Rás 2 selur gistirými Dr. Gunni skrifar 12. desember 2013 06:00 Þegar spilaborgin hrundi árið 2008 og íslenskir bankakarlar reyndust ekki þau séní sem búið var að innprenta okkur var fátt um fína drætti í hinni séríslensku minnimáttarkennd. Til að hækka risið á landsmönnum var fljótlega farið að benda á að íslenska tónlistarútrásin væri nú alls ekkert feik eins og bankaruglið.Grunnstoðir poppsins Eftir að Mezzoforte og Sykurmolarnir ruddu brautina hafa Björk, Sigur Rós, Of Monsters & Men og fjöldinn allur af öðru listafólki selt ófá gistirými úti um allt land. Túristarnir – hinar nýju síldartorfur – koma nefnilega ekki eingöngu hingað út af náttúrunni og Bláa lóninu, heldur í stórum mæli vegna þessara sendiherra landsins. Það er staðreynd að í nánast öllum viðtölum sem þetta fólk fer í í útlöndum þarf það að svara spurningum um land og þjóð. Og það ásamt tónlistinni sjálfri auglýsir landið og kveikir ímynd af landi og þjóð í hugum væntanlegra gistináttanotenda. Einhvers staðar þarf að byrja og popplistafólk lifir ekki í tómarúmi, frekar en aðrir. Athygli og svörun er hverjum listamanni nauðsynleg. Nú er mikið talað um að horfa þurfi á „stóru myndina“. Hún er þessi: Grunnstoðir poppsins (hér nota ég orðið „popp“ eins vítt og hugsast getur) hafa lengi verið þrjár á Íslandi – Músíktilraunir, Iceland Airwaves og Rás 2. Þegar fólk byrjar að tala um að Rás 2 megi nú alveg missa sín því einkareknar stöðvar geti sinnt því að spila „poppgarg“, er það ekki alveg að skilja hvernig einkareknar útvarpsstöðvar funkera. Á þeim öllum er „playlisti“ sem stílar inn á markhópinn því talið er að markhópurinn geti ekki höndlað margar tegundir í einu. Einkareknar stöðvar eru reknar með gróða að markmiði og í því ljósi eru áherslur þeirra skiljanlegar. Það er ekkert sem gefur til kynna að hegðun einkarekinna stöðva myndi breytast ef Rás 2 yrði lögð niður.Fjársvelti, skilningsleysi og tuð Á Rás 2 eru jákvæðar tölur í ársskýrslu ekki helsta keppikeflið – eða ætti a.m.k. ekki að vera það – og því ægir þar öllu saman. Á eftir Geirmundi kemur kannski útúrsýrt lag með Dj Flugvél og geimskipi, þaðan er skipt í Skálmöld og svo kannski gamalt lag með Elly Vilhjálms. Rás 2 er víðsýnasta útvarp landsins og hlustendurnir hafa tamið sér umburðarlyndi fyrir mismunandi stílum. Þeir skipta ekki um stöð þótt það komi eitthvað sem þeim finnst leiðinlegt því þeir vita af reynslu að næsta lag verður eitthvað allt annað. Auk fjölbreytninnar hefur Rás 2 sinnt frábæru starfi við að taka upp og varðveita ómetanlegar heimildir um jálka poppsins jafnt sem nýgræðinga, búið til fræðandi og metnaðarfulla þætti og almennt reynt að hlúa að senunni þrátt fyrir endalaust fjársvelti, eilíft skilningsleysi og viðvarandi tuð. Ég hélt satt að segja að það þyrfti ekki að ræða þetta lengur. Ég hélt að hin fúla umræða um lág- og hámenningu frá því á síðustu öld væri fyrir bí, þetta andlausa stagl um hvað sé menning og hvað sé ekki menning. Ég hélt að árangur íslensks tónlistarfólks væri nóg til að þess að hver hugsandi maður skildi af hverju frjálst og víðsýnt útvarp sem sinnir fræðslu, uppbyggingu og varðveislu er nauðsynlegt. En svo er ekki og þess vegna skrifaði ég þessa grein. Þótt ég skrifi bara einn undir hana er ég nánast öruggur um að hver og einn einasta poppari landsins myndi skrifa undir hana líka ef til hans væri leitað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þegar spilaborgin hrundi árið 2008 og íslenskir bankakarlar reyndust ekki þau séní sem búið var að innprenta okkur var fátt um fína drætti í hinni séríslensku minnimáttarkennd. Til að hækka risið á landsmönnum var fljótlega farið að benda á að íslenska tónlistarútrásin væri nú alls ekkert feik eins og bankaruglið.Grunnstoðir poppsins Eftir að Mezzoforte og Sykurmolarnir ruddu brautina hafa Björk, Sigur Rós, Of Monsters & Men og fjöldinn allur af öðru listafólki selt ófá gistirými úti um allt land. Túristarnir – hinar nýju síldartorfur – koma nefnilega ekki eingöngu hingað út af náttúrunni og Bláa lóninu, heldur í stórum mæli vegna þessara sendiherra landsins. Það er staðreynd að í nánast öllum viðtölum sem þetta fólk fer í í útlöndum þarf það að svara spurningum um land og þjóð. Og það ásamt tónlistinni sjálfri auglýsir landið og kveikir ímynd af landi og þjóð í hugum væntanlegra gistináttanotenda. Einhvers staðar þarf að byrja og popplistafólk lifir ekki í tómarúmi, frekar en aðrir. Athygli og svörun er hverjum listamanni nauðsynleg. Nú er mikið talað um að horfa þurfi á „stóru myndina“. Hún er þessi: Grunnstoðir poppsins (hér nota ég orðið „popp“ eins vítt og hugsast getur) hafa lengi verið þrjár á Íslandi – Músíktilraunir, Iceland Airwaves og Rás 2. Þegar fólk byrjar að tala um að Rás 2 megi nú alveg missa sín því einkareknar stöðvar geti sinnt því að spila „poppgarg“, er það ekki alveg að skilja hvernig einkareknar útvarpsstöðvar funkera. Á þeim öllum er „playlisti“ sem stílar inn á markhópinn því talið er að markhópurinn geti ekki höndlað margar tegundir í einu. Einkareknar stöðvar eru reknar með gróða að markmiði og í því ljósi eru áherslur þeirra skiljanlegar. Það er ekkert sem gefur til kynna að hegðun einkarekinna stöðva myndi breytast ef Rás 2 yrði lögð niður.Fjársvelti, skilningsleysi og tuð Á Rás 2 eru jákvæðar tölur í ársskýrslu ekki helsta keppikeflið – eða ætti a.m.k. ekki að vera það – og því ægir þar öllu saman. Á eftir Geirmundi kemur kannski útúrsýrt lag með Dj Flugvél og geimskipi, þaðan er skipt í Skálmöld og svo kannski gamalt lag með Elly Vilhjálms. Rás 2 er víðsýnasta útvarp landsins og hlustendurnir hafa tamið sér umburðarlyndi fyrir mismunandi stílum. Þeir skipta ekki um stöð þótt það komi eitthvað sem þeim finnst leiðinlegt því þeir vita af reynslu að næsta lag verður eitthvað allt annað. Auk fjölbreytninnar hefur Rás 2 sinnt frábæru starfi við að taka upp og varðveita ómetanlegar heimildir um jálka poppsins jafnt sem nýgræðinga, búið til fræðandi og metnaðarfulla þætti og almennt reynt að hlúa að senunni þrátt fyrir endalaust fjársvelti, eilíft skilningsleysi og viðvarandi tuð. Ég hélt satt að segja að það þyrfti ekki að ræða þetta lengur. Ég hélt að hin fúla umræða um lág- og hámenningu frá því á síðustu öld væri fyrir bí, þetta andlausa stagl um hvað sé menning og hvað sé ekki menning. Ég hélt að árangur íslensks tónlistarfólks væri nóg til að þess að hver hugsandi maður skildi af hverju frjálst og víðsýnt útvarp sem sinnir fræðslu, uppbyggingu og varðveislu er nauðsynlegt. En svo er ekki og þess vegna skrifaði ég þessa grein. Þótt ég skrifi bara einn undir hana er ég nánast öruggur um að hver og einn einasta poppari landsins myndi skrifa undir hana líka ef til hans væri leitað.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun