Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, boðaði 35 leikmenn á vinnudag A landsliðs kvenna í dag en hópurinn hittist í höfuðstöðvum KSÍ þar sem ýmislegt var á dagskránni.
Stelpurnar fóru meðal annars í persónuleikapróf hjá Erlendi Egilssyni sálfræðingi og fengu fyrirlestur um markmiðastjórnun frá Brynjari Karli Sigurðssyni.
Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson fóru einnig yfir komandi landsliðsár með stelpunum en íslenska landsliðið mun að minnsta kosti spila tólf landsleiki 2014, fjóra í Algarve-bikarnum og átta í undankeppni HM 2015.
Leikmennirnir sem voru boðaðir:
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Arna-Bjornar
Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes
Þórunn Helga Jónsdóttir, Avaldsnes
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðablik
Fjolla Shala, Breiðablik
Guðrún Arnardóttir, Breiðablik
Rakel Hönnudóttir, Breiðablik
Sigrún Ella Einarsdóttir, FH
Elísa Viðarsdóttir, ÍBV
Fanndís Friðriksdóttir, Kolbotn
Guðný Björk Óðinsdóttir, Kristianstad
Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstad
Sif Atladóttir, Kristianstad
Sara Björk Gunnarsdóttir, Ldb Malmö
Þóra Björg Helgadóttir, Ldb Malmö
Katrín Ómarsdóttir, Liverpool Ladies
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Potsdam
Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfoss
Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjarnan
Anna María Baldursdóttir, Stjarnan
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Stjarnan
Glódís Perla Viggósdóttir, Stjarnan
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan
Írunn Þorbjörg Aradóttir, Stjarnan
Rúna Sif Stefánsdóttir, Stjarnan
Sandra Sigurðardóttir, Stjarnan
Arna Sif Arngrímsdóttir, Þór
Katrín Ásbjörnsdóttir, Þór
Sandra María Jessen, Þór
Hallbera Guðný Gísladóttir, Torres
Dagný Brynjarsdóttir, Valur
Dóra María Lárusdóttir, Valur
Elín Metta Jensen, Valur
Hildur Antonsdóttir, Valur
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Valur
Landsliðsstelpurnar vörðu deginum í Laugardalnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
