Aníta keppir við framtíðarstjörnur Bandaríkjanna í New York Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2013 06:00 Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir mun byrja næsta ár á risaverkefni því hún keppir þá á einu frægasta innanhússfrjálsíþróttamóti Bandaríkjanna sem haldið er árlega í New York. Frábær árangur Anítu á þessu ári hefur komið henni í flokk með framtíðarstjörnum heimsins í 800 metra hlaupi kvenna og í framhaldinu fékk hún boð á hið fornfræga og virta innanhússmót, Millrose Games, sem fer fram í 107. sinn í febrúar. Ein mesta stjarna Bandaríkjanna, Mary Cain (fædd 1996), sem er jafngömul Anítu, ung bresk stúlka, Jessica Judd (fædd 1995), sem hefur verið að hlaupa mjög vel, og Ajee Wilson (fædd 1994), sem er tveimur árum eldri og að verða einn flottasti hlaupari Bandaríkjanna, taka þátt í mótinu. „Mótshaldarar í Bandaríkjunum langaði til að fá þessar ungu hlaupastjörnur saman í eitt hlaup. Þeir voru búnir að fá samþykki frá Cain og Wilson og töluðu um að það yrði af þessu ef Aníta vildi koma,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, í Sportspjallinu sem verður frumsýnt á Vísi í hádeginu í dag. Þar fer Kolbeinn Tumi Daðason yfir árangur Anítu og annars íslensk frjálsíþróttafólks á árinu 2013 ásamt Gunnari og Þóreyju Eddu Elísdóttur. Mótið í New York fer fram 15. febrúar en verður þó ekki fyrsta mót hennar á árinu. „Aníta er líka að fara að keppa á Íslandi í vetur og það verður alþjóðlegt mót 19. janúar í Laugardalshöllinni. Frjálsíþróttasambandið stefnir á að fá tvo til þrjá erlenda keppendur á móti henni á þessu móti, þar af einhverja í hennar styrkleikaflokki,“ sagði Þórey Edda Elísdóttir í Sportspjallinu. Innlendar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir mun byrja næsta ár á risaverkefni því hún keppir þá á einu frægasta innanhússfrjálsíþróttamóti Bandaríkjanna sem haldið er árlega í New York. Frábær árangur Anítu á þessu ári hefur komið henni í flokk með framtíðarstjörnum heimsins í 800 metra hlaupi kvenna og í framhaldinu fékk hún boð á hið fornfræga og virta innanhússmót, Millrose Games, sem fer fram í 107. sinn í febrúar. Ein mesta stjarna Bandaríkjanna, Mary Cain (fædd 1996), sem er jafngömul Anítu, ung bresk stúlka, Jessica Judd (fædd 1995), sem hefur verið að hlaupa mjög vel, og Ajee Wilson (fædd 1994), sem er tveimur árum eldri og að verða einn flottasti hlaupari Bandaríkjanna, taka þátt í mótinu. „Mótshaldarar í Bandaríkjunum langaði til að fá þessar ungu hlaupastjörnur saman í eitt hlaup. Þeir voru búnir að fá samþykki frá Cain og Wilson og töluðu um að það yrði af þessu ef Aníta vildi koma,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, í Sportspjallinu sem verður frumsýnt á Vísi í hádeginu í dag. Þar fer Kolbeinn Tumi Daðason yfir árangur Anítu og annars íslensk frjálsíþróttafólks á árinu 2013 ásamt Gunnari og Þóreyju Eddu Elísdóttur. Mótið í New York fer fram 15. febrúar en verður þó ekki fyrsta mót hennar á árinu. „Aníta er líka að fara að keppa á Íslandi í vetur og það verður alþjóðlegt mót 19. janúar í Laugardalshöllinni. Frjálsíþróttasambandið stefnir á að fá tvo til þrjá erlenda keppendur á móti henni á þessu móti, þar af einhverja í hennar styrkleikaflokki,“ sagði Þórey Edda Elísdóttir í Sportspjallinu.
Innlendar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira