Mikil kaupmáttarskerðing öryrkja í kreppunni Björgvin Guðmundsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Öryrkjar hafa orðið fyrir mikilli kaupmáttarskerðingu á krepputímanum samkvæmt athugun sem Talnakönnun gerði fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Samkvæmt könnuninni hækkaði launavísitalan um 23,5% á tímabilinu 2009-2013 og neysluverð hækkaði um 20,5% á sama tímabili en meðaltekjur öryrkja (allar tekjur, fjármagnstekjur meðtaldar) hækkuðu aðeins um 4,1% á sama tímabili( tekjur eftir skatta). Verðbólga var á tímabilinu 20,5%. Kaupmáttarskerðing er því mjög mikil. Talnakönnun athugaði einnig breytingu bóta, verðlags og launa á tímabilinu 2008-2013. Þá kom eftirfarandi í ljós: Lágmarkslaun hækkuðu á þessu tímabili um 54,3% en lífeyrir einhleypra öryrkja hækkaði á sama tímabili aðeins um 29%. Lífeyrir sambúðarfólks hækkaði um 29,7%.Kjaraskerðing aldraðra Þessar tölur eru mjög í samræmi við þá útreikninga, sem kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hefur gert. Við höfum að vísu einungis reiknað út breytingar á lágmarkslaunum og breytingu tryggingabóta aldraðra á tímabilinu 2009-2013. En samkvæmt okkar útreikningum hafa lágmarkslaun hækkað um 40% á þessu tímabili en lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá TR, hefur hækkað um 17% á sama tímabili. Kjaragliðnunin er því mjög mikil hvort sem miðað er við tímabilið 2008-2013 eða tímabilið 2009-2013. Laun hafa hækkað mikið meira en bætur aldraðra og öryrkja á þessum tímabilum. Báðir stjórnarflokkarnir lýstu því yfir fyrir þingkosningar sl. vor, að leiðrétta ætti þessa kjaragliðnun og það ætti að leiðrétta hana strax.Vildu leiðrétta nú þegar Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Hér er engin tæpitunga töluð. Það á að leiðrétta kjaragliðnunina strax. Nú eru hæg heimatökin hjá Sjálfstæðisflokknum í þessu efni, þar eð flokkurinn er með fjármálaráðherrann, Bjarna Benediktsson, sem jafnframt er formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann getur haft forgöngu um það, að staðið verði við samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins og kjaragliðnunin leiðrétt strax á haustþinginu. Á flokksþingi Framsóknarflokksins var eftirfarandi samþykkt fyrir kosningar: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.Fyrstu skref máttleysisleg Því miður voru fyrstu skref ríkisstjórnarinnar í því efni að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja ansi máttleysisleg. Ríkisstjórnin ákvað að leiðrétta aðeins lítillega kjör þeirra lífeyrisþega, sem best voru settir en skildi hina eftir, sem höfðu verst kjörin. Þeir lífeyrisþegar, sem misstu grunnlífeyrinn 2009, fengu hann aftur. Og þeir sem sættu skerðingu á frítekjumarki 2009 vegna atvinnutekna (lækkun úr 110 þús. á mán. í 40 þús) fengu leiðréttingu á frítekjumarkinu. Þessir hópar voru sæmilega vel settir. Þeir, sem misstu grunnlífeyrinn og fengu hann aftur á sumarþinginu, eru með nokkuð góðar lífeyrissjóðstekjur. Og þeir, sem eru á vinnumarkaðnum, fá aukatekjur af atvinnutekjum og eru því betur settir en þeir, sem geta ekki unnið. Kjaranefnd Félags eldri borgara styður það samt, að þessir hópar fái leiðréttingu á sínum kjörum en kjaranefndin vildi að þeir sem eru illa staddir fengju leiðréttingu á sínum kjörum um leið. Þar er um að ræða 28.000 lífeyrisþega, sem sættu kjaraskerðingu 2009 vegna þess að tekjutryggingin var skert; skerðingarhlutfall hækkað úr 38,35% í 45%. Þessi hópur átti að fá leiðréttingu á sumarþinginu um leið og hinir. En það var ekki gert. Væntanlega fær þessi hópur leiðréttingu strax á haustþingi. Það má ekki dragast lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Öryrkjar hafa orðið fyrir mikilli kaupmáttarskerðingu á krepputímanum samkvæmt athugun sem Talnakönnun gerði fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Samkvæmt könnuninni hækkaði launavísitalan um 23,5% á tímabilinu 2009-2013 og neysluverð hækkaði um 20,5% á sama tímabili en meðaltekjur öryrkja (allar tekjur, fjármagnstekjur meðtaldar) hækkuðu aðeins um 4,1% á sama tímabili( tekjur eftir skatta). Verðbólga var á tímabilinu 20,5%. Kaupmáttarskerðing er því mjög mikil. Talnakönnun athugaði einnig breytingu bóta, verðlags og launa á tímabilinu 2008-2013. Þá kom eftirfarandi í ljós: Lágmarkslaun hækkuðu á þessu tímabili um 54,3% en lífeyrir einhleypra öryrkja hækkaði á sama tímabili aðeins um 29%. Lífeyrir sambúðarfólks hækkaði um 29,7%.Kjaraskerðing aldraðra Þessar tölur eru mjög í samræmi við þá útreikninga, sem kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hefur gert. Við höfum að vísu einungis reiknað út breytingar á lágmarkslaunum og breytingu tryggingabóta aldraðra á tímabilinu 2009-2013. En samkvæmt okkar útreikningum hafa lágmarkslaun hækkað um 40% á þessu tímabili en lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá TR, hefur hækkað um 17% á sama tímabili. Kjaragliðnunin er því mjög mikil hvort sem miðað er við tímabilið 2008-2013 eða tímabilið 2009-2013. Laun hafa hækkað mikið meira en bætur aldraðra og öryrkja á þessum tímabilum. Báðir stjórnarflokkarnir lýstu því yfir fyrir þingkosningar sl. vor, að leiðrétta ætti þessa kjaragliðnun og það ætti að leiðrétta hana strax.Vildu leiðrétta nú þegar Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Hér er engin tæpitunga töluð. Það á að leiðrétta kjaragliðnunina strax. Nú eru hæg heimatökin hjá Sjálfstæðisflokknum í þessu efni, þar eð flokkurinn er með fjármálaráðherrann, Bjarna Benediktsson, sem jafnframt er formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann getur haft forgöngu um það, að staðið verði við samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins og kjaragliðnunin leiðrétt strax á haustþinginu. Á flokksþingi Framsóknarflokksins var eftirfarandi samþykkt fyrir kosningar: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.Fyrstu skref máttleysisleg Því miður voru fyrstu skref ríkisstjórnarinnar í því efni að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja ansi máttleysisleg. Ríkisstjórnin ákvað að leiðrétta aðeins lítillega kjör þeirra lífeyrisþega, sem best voru settir en skildi hina eftir, sem höfðu verst kjörin. Þeir lífeyrisþegar, sem misstu grunnlífeyrinn 2009, fengu hann aftur. Og þeir sem sættu skerðingu á frítekjumarki 2009 vegna atvinnutekna (lækkun úr 110 þús. á mán. í 40 þús) fengu leiðréttingu á frítekjumarkinu. Þessir hópar voru sæmilega vel settir. Þeir, sem misstu grunnlífeyrinn og fengu hann aftur á sumarþinginu, eru með nokkuð góðar lífeyrissjóðstekjur. Og þeir, sem eru á vinnumarkaðnum, fá aukatekjur af atvinnutekjum og eru því betur settir en þeir, sem geta ekki unnið. Kjaranefnd Félags eldri borgara styður það samt, að þessir hópar fái leiðréttingu á sínum kjörum en kjaranefndin vildi að þeir sem eru illa staddir fengju leiðréttingu á sínum kjörum um leið. Þar er um að ræða 28.000 lífeyrisþega, sem sættu kjaraskerðingu 2009 vegna þess að tekjutryggingin var skert; skerðingarhlutfall hækkað úr 38,35% í 45%. Þessi hópur átti að fá leiðréttingu á sumarþinginu um leið og hinir. En það var ekki gert. Væntanlega fær þessi hópur leiðréttingu strax á haustþingi. Það má ekki dragast lengur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun