Fjölmiðlar verða að endurspegla samfélagið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. desember 2013 07:00 Þann 5. nóvember sl. hófst formlega fjögurra ára verkefni Félags kvenna í atvinnulífinu sem snýst um að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst á því að Creditinfo tók saman tölur fyrir FKA þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvakamiðlum frá 1. febrúar 2009- 30. ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Konur eru einn þriðji af viðmælendum ljósvakamiðlanna. Það sem verra er að sýnileiki kvenna hefir ekki breyst mikið frá 2005 samkvæmt sambærilegri könnun sem þá var gerð en þá mældust konur 24% viðmælenda. Þetta eru 8 ár og þróunin er sama og engin. Það er greinilegt að kominn er tími til að taka saman höndum og leggja áherslu á að fjölmiðlar endurspegli samfélagið. En hverjir eru það sem verða að taka verkefnið til sín? Það eru: 1. Stjórnendur fjölmiðla. Konur hafa ekki í jöfnu hlutfalli við karlmenn komist í stjórnunarstörf í fjölmiðlum eða haldist í þeim. Hvað veldur getur verið margt og það þarf að skoða, greina og taka þarf á því. Það er alþekkt að ósýnilegar hindranir standa í veginum. Þessu verða stjórnendur fjölmiðla að breyta því mikið er í húfi fyrir samfélagið. Til eru mýmörg dæmi um að fyrirtæki hafa breytt fyrirtækjamenningu með fjölbreytileika og jöfn tækifæri kynjanna að leiðarljósi. Gott dæmi um það er ráðgjafarfyrirtækið Deloitte sem kynnt var í Frjálsri verslun 5. tbl. 2012. Áhersla á að fjölga konum og að halda þeim lengur varð til þess að allsherjarbreytingar voru innleiddar sem skiluðu sér í mælanlegum mun á alþjóðavísu. 2. Fjölmiðlafólk þarf að eiga verkefnið líka. Í erli dagsins þar sem allt á að gerast á svipstundu getur verið erfitt að brjótast úr viðjum vanans og hafa samband við nýja viðmælendur. FKA hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð frá fjölmiðlafólki sem vill breyta verklaginu. Til að koma til móts við þörfina á kvenkyns viðmælendum hefur FKA nú búið til kerfi inni á www.FKA.is þar sem eru 300 konur sem nú þegar segja já við fjölmiðla. Tengslanet er lykilorðið í þessu samhengi og þar munu FKA og fjölmiðlar vinna saman. 3. Konur munu einnig taka verkefnið til sín. Orðræðan hefur lengi verið sú að erfitt hafi verið að fá konur til viðtals eða til þess að tjá sig um málefni. FKA hefur unnið að því að breyta þessu undanfarin ár, en betur má ef duga skal. FKA mun standa fyrir fundum, námskeiðum og öðrum viðburðum sem vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að verða sýnilegar og koma sér á framfæri. Áhrif fjölmiðla eru mikil á allt samfélagið og ábyrgð þeirra einnig. FKA mun vinna að því í samstarfi við fjölmiðla að á næstu 4 árum breytist sú ásýnd sem birtist okkur í dag í tölum Creditinfo. Meðal þess sem FKA mun gera er að fylgja eftir árlegum mælingum og fleira. Áhugi og vilji til verka er samt lykilþáttur í að koma samfélagslegum breytingum af stað. Við FKA-konur erum klárar í slaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 5. nóvember sl. hófst formlega fjögurra ára verkefni Félags kvenna í atvinnulífinu sem snýst um að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst á því að Creditinfo tók saman tölur fyrir FKA þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvakamiðlum frá 1. febrúar 2009- 30. ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Konur eru einn þriðji af viðmælendum ljósvakamiðlanna. Það sem verra er að sýnileiki kvenna hefir ekki breyst mikið frá 2005 samkvæmt sambærilegri könnun sem þá var gerð en þá mældust konur 24% viðmælenda. Þetta eru 8 ár og þróunin er sama og engin. Það er greinilegt að kominn er tími til að taka saman höndum og leggja áherslu á að fjölmiðlar endurspegli samfélagið. En hverjir eru það sem verða að taka verkefnið til sín? Það eru: 1. Stjórnendur fjölmiðla. Konur hafa ekki í jöfnu hlutfalli við karlmenn komist í stjórnunarstörf í fjölmiðlum eða haldist í þeim. Hvað veldur getur verið margt og það þarf að skoða, greina og taka þarf á því. Það er alþekkt að ósýnilegar hindranir standa í veginum. Þessu verða stjórnendur fjölmiðla að breyta því mikið er í húfi fyrir samfélagið. Til eru mýmörg dæmi um að fyrirtæki hafa breytt fyrirtækjamenningu með fjölbreytileika og jöfn tækifæri kynjanna að leiðarljósi. Gott dæmi um það er ráðgjafarfyrirtækið Deloitte sem kynnt var í Frjálsri verslun 5. tbl. 2012. Áhersla á að fjölga konum og að halda þeim lengur varð til þess að allsherjarbreytingar voru innleiddar sem skiluðu sér í mælanlegum mun á alþjóðavísu. 2. Fjölmiðlafólk þarf að eiga verkefnið líka. Í erli dagsins þar sem allt á að gerast á svipstundu getur verið erfitt að brjótast úr viðjum vanans og hafa samband við nýja viðmælendur. FKA hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð frá fjölmiðlafólki sem vill breyta verklaginu. Til að koma til móts við þörfina á kvenkyns viðmælendum hefur FKA nú búið til kerfi inni á www.FKA.is þar sem eru 300 konur sem nú þegar segja já við fjölmiðla. Tengslanet er lykilorðið í þessu samhengi og þar munu FKA og fjölmiðlar vinna saman. 3. Konur munu einnig taka verkefnið til sín. Orðræðan hefur lengi verið sú að erfitt hafi verið að fá konur til viðtals eða til þess að tjá sig um málefni. FKA hefur unnið að því að breyta þessu undanfarin ár, en betur má ef duga skal. FKA mun standa fyrir fundum, námskeiðum og öðrum viðburðum sem vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að verða sýnilegar og koma sér á framfæri. Áhrif fjölmiðla eru mikil á allt samfélagið og ábyrgð þeirra einnig. FKA mun vinna að því í samstarfi við fjölmiðla að á næstu 4 árum breytist sú ásýnd sem birtist okkur í dag í tölum Creditinfo. Meðal þess sem FKA mun gera er að fylgja eftir árlegum mælingum og fleira. Áhugi og vilji til verka er samt lykilþáttur í að koma samfélagslegum breytingum af stað. Við FKA-konur erum klárar í slaginn.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun