Slæmar fréttir frá UEFA: Ísland verður í fimmta styrkleikaflokki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2013 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen eftir tapið í Króatíu. Besti árangur Íslands frá upphafi kemur íslenska liðinu ekki upp úr fimmta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í EM 2016. Mynd/Vilhelm Fótbolti Íslenska knattspyrnulandsliðið var aðeins hársbreidd frá því að vera ein af þrettán Evrópuþjóðum á HM í Brasilíu næsta sumar en þegar dregið verður í undankeppni EM 2016 í febrúar á næsta ári þá verða 36 þjóðir fyrir ofan Ísland á styrkleika. Undankeppni HM 2014 gildir aðeins 40 prósent þegar UEFA raðar upp í styrkleikaflokka sína fyrir dráttinn í febrúar sem þýðir að þjóðir eins og Slóvenía, Noregur, Skotland, Finnland, Wales, Eistland og Hvíta-Rússland verða öll fyrir ofan Ísland.Geir er í nefndinni Fyrirkomulagið hefur ekki verið endanlega staðfest en líklegt fyrirkomulag er að tvö efstu liðin í níu riðlum komast beint á EM ásamt því liði sem er með bestan árangur í þriðja sætinu. Hin átta liðin sem enda í þriðja sæti riðlanna fara síðan í umspil um fjögur laus sæti. Öll liðin í þriðja sæti eiga enn möguleika en liðið með bestan árangurinn fer beint á EM. „Ég er í nefndinni sem var að fara yfir reglugerðina sem hefur ekki verið staðfest af framkvæmdastjórninni en það gerist væntanlega á næsta fundi hennar. Ég veit því allt um þessa breytingar sem eru að verða á landsliðshléunum og það sem kallað er „Week of football“. Landsleikjunum er dreift niður á dagana,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ og það er von á róttækum breytingum á leikdögum í undankeppnunum. „Hingað til hafa þjóðirnar í sama riðli hist tveimur vikum eða mánuði síðar þar sem menn hafa síðan farið að þræta um það hvenær við spilum heima á móti þessum og svo framvegis. Núna er það úr sögunni því hér eftir mun tölva raða þessu niður svipað og gert er í Meistaradeildinni,“ segir Geir en „dauðir“ dagar í landsleikjahléum heyra nú sögunni til. Nú verða leikir spilaðir frá fimmtudegi til þriðjudags. Geir fékk þær upplýsingar í gær frá sínum manni hjá UEFA að íslenska landsliðið verður í fimmta styrkleikaflokki þegar dregið verður í níu riðla í undankeppni EM í Frakklandi 2016.Tvær daprar undankeppnir „Það eru þrjár keppnir sem gilda, þessi og svo forkeppni og lokakeppni síðustu EM og svo forkeppni og lokakeppni síðustu HM. Við erum með tvær daprar undankeppnir á undan þessari. Það lítur því út fyrir að við verðum enn í potti fimm þó að við verðum efstir þar. Þeir hafa þetta hjá sér í sínum kerfum og þótt að það sé ekki búið að staðfesta listann þá lítur út fyrir að við séum í potti fimm,“ segir Geir. Íslenska landsliðið var í sjötta styrkleikaflokki þegar dregið var í undankeppni HM 2014 og í fimmta flokki þegar dregið var í undankeppni EM 2012. Íslenska landsliðið vann aðeins 2 af 16 leikjum sínum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar í undankeppni Hm 2010 og EM 2012 og árangur í þeim gildir 60 prósent þegar UEFA-stuðlarnir eru settir saman. „Þetta er grátlegt. Þessi undankeppni mun hjálpa okkur mikið næst en minna núna. Við þurfum að fá aðra góða undankeppni til að vinna okkur upp í þessu kerfi. Þær telja virkilega þessar tvær lélegu undankeppnir sem við áttum þarna að undan. Málið fyrir okkur var að fara upp í fjórða styrkleikaflokk en ekki upp í þann þriðja. Í þessi kerfi gat þessi góði árangur í þessari undankeppni gefið okkur meira,“ segir Geir og það er öruggt að þessi staðreynd kemur örugglega mörgum íslenskum knattspyrnuáhugamönnum á óvart.Þurfa að vera heppnir Nú þarf íslenska landsliðið að hafa lukkuna með sér í liði líkt og í síðasta drætti en fjórar „sterkari“ þjóðir verða með okkur í riðli í undankeppni EM 2016. „Nú snýst þetta augljóslega um að hafa heppnina með okkur þegar dregið verið í febrúar,“ sagði Geir að lokum. Líklegir styrkleikaflokkar fyrir EM 2016Fyrsti flokkur: Spánn, Þýskaland, Holland, Ítalía, England, Portúgal, Grikkland, Rússland og Bosnía.Annar flokkur: Króatía, Úkraína, Svíþjóð, Danmörk, Sviss, Belgía, Tékkland, Ungverjaland og Írland.Þriðji flokkur: Serbía, Tyrkland, Slóvenía, Ísrael, Noregur, Slóvakía, Rúmenía, Austurríki og Svartfjallaland.Fjórði flokkur: Armenía, Pólland, Skotland, Finnland, Lettland, Wales, Búlgaría, Eistland og Hvíta-Rússland.Fimmti flokkur: Ísland, Norður-Írland, Albanía Litháen, Moldóvía, Makedónía, Aserbaídsjan, Georgía og Kýpur. Sjötti flokkur: Lúxemborg, Kasakstan, Liechtenstein, Færeyjar, Malta, Andorra, San Marínó og Gíbraltar. Svona setur UEFA saman stuðulinn:HM 2010: 1 sigur, 1 jafntefli í 8 leikjum (Gildir 20 prósent)EM 2012: 1 sigur, 1 jafntefli í 8 leikjum (40 prósent)HM 2014: 5 sigrar, 2 jafntefli í 12 leikjum (40 prósent) Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira
Fótbolti Íslenska knattspyrnulandsliðið var aðeins hársbreidd frá því að vera ein af þrettán Evrópuþjóðum á HM í Brasilíu næsta sumar en þegar dregið verður í undankeppni EM 2016 í febrúar á næsta ári þá verða 36 þjóðir fyrir ofan Ísland á styrkleika. Undankeppni HM 2014 gildir aðeins 40 prósent þegar UEFA raðar upp í styrkleikaflokka sína fyrir dráttinn í febrúar sem þýðir að þjóðir eins og Slóvenía, Noregur, Skotland, Finnland, Wales, Eistland og Hvíta-Rússland verða öll fyrir ofan Ísland.Geir er í nefndinni Fyrirkomulagið hefur ekki verið endanlega staðfest en líklegt fyrirkomulag er að tvö efstu liðin í níu riðlum komast beint á EM ásamt því liði sem er með bestan árangur í þriðja sætinu. Hin átta liðin sem enda í þriðja sæti riðlanna fara síðan í umspil um fjögur laus sæti. Öll liðin í þriðja sæti eiga enn möguleika en liðið með bestan árangurinn fer beint á EM. „Ég er í nefndinni sem var að fara yfir reglugerðina sem hefur ekki verið staðfest af framkvæmdastjórninni en það gerist væntanlega á næsta fundi hennar. Ég veit því allt um þessa breytingar sem eru að verða á landsliðshléunum og það sem kallað er „Week of football“. Landsleikjunum er dreift niður á dagana,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ og það er von á róttækum breytingum á leikdögum í undankeppnunum. „Hingað til hafa þjóðirnar í sama riðli hist tveimur vikum eða mánuði síðar þar sem menn hafa síðan farið að þræta um það hvenær við spilum heima á móti þessum og svo framvegis. Núna er það úr sögunni því hér eftir mun tölva raða þessu niður svipað og gert er í Meistaradeildinni,“ segir Geir en „dauðir“ dagar í landsleikjahléum heyra nú sögunni til. Nú verða leikir spilaðir frá fimmtudegi til þriðjudags. Geir fékk þær upplýsingar í gær frá sínum manni hjá UEFA að íslenska landsliðið verður í fimmta styrkleikaflokki þegar dregið verður í níu riðla í undankeppni EM í Frakklandi 2016.Tvær daprar undankeppnir „Það eru þrjár keppnir sem gilda, þessi og svo forkeppni og lokakeppni síðustu EM og svo forkeppni og lokakeppni síðustu HM. Við erum með tvær daprar undankeppnir á undan þessari. Það lítur því út fyrir að við verðum enn í potti fimm þó að við verðum efstir þar. Þeir hafa þetta hjá sér í sínum kerfum og þótt að það sé ekki búið að staðfesta listann þá lítur út fyrir að við séum í potti fimm,“ segir Geir. Íslenska landsliðið var í sjötta styrkleikaflokki þegar dregið var í undankeppni HM 2014 og í fimmta flokki þegar dregið var í undankeppni EM 2012. Íslenska landsliðið vann aðeins 2 af 16 leikjum sínum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar í undankeppni Hm 2010 og EM 2012 og árangur í þeim gildir 60 prósent þegar UEFA-stuðlarnir eru settir saman. „Þetta er grátlegt. Þessi undankeppni mun hjálpa okkur mikið næst en minna núna. Við þurfum að fá aðra góða undankeppni til að vinna okkur upp í þessu kerfi. Þær telja virkilega þessar tvær lélegu undankeppnir sem við áttum þarna að undan. Málið fyrir okkur var að fara upp í fjórða styrkleikaflokk en ekki upp í þann þriðja. Í þessi kerfi gat þessi góði árangur í þessari undankeppni gefið okkur meira,“ segir Geir og það er öruggt að þessi staðreynd kemur örugglega mörgum íslenskum knattspyrnuáhugamönnum á óvart.Þurfa að vera heppnir Nú þarf íslenska landsliðið að hafa lukkuna með sér í liði líkt og í síðasta drætti en fjórar „sterkari“ þjóðir verða með okkur í riðli í undankeppni EM 2016. „Nú snýst þetta augljóslega um að hafa heppnina með okkur þegar dregið verið í febrúar,“ sagði Geir að lokum. Líklegir styrkleikaflokkar fyrir EM 2016Fyrsti flokkur: Spánn, Þýskaland, Holland, Ítalía, England, Portúgal, Grikkland, Rússland og Bosnía.Annar flokkur: Króatía, Úkraína, Svíþjóð, Danmörk, Sviss, Belgía, Tékkland, Ungverjaland og Írland.Þriðji flokkur: Serbía, Tyrkland, Slóvenía, Ísrael, Noregur, Slóvakía, Rúmenía, Austurríki og Svartfjallaland.Fjórði flokkur: Armenía, Pólland, Skotland, Finnland, Lettland, Wales, Búlgaría, Eistland og Hvíta-Rússland.Fimmti flokkur: Ísland, Norður-Írland, Albanía Litháen, Moldóvía, Makedónía, Aserbaídsjan, Georgía og Kýpur. Sjötti flokkur: Lúxemborg, Kasakstan, Liechtenstein, Færeyjar, Malta, Andorra, San Marínó og Gíbraltar. Svona setur UEFA saman stuðulinn:HM 2010: 1 sigur, 1 jafntefli í 8 leikjum (Gildir 20 prósent)EM 2012: 1 sigur, 1 jafntefli í 8 leikjum (40 prósent)HM 2014: 5 sigrar, 2 jafntefli í 12 leikjum (40 prósent)
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira