Lægsta hvötin Teitur Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2013 00:00 Öll höfum við tilfinningar, hvatir og þarfir sem hafa áhrif á okkur dagsdaglega. Sumar þessara tilfinninga getur verið erfitt að bera á borð, sérstaklega ef þær eru vandræðalegar eða mjög persónulegar. Ekki síst ef við eigum von á því að fá neikvæð viðbrögð þegar við látum þær í ljós. Lítið og sætt dæmi sem flestir kannast við er að vera ástfanginn, en vera ekki viss um að sá sem ástin beinist að beri sömu tilfinningar til okkar og við til viðkomandi. Þessi glíma, að opinbera sig ekki fyrr en maður er nokkuð viss í sinni sök, leiðir af sér áhugaverð hegðunarmynstur og er oft á tíðum heilmikið leikrit. Hver man ekki eftir því að vera skotinn í fyrsta sinn, þvílíkt sem það var vandræðalegt allt saman! Svo vaxa menn úr grasi og þroskast, sumum gengur betur en öðrum að tjá tilfinningar sínar en aðrir eiga alltaf í jafn miklum erfiðleikum með það. Annað dæmi um tilfinningar sem við getum átt í erfiðleikum með að tjá er sorgin. Þeir sem ganga í gegnum lífið hafa allir á einhverjum tímapunkti orðið fyrir missi ástvinar, hvernig sem slíkt ber að, eða hver það er sem kveður, er það alltaf ákveðið áfall. Margir bera harm sinn í hljóði, sumir missa tökin á lífinu og tilverunni, aðrir bresta í grát og bera tilfinningar sínar á borð. Allir eiga það þó sameiginlegt að líða illa og eiga erfitt. Við vitum að engir tveir einstaklingar eru eins og upplifun þeirra því ekki sú sama, en af því að sorgin er það algengt fyrirbæri getum við að vissu leyti sett okkur í spor þess sem glímir við sorgina hverju sinni og við tökum þátt í henni. Með þessu er ég á engan hátt að einfalda sorgarferlið, né gera lítið úr tilfinningum einstaklinga heldur þvert á móti að benda á það að engin ein leið er út úr slíkri vanlíðan.Reiðin og gleðin Í tengslum við bæði ást og sorg er algengt að upplifa reiði sem á sér margar orsakir í sjálfu sér en grundvallast þó oftast á því að maður hefur ekki fulla stjórn á því sem er í kringum mann. Við getum ekki stjórnað lífi og dauða í almennum skilningi, né heldur tilfinningum eða gjörðum annarra. Þegar viðkomandi gerir sér grein fyrir því hversu lítil áhrif hann hefur brýst reiðin stundum út sem viðbragð. Við eigum auðveldara með að stjórna reiðinni þegar við sýnum auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að hafa takmarkaða stjórn. Reiði er í eðli sínu neikvæð tilfinning í samanburði við hinar fyrri sem byggja á væntumþykju og hluttekningu í lífi annarra. Hægt er að ræða ýmsar aðrar tilfinningar sem hafa áhrif á líf okkar og líðan en andstæðan við reiðina er gleðin sem virðist oftsinnis vera auðvelt að sýna og tjá sé hún til staðar. Henni fylgir jákvæðni og einhver orka sem er smitandi. Við viljum gjarnan vera í kringum þá sem eru glaðir og við þurfum að hlæja, helst sem mest. Þá er okkur mikilvæg svokölluð öryggistilfinning, ekki síður en hræðslan, en það eru tilfinningar sem byggja á lífshvötinni svokölluðu sem liggur til grundvallar því að viðhalda sjálfum sér. Hvatir og þarfir spila stórt hlutverk en í þann flokk falla til dæmis kynhvötin og kynþörfin sem geta brenglað verulega tilfinningalíf einstaklinga og hafa áhrif á samskipti þeirra við aðra. Sumir hafa gengið svo langt að segja að þessar frumhvatir stýri meiru um það hvernig við högum okkur en flest annað. Oft er talað um hinar lægstu hvatir en erfitt er að skilgreina þær nema út frá þörfum og tilfinningum einstaklinga og því hvaða áhrif þær hafa á þá. Ef ég ætti að velja eina sem virðist ekkert jákvætt hafa með sér, þá væri það öfundin. Hún skilur ekkert uppbyggilegt eftir sig og megintilgangur hennar virðist vera að brjóta niður þann sem öfundar og skemma samskiptin við þann sem öfundast er út í. Meiningin með þessum freudíska pistli er að benda á við getum átt erfitt með að stjórna tilfinningum okkar en að við eigum að reyna að stefna að þeim jákvæðu sem veita vellíðan. Þá er skynsamlegt að tjá tilfinningar sínar á þann máta að þeir sem í kringum mann eru skilji og þurfi síður að geta í eyðurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Öll höfum við tilfinningar, hvatir og þarfir sem hafa áhrif á okkur dagsdaglega. Sumar þessara tilfinninga getur verið erfitt að bera á borð, sérstaklega ef þær eru vandræðalegar eða mjög persónulegar. Ekki síst ef við eigum von á því að fá neikvæð viðbrögð þegar við látum þær í ljós. Lítið og sætt dæmi sem flestir kannast við er að vera ástfanginn, en vera ekki viss um að sá sem ástin beinist að beri sömu tilfinningar til okkar og við til viðkomandi. Þessi glíma, að opinbera sig ekki fyrr en maður er nokkuð viss í sinni sök, leiðir af sér áhugaverð hegðunarmynstur og er oft á tíðum heilmikið leikrit. Hver man ekki eftir því að vera skotinn í fyrsta sinn, þvílíkt sem það var vandræðalegt allt saman! Svo vaxa menn úr grasi og þroskast, sumum gengur betur en öðrum að tjá tilfinningar sínar en aðrir eiga alltaf í jafn miklum erfiðleikum með það. Annað dæmi um tilfinningar sem við getum átt í erfiðleikum með að tjá er sorgin. Þeir sem ganga í gegnum lífið hafa allir á einhverjum tímapunkti orðið fyrir missi ástvinar, hvernig sem slíkt ber að, eða hver það er sem kveður, er það alltaf ákveðið áfall. Margir bera harm sinn í hljóði, sumir missa tökin á lífinu og tilverunni, aðrir bresta í grát og bera tilfinningar sínar á borð. Allir eiga það þó sameiginlegt að líða illa og eiga erfitt. Við vitum að engir tveir einstaklingar eru eins og upplifun þeirra því ekki sú sama, en af því að sorgin er það algengt fyrirbæri getum við að vissu leyti sett okkur í spor þess sem glímir við sorgina hverju sinni og við tökum þátt í henni. Með þessu er ég á engan hátt að einfalda sorgarferlið, né gera lítið úr tilfinningum einstaklinga heldur þvert á móti að benda á það að engin ein leið er út úr slíkri vanlíðan.Reiðin og gleðin Í tengslum við bæði ást og sorg er algengt að upplifa reiði sem á sér margar orsakir í sjálfu sér en grundvallast þó oftast á því að maður hefur ekki fulla stjórn á því sem er í kringum mann. Við getum ekki stjórnað lífi og dauða í almennum skilningi, né heldur tilfinningum eða gjörðum annarra. Þegar viðkomandi gerir sér grein fyrir því hversu lítil áhrif hann hefur brýst reiðin stundum út sem viðbragð. Við eigum auðveldara með að stjórna reiðinni þegar við sýnum auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að hafa takmarkaða stjórn. Reiði er í eðli sínu neikvæð tilfinning í samanburði við hinar fyrri sem byggja á væntumþykju og hluttekningu í lífi annarra. Hægt er að ræða ýmsar aðrar tilfinningar sem hafa áhrif á líf okkar og líðan en andstæðan við reiðina er gleðin sem virðist oftsinnis vera auðvelt að sýna og tjá sé hún til staðar. Henni fylgir jákvæðni og einhver orka sem er smitandi. Við viljum gjarnan vera í kringum þá sem eru glaðir og við þurfum að hlæja, helst sem mest. Þá er okkur mikilvæg svokölluð öryggistilfinning, ekki síður en hræðslan, en það eru tilfinningar sem byggja á lífshvötinni svokölluðu sem liggur til grundvallar því að viðhalda sjálfum sér. Hvatir og þarfir spila stórt hlutverk en í þann flokk falla til dæmis kynhvötin og kynþörfin sem geta brenglað verulega tilfinningalíf einstaklinga og hafa áhrif á samskipti þeirra við aðra. Sumir hafa gengið svo langt að segja að þessar frumhvatir stýri meiru um það hvernig við högum okkur en flest annað. Oft er talað um hinar lægstu hvatir en erfitt er að skilgreina þær nema út frá þörfum og tilfinningum einstaklinga og því hvaða áhrif þær hafa á þá. Ef ég ætti að velja eina sem virðist ekkert jákvætt hafa með sér, þá væri það öfundin. Hún skilur ekkert uppbyggilegt eftir sig og megintilgangur hennar virðist vera að brjóta niður þann sem öfundar og skemma samskiptin við þann sem öfundast er út í. Meiningin með þessum freudíska pistli er að benda á við getum átt erfitt með að stjórna tilfinningum okkar en að við eigum að reyna að stefna að þeim jákvæðu sem veita vellíðan. Þá er skynsamlegt að tjá tilfinningar sínar á þann máta að þeir sem í kringum mann eru skilji og þurfi síður að geta í eyðurnar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun