Sport

Þórdís Eva bætti Íslandsmetið um fimm sekúndur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórdís Eva (til vinstri) í keppni við Anítu Hinriksdóttur síðastliðið sumar.
Þórdís Eva (til vinstri) í keppni við Anítu Hinriksdóttur síðastliðið sumar. Mynd/Steinn Jóhannsson
FH-ingurinn Þórdís Eva Steinsdóttir kom fyrst í mark í 600 metra hlaupi stúlkna 15 ára og yngri á Reykjavíkurleikunum í dag.

Þórdís kom í mark á tímanum 1:33,34 mínútur og bætti met Esther Rósar Arnarsdóttur úr Breiðablik í flokki 14 ára og yngri um tæpar fimm sekúndur. Esther, sem er afar efnileg knattspyrnukona, setti met sitt árið 2011 er hún hljóp á tímanum 1:37,26 mínútum.

Hlín Heiðarsdóttir úr Fjölni hafnaði í 2. sæti á 1:44,50 mínútum og Oddvör Josephsen frá Færeyjum varð þriðja á 1:46,30 sekúndum.

Íslandsmet Anítu Hinriksdóttur í flokki 15 ára og yngri er 1:32,46 mínútur. Þórdís á því góðan möguleika á að bæta metið enda hefur hún tæp tvö ár til þess.

Þórdís varð einmitt Íslandsmeistari í fullorðinsflokki í 800 metra hlaupi síðastliðið sumar. Aníta Hinriksdóttir var þó ekki á meðal keppenda sökum mikils álags á erlendri grundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×