Handbolti

Landin frábær í sigri Dana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Landin var magnaður í marki Dana í kvöld.
Landin var magnaður í marki Dana í kvöld. Vísir/AFP
Danmörk virðist til alls líklegt eftir sannfærandi sigur á heimsmeisturum Spánverja á EM í handbolta.

Danir unnu fimm marka sigur, 31-28, eftir að hafa lett í hálfleik með tveimur mörkum, 16-14.

Það var fyrst og fremst öflugur varnarleikur og frammistaða Nicklas Landin í marki Dana sem skóp sigurinn í dag. Landin varði átján skot, þar af fjögur vítaköst, og sá til þess að Spánverjar náðu ekki að ógna forystu Dana í síðari hálfleik.

Mikkel Hansen skoraði sex mörk fyrir Danmörku og var markahæstur heimamanna.

Danmörk, sem er ríkjandi Evrópumeistari, fór nokkuð auðveldlega í gegnum riðlakeppnina og sendi með sigrinum í dag skýr skilaboð. Danir geta tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á Ungverjalandi á mánudaginn.

Danir eru með sex stig, tveimur meira en Spánn, í milliriðli 1. Ísland og Ungverjaland koma svo næst með þrjú stig en tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit.

Ísland mætir svo Dönum á miðvikudaginn en fyrr í dag unnu strákarnir okkar sigur á Austurríkismönnum, 33-27.


Tengdar fréttir

Danir hafa áhyggjur af Íslendingum

"Íslensk aðvörðun,“ segir í umfjöllun danska ríkisútvarpsins á vef um sigur Íslands á Austurríki á EM í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×