Sport

Nadal til alls líklegur | Wozniacki úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wozniacki í viðureign sinni í nótt.
Wozniacki í viðureign sinni í nótt. Vísir/Getty
Rafael Nadal sýndi með magnaðri frammistöðu gegn Frakkanum Gael Monfils í morgun að hann er líklegur til afreka á Opna ástralska meistarmótinu í tennis.

Nadal, sem er í efsta sæti heimslistans, steig vart feilspor í öruggum sigri á Monfils í morgun, 6-1, 6-2 og 6-3.

„Þetta var bara einn góður dagur hjá mér. Það er gott fyrir sjálfstraustið en ég er bara kominn í fjórðu umferð. Það er allt og sumt,“ sagði Nadal eftir sigurinn í morgun.

Nadal mætir Kei Nishikori í 16-manna úrslitunum en fátt kom á óvart í úrslitum næturinn í einliðaleik karla. Roger Federer og Andy Murray komust báðir áfram án teljandi vandræða.

Í kvennaflokki bar það helst til tíðinda að Caroline Wozniacki frá Danmörku er úr leik eftir að hafa tapað fyrir Garbina Muguruza frá Spáni, 4-6, 7-5 og 6-3.

Tapið þýðir að Wozniacki, sem var eitt sinn í efsta sæti heimslistans, dettur út úr hópi þeirra tíu efstu þegar nýr listi verður gefinn út eftir mótið.

Maria Sharpaova og Agnieszka Radwanska, sem eru báðar meðal efstu kvenna á heimslistanum, komust báðar áfram í 16-manna úrslitin í einliðaleik kvenna í nótt.

16-manna úrslitin í bæði einliðaleik karla og kvenna hefjast í nótt en sýnt er beint frá mótinu á Eurosport.

16-manna úrslit karla:

Nadal - Nishikori

Dimitrov - Bautista-Agut

Murray - Robert

Tsonga - Federer

Berdych - Anderson

Mayer - Ferrer

Wawrinka - Robredo

Fognini - Djokovic

16-manna úrslit kvenna:

S Williams - Ivanovic

Dellacqua - Bouchard

Li - Makarova

Kerber - Pennetta

Jankovic - Halep

Cibulkova - Sharapova

Radwanska - Muguruza

Stephens - Azarenka




Fleiri fréttir

Sjá meira


×