Dagný: Ég tek örugglega ekki ákvörðun fyrr en í janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2013 08:00 Dagný Brynjarsdóttir ásamt Sólveigu Þórarinsdóttur og Svala Helgadóttur, sjúkraþjálfurum landsliðsins. Mynd/ÓskarÓ „Þetta verður tíunda ár þjálfarans með liðið og í fyrsta skipti sem útlendingur verður fyrirliði,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður og nemi við Florida State-háskólann. Dagný er á sínu þriðja ári við skólann en knattspyrnutímabilinu lauk í síðustu viku. Florida State fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem gullmark í framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit. Daginn eftir var tilkynnt að Sunnlendingurinn yrði fyrirliði liðsins á næsta tímabili. Liðið hafði komist í undanúrslit undanfarin ár en ekki tekist að komast yfir þá hindrun. Það tókst núna þrátt fyrir að byggja hafi þurft upp nýtt lið að vissu leyti því margir lykilmenn útskrifuðust. „Á næsta ári ættum við að vera með reynslumesta liðið af þeim sem ég hef verið í,“ segir Dagný sem þá verður á lokaári sínu. Aðeins tveir mikilvægir leikmenn útskrifist í vor og því verði minni breytingar en oft áður. Dagný er komin heim í jólafrí og var önnum kafin við að passa tvo unga frændur sína þegar blaðamaður heyrði í henni í gær. Hún er enn óviss um hvar hún spili næsta sumar en undanfarin ár hefur hún spilað með Val. „Ég er búin að segja þjálfaranum mínum að ég fari ekki til Japan,“ segir Dagný sem hvött var til þess að fara í akademíu til Asíu næsta sumar. Nú vilji hann að hún spili með Pali Blues í Los Angeles í sumardeildinni vestanhafs. Þá hafa lið á Íslandi sett sig í samband við Dagnýju. „Ég tek örugglega ekki ákvörðun fyrr en í janúar,“ segir Dagný. Hún vill fara yfir málin með þjálfara sínum hjá Florida State áður en ákvörðun verður tekin. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Grindavík snýr aftur heim: „Heimvöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira
„Þetta verður tíunda ár þjálfarans með liðið og í fyrsta skipti sem útlendingur verður fyrirliði,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður og nemi við Florida State-háskólann. Dagný er á sínu þriðja ári við skólann en knattspyrnutímabilinu lauk í síðustu viku. Florida State fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem gullmark í framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit. Daginn eftir var tilkynnt að Sunnlendingurinn yrði fyrirliði liðsins á næsta tímabili. Liðið hafði komist í undanúrslit undanfarin ár en ekki tekist að komast yfir þá hindrun. Það tókst núna þrátt fyrir að byggja hafi þurft upp nýtt lið að vissu leyti því margir lykilmenn útskrifuðust. „Á næsta ári ættum við að vera með reynslumesta liðið af þeim sem ég hef verið í,“ segir Dagný sem þá verður á lokaári sínu. Aðeins tveir mikilvægir leikmenn útskrifist í vor og því verði minni breytingar en oft áður. Dagný er komin heim í jólafrí og var önnum kafin við að passa tvo unga frændur sína þegar blaðamaður heyrði í henni í gær. Hún er enn óviss um hvar hún spili næsta sumar en undanfarin ár hefur hún spilað með Val. „Ég er búin að segja þjálfaranum mínum að ég fari ekki til Japan,“ segir Dagný sem hvött var til þess að fara í akademíu til Asíu næsta sumar. Nú vilji hann að hún spili með Pali Blues í Los Angeles í sumardeildinni vestanhafs. Þá hafa lið á Íslandi sett sig í samband við Dagnýju. „Ég tek örugglega ekki ákvörðun fyrr en í janúar,“ segir Dagný. Hún vill fara yfir málin með þjálfara sínum hjá Florida State áður en ákvörðun verður tekin.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Grindavík snýr aftur heim: „Heimvöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira