Orkulindir – enn einu sinni Ari Trausti Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2013 06:00 Óljóst tal, ofmat, rangar upplýsingar og/eða eitthvað annað veldur því að fjölmargir útlendingar halda að Ísland sé nærri ónumið orkubú handa meginlandi Evrópu. Ég ræddi við breska þingmenn fyrir nokkrum vikum sem héldu það, 38 breska landfræðinga skömmu síðar, þýskan fjárfesti og meira að segja íslenskan þingmann. Allir héldu að mikil orka biði umheimsins á Íslandi. Þetta er því ótrúlegri staðreynd þegar þess er gætt að miðað við tæknilega virkjanlegt afl til raforkuframleiðslu (hér og nú) er búið að virkja um 2.600-2.700 MW af 4.500-4.800 MW – og á þá eftir að leysa úr innlendum mótsögnum vegna ólíkrar afstöðu manna til umhverfisverndar ef verulega lengra er haldið frá núverandi stöðu. Sennilega eru fá óvirkjuð vatnsföll eftir og um sum jarðhitasvæði eru og verða deilur ef virkja á þau. Vissulega er gríðarlegan varma að finna undir Íslandi og mörgum öðrum löndum á 5-15 km dýpi (allt frá Íslandi til Kína og Ítalíu til Chile) en það er óleyst hvernig næst í eitthvað af orkunni.Misskilja raunveruleikann Allar þessar grunnupplýsingar eru til reiðu á mörgum stöðum og sérkennilegt að menn skuli tala opinberlega þannig að útlendingar misskilja raunveruleikann þegar kemur að orkugetu Íslands. Í þessum línum er hvergi vikið að sæstreng til Evrópu, ég bendi á það, og ekki heldur gert ráð fyrir að einhver álveranna hætti starfsemi. Upplýsingamiðlun um raunverulega óvirkjaða orku, sjálfur ramminn miðað við núverandi tæknistig, á auðvitað alls staðar erindi, óháð tilefninu, ef á annað borð er verið að ræða um orkubúið Ísland. Líka um umhverfisvæna orku almennt eða Ísland sem fyrirmynd annarra í nýtingu vistvænnar orku. Óljósir orkuvalkostir, t.d. stór vindorkubú eða sjávarfallavirkjanir, eru ekkert sennilegri hér til orkuútflutnings en í heimalöndum neytenda; Bretar fara varla að kaupa vindorkurafmagn frá Íslandi. Vistvæn orka snýst enn um sinn um jarðvarma og vatnsföll hér á landi. Forseti Íslands sagði nýverið í Bretlandi að umræðan snerist ekki eingöngu um hvað Íslendingar ætluðust fyrir í orkumálum heldur einnig hvernig Evrópubúar „hygðust hagnýta sér þá gríðarmiklu hreinu orku sem fyndist í norðrinu“ (lausleg þýðing mín). Varla getur hann átt við vatnsorku eða háhitavirkjanir á Íslandi. Varla gas- eða olíulindir norðan heimskautsbaugs sem, auk óvistvæns eðlis, má ekki vinna að neinu marki ef hindra á frekari aukningu loftmengunar. Hún er komin yfir öll ásættanleg mörk. Varla er átt við hugsanlegar vatnsvirkjanir í jakasetnum austur-grænlenskum fjörðum ef illa fer með rýrnun Grænlandsjökuls. Úranið á Grænlandi? Spyr sá sem ekki veit. Ég hvet alla sem ræða um orkumál á Íslandi að kynna sér orkutölur, opinberar orkuspár til 2050 og íslenskan raunveruleika ársins 2013. Þessi orð eru ekki sett fram sem óhófleg gagnrýni heldur áskorun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Óljóst tal, ofmat, rangar upplýsingar og/eða eitthvað annað veldur því að fjölmargir útlendingar halda að Ísland sé nærri ónumið orkubú handa meginlandi Evrópu. Ég ræddi við breska þingmenn fyrir nokkrum vikum sem héldu það, 38 breska landfræðinga skömmu síðar, þýskan fjárfesti og meira að segja íslenskan þingmann. Allir héldu að mikil orka biði umheimsins á Íslandi. Þetta er því ótrúlegri staðreynd þegar þess er gætt að miðað við tæknilega virkjanlegt afl til raforkuframleiðslu (hér og nú) er búið að virkja um 2.600-2.700 MW af 4.500-4.800 MW – og á þá eftir að leysa úr innlendum mótsögnum vegna ólíkrar afstöðu manna til umhverfisverndar ef verulega lengra er haldið frá núverandi stöðu. Sennilega eru fá óvirkjuð vatnsföll eftir og um sum jarðhitasvæði eru og verða deilur ef virkja á þau. Vissulega er gríðarlegan varma að finna undir Íslandi og mörgum öðrum löndum á 5-15 km dýpi (allt frá Íslandi til Kína og Ítalíu til Chile) en það er óleyst hvernig næst í eitthvað af orkunni.Misskilja raunveruleikann Allar þessar grunnupplýsingar eru til reiðu á mörgum stöðum og sérkennilegt að menn skuli tala opinberlega þannig að útlendingar misskilja raunveruleikann þegar kemur að orkugetu Íslands. Í þessum línum er hvergi vikið að sæstreng til Evrópu, ég bendi á það, og ekki heldur gert ráð fyrir að einhver álveranna hætti starfsemi. Upplýsingamiðlun um raunverulega óvirkjaða orku, sjálfur ramminn miðað við núverandi tæknistig, á auðvitað alls staðar erindi, óháð tilefninu, ef á annað borð er verið að ræða um orkubúið Ísland. Líka um umhverfisvæna orku almennt eða Ísland sem fyrirmynd annarra í nýtingu vistvænnar orku. Óljósir orkuvalkostir, t.d. stór vindorkubú eða sjávarfallavirkjanir, eru ekkert sennilegri hér til orkuútflutnings en í heimalöndum neytenda; Bretar fara varla að kaupa vindorkurafmagn frá Íslandi. Vistvæn orka snýst enn um sinn um jarðvarma og vatnsföll hér á landi. Forseti Íslands sagði nýverið í Bretlandi að umræðan snerist ekki eingöngu um hvað Íslendingar ætluðust fyrir í orkumálum heldur einnig hvernig Evrópubúar „hygðust hagnýta sér þá gríðarmiklu hreinu orku sem fyndist í norðrinu“ (lausleg þýðing mín). Varla getur hann átt við vatnsorku eða háhitavirkjanir á Íslandi. Varla gas- eða olíulindir norðan heimskautsbaugs sem, auk óvistvæns eðlis, má ekki vinna að neinu marki ef hindra á frekari aukningu loftmengunar. Hún er komin yfir öll ásættanleg mörk. Varla er átt við hugsanlegar vatnsvirkjanir í jakasetnum austur-grænlenskum fjörðum ef illa fer með rýrnun Grænlandsjökuls. Úranið á Grænlandi? Spyr sá sem ekki veit. Ég hvet alla sem ræða um orkumál á Íslandi að kynna sér orkutölur, opinberar orkuspár til 2050 og íslenskan raunveruleika ársins 2013. Þessi orð eru ekki sett fram sem óhófleg gagnrýni heldur áskorun.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun