvenju þéttbyggð.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent