Koma þarf stefnumálum í framkvæmd Halldór Halldórsson skrifar 15. nóvember 2013 06:00 Viðfangsefnin við stjórnun Reykjavíkurborgar eru fjölmörg. Við sem bjóðum okkur fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nk. laugardag tölum fyrir fjölbreyttum málefnum og höfum framtíðarsýn. Það er mikilvægt og gott. En eitt er að tala um málin og annað að koma þeim í framkvæmd í öflugum meirihluta. Talað er um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð hreinum meirihluta í borginni lengi og að landslagið hafi breyst það mikið að það sé varla gerlegt lengur. Svona umræðu tek ég ekki undir vegna þess að árangur okkar í kosningum byggist á því hvernig okkur tekst til með uppstillingu framboðslistans. Það verkefni er í höndum sjálfstæðisfólks í borginni í alvöru persónukjöri. Öflugur listi þarf svo að setja fram áhugaverð og raunhæf stefnumál sem skipta borgarbúa máli. Það er okkar sem ætlum að vera í framboði fyrir borgarbúa að hafa sjálfstraust og skýra sýn á hvert við sjálf ætlum og að við stöndum fyrir breytingum sem stuðla að framförum og gera góða borg betri. Kjósendur fylgja þeim sem veit hvert hann ætlar og hvernig hann ætlar þangað.Tímasett verkáætlun Fái ég til þess umboð mun ég leggja fram tímasetta verkáætlun um hvernig koma skuli stefnumálum í framkvæmd og hvenær á kjörtímabilinu. Í forgangi verða: Rekstur borgarinnar sem er undirstaðan. Án heilbrigðs rekstrar eru kosningaloforð marklaus. Hlutverk höfuðborgarinnar sé rækt og hagsmuna borgarbúa þannig gætt. Höfuðborgin hlúi að samgöngum, ekki síst innanlandsfluginu, og gæti þess að vera áfram samgöngumiðstöð landsins. Taka upp nýtt aðalskipulag vegna þéttingar byggðar og umferðarmála. Þétta byggð og bæta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfaranda en ekki á kostnað þeirra sem vilja og þurfa að nota bílinn sem samgöngutæki. Auka enn frekar áherslur á vistvænar samgöngur, bæði einkabílinn og almenningssamgöngur. Tæknin leiðir okkur inn á nýjar brautir. Innleiða nýja hugsun í skólamálum. Öll félagsþjónusta á að miðast við að vernda og gæta og hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Finna hagkvæmar leiðir til að nýta einkareksturinn og hræðast ekki breytingar. Hér eru aðeins nokkur dæmi tekin. Með tímasettri verkáætlun geta borgarbúar fylgst með hvernig gengur að vinna eftir slíkri áætlun og minnihlutinn hefur um leið ágætis verkferil til að vinna eftir og halda nýjum meirihluta við efnið. Þannig skapast aðhald og eftirlit með því að við sem lofum að vinna verkin gerum það í raun. Ég mun leggja mig fram um að vinna þau verk, sem borgarbúar fela mér að vinna, af alúð og samviskusemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Sjá meira
Viðfangsefnin við stjórnun Reykjavíkurborgar eru fjölmörg. Við sem bjóðum okkur fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nk. laugardag tölum fyrir fjölbreyttum málefnum og höfum framtíðarsýn. Það er mikilvægt og gott. En eitt er að tala um málin og annað að koma þeim í framkvæmd í öflugum meirihluta. Talað er um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð hreinum meirihluta í borginni lengi og að landslagið hafi breyst það mikið að það sé varla gerlegt lengur. Svona umræðu tek ég ekki undir vegna þess að árangur okkar í kosningum byggist á því hvernig okkur tekst til með uppstillingu framboðslistans. Það verkefni er í höndum sjálfstæðisfólks í borginni í alvöru persónukjöri. Öflugur listi þarf svo að setja fram áhugaverð og raunhæf stefnumál sem skipta borgarbúa máli. Það er okkar sem ætlum að vera í framboði fyrir borgarbúa að hafa sjálfstraust og skýra sýn á hvert við sjálf ætlum og að við stöndum fyrir breytingum sem stuðla að framförum og gera góða borg betri. Kjósendur fylgja þeim sem veit hvert hann ætlar og hvernig hann ætlar þangað.Tímasett verkáætlun Fái ég til þess umboð mun ég leggja fram tímasetta verkáætlun um hvernig koma skuli stefnumálum í framkvæmd og hvenær á kjörtímabilinu. Í forgangi verða: Rekstur borgarinnar sem er undirstaðan. Án heilbrigðs rekstrar eru kosningaloforð marklaus. Hlutverk höfuðborgarinnar sé rækt og hagsmuna borgarbúa þannig gætt. Höfuðborgin hlúi að samgöngum, ekki síst innanlandsfluginu, og gæti þess að vera áfram samgöngumiðstöð landsins. Taka upp nýtt aðalskipulag vegna þéttingar byggðar og umferðarmála. Þétta byggð og bæta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfaranda en ekki á kostnað þeirra sem vilja og þurfa að nota bílinn sem samgöngutæki. Auka enn frekar áherslur á vistvænar samgöngur, bæði einkabílinn og almenningssamgöngur. Tæknin leiðir okkur inn á nýjar brautir. Innleiða nýja hugsun í skólamálum. Öll félagsþjónusta á að miðast við að vernda og gæta og hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Finna hagkvæmar leiðir til að nýta einkareksturinn og hræðast ekki breytingar. Hér eru aðeins nokkur dæmi tekin. Með tímasettri verkáætlun geta borgarbúar fylgst með hvernig gengur að vinna eftir slíkri áætlun og minnihlutinn hefur um leið ágætis verkferil til að vinna eftir og halda nýjum meirihluta við efnið. Þannig skapast aðhald og eftirlit með því að við sem lofum að vinna verkin gerum það í raun. Ég mun leggja mig fram um að vinna þau verk, sem borgarbúar fela mér að vinna, af alúð og samviskusemi.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun