Íslensk verslun biður um „bailout“ Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson skrifar 18. desember 2013 07:00 Í sjónvarpsfréttum RÚV mánudagskvöldið 16. desember bar framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sig aumlega vegna dræmrar jólasölu á fatnaði. Taldi hann þrjár ástæður fyrir samdrætti í fatasölu: Verslunarferðir Íslendinga til útlanda, ofurtolla og aukna netverslun við útlönd. Þegar íslenskir neytendur hlusta á slík harmakvein er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:Tollar og vörugjöld á fatnaði hafa nánast ekkert breyst undanfarin ár og eru á milli 10-15% á innfluttum fatnaði frá ríkjum sem eru utan EES og eru ekki með fríverslunarsamning við Ísland. Virðisaukaskattur hefur hækkað um eitt prósentustig frá 2008 – það er 1 krónu hækkun á hverjar 100 krónur. Þegar vörur eru pantaðar af netinu þarf að borga sendingarkostnað, tolla og íslenskan virðisaukaskatt eins og dæmið hér fyrir neðan sýnir. 10.000 króna vara pöntuð frá Kína1.000 króna sendingarkostnaður15% tollur: 2.650 krónur25,5% virðisaukaskattur: 3.226 krónur Verð komið heim: 15.876 krónur Að kenna verslunarferðum til útlanda um minni jólasölu er frekar langsótt. Íslendingar hafa alltaf verið öflugir í verslunarferðum og ekki kvörtuðu kaupmenn fyrir hrun, þegar dollarinn var á 60 krónur. Vissulega eru vörugjöld og virðisaukaskattur há á Íslandi, en öll verslun býr við sama veruleika, sama hvort varan er keypt í Lindum eða á Amazon.com eins og ofangreint dæmi sýnir og því myndi lækkun á vörugjöldum og tollum ekkert nýtast íslenskum kaupmönnum umfram erlenda netkaupmenn. Það liggur fyrir að íslensk verslun er óhagkvæm, hún kaupir inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið og hefur offjárfest gríðarlega í verslunarhúsnæði. Íslensk verslun notar til dæmis tæplega þrisvar sinnum meira verslunarhúsnæði en breskir kollegar. Og fjármagnið til að borga eitt hæsta leiguverð í Evrópu kemur beint úr vasa neytenda. Íslensk verslun er mjög ósveigjanleg og hefur fá svör til að mæta nýrri samkeppni sem birtist á netinu. En í stað þess að skoða sjálfa sig og leita nýrra leiða til að lækka verð og mæta þessari samkeppni er farið í fjölmiðla og ríkið grátbeðið um að skera verslanir úr snörunni og „auka samkeppnishæfni þeirra“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum RÚV mánudagskvöldið 16. desember bar framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sig aumlega vegna dræmrar jólasölu á fatnaði. Taldi hann þrjár ástæður fyrir samdrætti í fatasölu: Verslunarferðir Íslendinga til útlanda, ofurtolla og aukna netverslun við útlönd. Þegar íslenskir neytendur hlusta á slík harmakvein er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:Tollar og vörugjöld á fatnaði hafa nánast ekkert breyst undanfarin ár og eru á milli 10-15% á innfluttum fatnaði frá ríkjum sem eru utan EES og eru ekki með fríverslunarsamning við Ísland. Virðisaukaskattur hefur hækkað um eitt prósentustig frá 2008 – það er 1 krónu hækkun á hverjar 100 krónur. Þegar vörur eru pantaðar af netinu þarf að borga sendingarkostnað, tolla og íslenskan virðisaukaskatt eins og dæmið hér fyrir neðan sýnir. 10.000 króna vara pöntuð frá Kína1.000 króna sendingarkostnaður15% tollur: 2.650 krónur25,5% virðisaukaskattur: 3.226 krónur Verð komið heim: 15.876 krónur Að kenna verslunarferðum til útlanda um minni jólasölu er frekar langsótt. Íslendingar hafa alltaf verið öflugir í verslunarferðum og ekki kvörtuðu kaupmenn fyrir hrun, þegar dollarinn var á 60 krónur. Vissulega eru vörugjöld og virðisaukaskattur há á Íslandi, en öll verslun býr við sama veruleika, sama hvort varan er keypt í Lindum eða á Amazon.com eins og ofangreint dæmi sýnir og því myndi lækkun á vörugjöldum og tollum ekkert nýtast íslenskum kaupmönnum umfram erlenda netkaupmenn. Það liggur fyrir að íslensk verslun er óhagkvæm, hún kaupir inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið og hefur offjárfest gríðarlega í verslunarhúsnæði. Íslensk verslun notar til dæmis tæplega þrisvar sinnum meira verslunarhúsnæði en breskir kollegar. Og fjármagnið til að borga eitt hæsta leiguverð í Evrópu kemur beint úr vasa neytenda. Íslensk verslun er mjög ósveigjanleg og hefur fá svör til að mæta nýrri samkeppni sem birtist á netinu. En í stað þess að skoða sjálfa sig og leita nýrra leiða til að lækka verð og mæta þessari samkeppni er farið í fjölmiðla og ríkið grátbeðið um að skera verslanir úr snörunni og „auka samkeppnishæfni þeirra“.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun