Fyrrum landsliðsmaður Þýskalands kemur úr skápnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2014 11:45 Thomas Hitzlsperger. Nordic Photos / Getty Þýski knattspyrnumaðurinn Thomas Hitzlsperger greinir frá því í samtali við þýska fjölmliðla í dag að hann sé samkynhneigður. Hitzlsperger lagði skóna á hilluna fyrir fjórum mánuðum síðar en hann lék með Stuttgart, Wolfsburg, Aston Villa, Everton og Roma á ferlinum. Hann lék einnig 52 leiki með þýska landsliðinu frá 2004 til 2010. „Ég opinbera nú samkynhneigð mína því ég vil skapa umræðu um samkynhneigð hjá atvinnumönnum í íþróttum,“ sagði Hitzlsperger í samtali við þýska blaðið Zeit. „Ég gerði mér fyrst grein fyrir því á undanförnum árum að ég vildi frekar vera í sambandi með karlmanni,“ sagði hann en bætir við að hann hafi ekki fundið vettvang fyrir umræðu um þessi mál innan íþróttarinnar. „Það þykir ekki stórmál að vera hommi á Englandi, Ítalíu eða Þýskalandi - nema í búningsklefanum. Samkynhneigð er algjörlega hunsuð í fótboltanum.“ Hitzlsperger segir að fótboltinn hafi það orð á sér að vera íþrótt fyrir hörkutól og að klisjan sé sú að hommar séu ekki nógu harðir af sér fyrir slíkt umhverfi. Einnig segir hann að það hafi verið erfitt fyrir sig að hlusta á liðsfélaga sína tala illa um homma og gera grín að þeim. „En ég hef aldrei skammast mín fyrir það sem ég er,“ sagði Hitzlsperger. Hitzlsperger, sem er einungis 31 árs gamall, ákvað í haust að ljúka ferli sínum þrátt fyrir að hafa fengið tilboð frá félögum. Ástæðuna sagði hann álag vegna meiðsla og tíðra félagaskipta. Enski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira
Þýski knattspyrnumaðurinn Thomas Hitzlsperger greinir frá því í samtali við þýska fjölmliðla í dag að hann sé samkynhneigður. Hitzlsperger lagði skóna á hilluna fyrir fjórum mánuðum síðar en hann lék með Stuttgart, Wolfsburg, Aston Villa, Everton og Roma á ferlinum. Hann lék einnig 52 leiki með þýska landsliðinu frá 2004 til 2010. „Ég opinbera nú samkynhneigð mína því ég vil skapa umræðu um samkynhneigð hjá atvinnumönnum í íþróttum,“ sagði Hitzlsperger í samtali við þýska blaðið Zeit. „Ég gerði mér fyrst grein fyrir því á undanförnum árum að ég vildi frekar vera í sambandi með karlmanni,“ sagði hann en bætir við að hann hafi ekki fundið vettvang fyrir umræðu um þessi mál innan íþróttarinnar. „Það þykir ekki stórmál að vera hommi á Englandi, Ítalíu eða Þýskalandi - nema í búningsklefanum. Samkynhneigð er algjörlega hunsuð í fótboltanum.“ Hitzlsperger segir að fótboltinn hafi það orð á sér að vera íþrótt fyrir hörkutól og að klisjan sé sú að hommar séu ekki nógu harðir af sér fyrir slíkt umhverfi. Einnig segir hann að það hafi verið erfitt fyrir sig að hlusta á liðsfélaga sína tala illa um homma og gera grín að þeim. „En ég hef aldrei skammast mín fyrir það sem ég er,“ sagði Hitzlsperger. Hitzlsperger, sem er einungis 31 árs gamall, ákvað í haust að ljúka ferli sínum þrátt fyrir að hafa fengið tilboð frá félögum. Ástæðuna sagði hann álag vegna meiðsla og tíðra félagaskipta.
Enski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira