Segir ritstjóra DV hafa hótað sér Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. janúar 2014 14:54 Þórey segist hafa átt nokkur símtöl við Reyni þar sem hún hafi "reynt að leiðrétta rangan fréttaflutning af málinu“. vísir: auðunn/Valli Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, hafa hótað sér vegna ummæla hennar í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Í þættinum sagði Þórey að fréttaflutningur af málum hælisleitandans Tony Omos, sem var snúið á sínum tíma til Sviss, væri beinlínis hugsaður til að koma höggi á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. DV hefur fjallað um málið en það snýst meðal annars um leka, minnisblað úr ráðuneytinu sem Fréttablaðið og Morgunblaðið byggðu á frétt sem greindi frá því að Omos væri til rannsóknar vegna ýmissa sakarefna. Á Facebook-síðu sinni segir Þórey:„Var að fá eitt ógeðfelldasta símtal sem ég hef nokkurn tíma fengið á mínum starfsferli frá Reyni Traustasyni ritstjóra DV sem hótaði mér því að ef ég bæði DV ekki afsökunar á ummælum mínum í morgunútvarpinu innan tveggja tíma - þá færi hann „í mig“,“ skrifar Þórey og bætir við: „Ég stend við það sem ég sagði í morgunútvarpinu og læt ekki hóta mér með þessum hætti.“ Í athugasemdakerfinu tjáir Reynir sig og spyr hvort Þórey vilji ekki upplýsa um „hin einkasamtölin“ þeirra á milli. „Og einnig einkasamtalið við ráðherrann.“ Þessu svarar Þórey og segist hafa átt nokkur símtöl við Reyni þar sem hún hafi „reynt að leiðrétta rangan fréttaflutning af málinu, án árangurs“.„Leiðinlegt að sitja undir þessu“ Hanna Birna hefur þvertekið fyrir að minnisblaðið hafi komið frá starfsmönnum ráðuneytisins en eins og Bergsteinn Sigurðsson, þáttastjórnandi Morgunútvarpsins, benti á er vandséð hvaðan annars staðar minnisblaðið getur hafa komið. Málið er nú hjá ríkissaksóknar til skoðunar. „Það er leiðinlegt að sitja undir þessu. Þetta eru að verða tveir mánuðir sem þetta mál hefur verið til umfjöllunar. Það er rétt, þetta er komið til ríkissaksóknara, þetta er í októberlok, þá vitna fjölmiðlar í minnisblað úr ráðuneytinu... rekstrarfélag stjórnarráðsins fer þá strax í að gera athugun á því hvort umrædd gögn hafi farið úr ráðuneytinu, gögn sem tengjast þessum hælisleitendum og komast að því að svo er ekki,“ sagði Þórey. Hún staðhæfir að búið sé að taka fyrir að gögn hafi farið frá starfsmönnum ráðuneytisins, rannsókn hafi farið fram á því sem náði yfir alla starfsmenn, „okkur aðstoðarmennina, alla.“ Þórey var spurð hvort hún hafi ekki lekið minnisblaðinu? „Nei auðvitað lak ég þessu ekki, að sjálfsögðu ekki. Starfsfólk ráðuneytisins er að höndla með þessi viðkvæmu mál hælisleitenda, fjalla um ýmis mál, einhver 5.000 þúsund mál sem við fjöllum um á hverju ári í ráðuneytinu og gríðarlegt gagnamagn sem fylgir hverju og einu máli. Starfsfólkið er í ráðuneytinu er sérstaklega vandað og sérstaklega formfast. Enda finnum við fyrir því að þetta beinist ekki gegn starfsfólkinu. Þetta er meira til að koma höggi á ráðherrann. Það er augljóst. Og þess vegna hefur verið fjallað mjög mikið um okkur aðstoðarmennina og hana í þessu sambandi. Athyglisvert að fylgjast með því hvernig DV hefur gengið fram í þessu máli: 50 fréttir af málinu!“ Þórey er þá spurð í þá veru að ekki sé öðrum til að dreifa, öll gögn til annarra tengdra aðila séu skráð og þar eru engin spor um minnisblaðið. „Nei, það er búið að fara í gegnum tölvusamskipti og búið að sýna fram á að þetta hafi ekki farið frá ráðuneytinu.“ Lekamálið Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, hafa hótað sér vegna ummæla hennar í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Í þættinum sagði Þórey að fréttaflutningur af málum hælisleitandans Tony Omos, sem var snúið á sínum tíma til Sviss, væri beinlínis hugsaður til að koma höggi á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. DV hefur fjallað um málið en það snýst meðal annars um leka, minnisblað úr ráðuneytinu sem Fréttablaðið og Morgunblaðið byggðu á frétt sem greindi frá því að Omos væri til rannsóknar vegna ýmissa sakarefna. Á Facebook-síðu sinni segir Þórey:„Var að fá eitt ógeðfelldasta símtal sem ég hef nokkurn tíma fengið á mínum starfsferli frá Reyni Traustasyni ritstjóra DV sem hótaði mér því að ef ég bæði DV ekki afsökunar á ummælum mínum í morgunútvarpinu innan tveggja tíma - þá færi hann „í mig“,“ skrifar Þórey og bætir við: „Ég stend við það sem ég sagði í morgunútvarpinu og læt ekki hóta mér með þessum hætti.“ Í athugasemdakerfinu tjáir Reynir sig og spyr hvort Þórey vilji ekki upplýsa um „hin einkasamtölin“ þeirra á milli. „Og einnig einkasamtalið við ráðherrann.“ Þessu svarar Þórey og segist hafa átt nokkur símtöl við Reyni þar sem hún hafi „reynt að leiðrétta rangan fréttaflutning af málinu, án árangurs“.„Leiðinlegt að sitja undir þessu“ Hanna Birna hefur þvertekið fyrir að minnisblaðið hafi komið frá starfsmönnum ráðuneytisins en eins og Bergsteinn Sigurðsson, þáttastjórnandi Morgunútvarpsins, benti á er vandséð hvaðan annars staðar minnisblaðið getur hafa komið. Málið er nú hjá ríkissaksóknar til skoðunar. „Það er leiðinlegt að sitja undir þessu. Þetta eru að verða tveir mánuðir sem þetta mál hefur verið til umfjöllunar. Það er rétt, þetta er komið til ríkissaksóknara, þetta er í októberlok, þá vitna fjölmiðlar í minnisblað úr ráðuneytinu... rekstrarfélag stjórnarráðsins fer þá strax í að gera athugun á því hvort umrædd gögn hafi farið úr ráðuneytinu, gögn sem tengjast þessum hælisleitendum og komast að því að svo er ekki,“ sagði Þórey. Hún staðhæfir að búið sé að taka fyrir að gögn hafi farið frá starfsmönnum ráðuneytisins, rannsókn hafi farið fram á því sem náði yfir alla starfsmenn, „okkur aðstoðarmennina, alla.“ Þórey var spurð hvort hún hafi ekki lekið minnisblaðinu? „Nei auðvitað lak ég þessu ekki, að sjálfsögðu ekki. Starfsfólk ráðuneytisins er að höndla með þessi viðkvæmu mál hælisleitenda, fjalla um ýmis mál, einhver 5.000 þúsund mál sem við fjöllum um á hverju ári í ráðuneytinu og gríðarlegt gagnamagn sem fylgir hverju og einu máli. Starfsfólkið er í ráðuneytinu er sérstaklega vandað og sérstaklega formfast. Enda finnum við fyrir því að þetta beinist ekki gegn starfsfólkinu. Þetta er meira til að koma höggi á ráðherrann. Það er augljóst. Og þess vegna hefur verið fjallað mjög mikið um okkur aðstoðarmennina og hana í þessu sambandi. Athyglisvert að fylgjast með því hvernig DV hefur gengið fram í þessu máli: 50 fréttir af málinu!“ Þórey er þá spurð í þá veru að ekki sé öðrum til að dreifa, öll gögn til annarra tengdra aðila séu skráð og þar eru engin spor um minnisblaðið. „Nei, það er búið að fara í gegnum tölvusamskipti og búið að sýna fram á að þetta hafi ekki farið frá ráðuneytinu.“
Lekamálið Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira