Nefnifallsfár Örn Bárður Jónsson skrifar 29. nóvember 2013 06:00 Ein mest lesna frétt á vef RÚV á dögunum var um beygingarvillu í boðskortum forsætisráðuneytisins sem send voru „vegna hátíðahalda af því tilefni að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar handritasafnara. Í hópi boðsgesta eru ýmsir af helstu íslenskumönnum landsins“. Okkur getur öllum orðið á og ég þekki það vel þegar „klippa-og-klístra-aðferðin“ veldur villum og tæknin dregur athyglina frá hinu sem réttara er. Tölvur eru gagnleg tæki en þær kunna lítt að hugsa út frá málfræðireglum, einkum þegar tungumálið er flókið og fagurt eins og íslenskan. Tilefni þessa greinarstúfs er að benda á nefnifallsfárið sem virðist verða skæðara með hverju árinu sem líður. Hefurðu tekið eftir því að ekki er lengur hægt að kaupa íbúðir í Hafnarfirði eða Kópavogi eða Ísafirði? Í auglýsingum flestra fasteignasala landsins eru einungis til íbúðir í Hafnarfjörður, Kópavogur og á Ísafjörður o.s.frv. Hvenær hófst þessi vitleysa? Ég tel að sökudólgurinn sé Póstur og sími, það virta og góða fyrirtæki, sem var í eigu almennings fram að einkavæðingunni sem komst mjög í tísku fyrir hrun og sumir þingmenn stjórnarflokkanna glingra nú við eins og nýfædd og ómálga börn. Fyrir daga póstnúmera voru bréf ætíð send til Reykjavíkur, Ísafjarðar, Hafnarfjarðar, Kópavogs og víðar. Þegar ég fékk bréf í pósti á mínum yngri árum var ég ætíð sagður búa á Ísafirði. Engir skrifuðu Ísafjörður í nefnifalli utan á bréf nema kannski útlendingar. Þegar póstnúmerin voru tekin upp af Pósti og síma, gerðust þeir sem því máli stýrðu sekir, að mínu mati, um mikil málspjöll. Líklega var sú skyssa þeim ómeðvituð að segja að póststöðin 400 væri á Ísafjörður og 200 í Kópavogur. Þetta þótti kannski vera fínna og „meira erlendis“ eins og stundum er sagt. Þrátt fyrir allt tókst mér í sumar að finna nýja eign í bæ með vitlausri fallbeygingu í auglýsingum en mikið mundi það gleðja mig ef fasteignasalar allir tækju upp hina réttu beygingu staðarnafna. Sama á við um fyrirtæki á vefnum og víðar. Heldur fólk virkilega að útlendingar þurfi að fá allt stafað ofan í sig í nefnifalli? Geta þeir ekki fundið skrifstofur Hagkaupa í Holtagörðum? Sum fyrirtæki og stofnanir kunna þetta en önnur ekki. Hér koma dæmi af vefnum: Forsætisráðuneytið er sagt vera í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg og Mogginn í Hádegismóum en Eimskip er í Korngarðar 2. Taktu eftir nefnifallsfárinu á komandi dögum og þessum leiðinlega „erlendishætti“ og leggðu tungunni fögru lið með því að benda þeim er reka fyrirtækin, sem eiga hvergi heima skv. réttri íslensku, á hið rétta. Þessi pistill var ekki skrifaður í Garðabær. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ein mest lesna frétt á vef RÚV á dögunum var um beygingarvillu í boðskortum forsætisráðuneytisins sem send voru „vegna hátíðahalda af því tilefni að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar handritasafnara. Í hópi boðsgesta eru ýmsir af helstu íslenskumönnum landsins“. Okkur getur öllum orðið á og ég þekki það vel þegar „klippa-og-klístra-aðferðin“ veldur villum og tæknin dregur athyglina frá hinu sem réttara er. Tölvur eru gagnleg tæki en þær kunna lítt að hugsa út frá málfræðireglum, einkum þegar tungumálið er flókið og fagurt eins og íslenskan. Tilefni þessa greinarstúfs er að benda á nefnifallsfárið sem virðist verða skæðara með hverju árinu sem líður. Hefurðu tekið eftir því að ekki er lengur hægt að kaupa íbúðir í Hafnarfirði eða Kópavogi eða Ísafirði? Í auglýsingum flestra fasteignasala landsins eru einungis til íbúðir í Hafnarfjörður, Kópavogur og á Ísafjörður o.s.frv. Hvenær hófst þessi vitleysa? Ég tel að sökudólgurinn sé Póstur og sími, það virta og góða fyrirtæki, sem var í eigu almennings fram að einkavæðingunni sem komst mjög í tísku fyrir hrun og sumir þingmenn stjórnarflokkanna glingra nú við eins og nýfædd og ómálga börn. Fyrir daga póstnúmera voru bréf ætíð send til Reykjavíkur, Ísafjarðar, Hafnarfjarðar, Kópavogs og víðar. Þegar ég fékk bréf í pósti á mínum yngri árum var ég ætíð sagður búa á Ísafirði. Engir skrifuðu Ísafjörður í nefnifalli utan á bréf nema kannski útlendingar. Þegar póstnúmerin voru tekin upp af Pósti og síma, gerðust þeir sem því máli stýrðu sekir, að mínu mati, um mikil málspjöll. Líklega var sú skyssa þeim ómeðvituð að segja að póststöðin 400 væri á Ísafjörður og 200 í Kópavogur. Þetta þótti kannski vera fínna og „meira erlendis“ eins og stundum er sagt. Þrátt fyrir allt tókst mér í sumar að finna nýja eign í bæ með vitlausri fallbeygingu í auglýsingum en mikið mundi það gleðja mig ef fasteignasalar allir tækju upp hina réttu beygingu staðarnafna. Sama á við um fyrirtæki á vefnum og víðar. Heldur fólk virkilega að útlendingar þurfi að fá allt stafað ofan í sig í nefnifalli? Geta þeir ekki fundið skrifstofur Hagkaupa í Holtagörðum? Sum fyrirtæki og stofnanir kunna þetta en önnur ekki. Hér koma dæmi af vefnum: Forsætisráðuneytið er sagt vera í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg og Mogginn í Hádegismóum en Eimskip er í Korngarðar 2. Taktu eftir nefnifallsfárinu á komandi dögum og þessum leiðinlega „erlendishætti“ og leggðu tungunni fögru lið með því að benda þeim er reka fyrirtækin, sem eiga hvergi heima skv. réttri íslensku, á hið rétta. Þessi pistill var ekki skrifaður í Garðabær. Góðar stundir.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar