Koma þarf stefnumálum í framkvæmd Halldór Halldórsson skrifar 15. nóvember 2013 06:00 Viðfangsefnin við stjórnun Reykjavíkurborgar eru fjölmörg. Við sem bjóðum okkur fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nk. laugardag tölum fyrir fjölbreyttum málefnum og höfum framtíðarsýn. Það er mikilvægt og gott. En eitt er að tala um málin og annað að koma þeim í framkvæmd í öflugum meirihluta. Talað er um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð hreinum meirihluta í borginni lengi og að landslagið hafi breyst það mikið að það sé varla gerlegt lengur. Svona umræðu tek ég ekki undir vegna þess að árangur okkar í kosningum byggist á því hvernig okkur tekst til með uppstillingu framboðslistans. Það verkefni er í höndum sjálfstæðisfólks í borginni í alvöru persónukjöri. Öflugur listi þarf svo að setja fram áhugaverð og raunhæf stefnumál sem skipta borgarbúa máli. Það er okkar sem ætlum að vera í framboði fyrir borgarbúa að hafa sjálfstraust og skýra sýn á hvert við sjálf ætlum og að við stöndum fyrir breytingum sem stuðla að framförum og gera góða borg betri. Kjósendur fylgja þeim sem veit hvert hann ætlar og hvernig hann ætlar þangað.Tímasett verkáætlun Fái ég til þess umboð mun ég leggja fram tímasetta verkáætlun um hvernig koma skuli stefnumálum í framkvæmd og hvenær á kjörtímabilinu. Í forgangi verða: Rekstur borgarinnar sem er undirstaðan. Án heilbrigðs rekstrar eru kosningaloforð marklaus. Hlutverk höfuðborgarinnar sé rækt og hagsmuna borgarbúa þannig gætt. Höfuðborgin hlúi að samgöngum, ekki síst innanlandsfluginu, og gæti þess að vera áfram samgöngumiðstöð landsins. Taka upp nýtt aðalskipulag vegna þéttingar byggðar og umferðarmála. Þétta byggð og bæta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfaranda en ekki á kostnað þeirra sem vilja og þurfa að nota bílinn sem samgöngutæki. Auka enn frekar áherslur á vistvænar samgöngur, bæði einkabílinn og almenningssamgöngur. Tæknin leiðir okkur inn á nýjar brautir. Innleiða nýja hugsun í skólamálum. Öll félagsþjónusta á að miðast við að vernda og gæta og hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Finna hagkvæmar leiðir til að nýta einkareksturinn og hræðast ekki breytingar. Hér eru aðeins nokkur dæmi tekin. Með tímasettri verkáætlun geta borgarbúar fylgst með hvernig gengur að vinna eftir slíkri áætlun og minnihlutinn hefur um leið ágætis verkferil til að vinna eftir og halda nýjum meirihluta við efnið. Þannig skapast aðhald og eftirlit með því að við sem lofum að vinna verkin gerum það í raun. Ég mun leggja mig fram um að vinna þau verk, sem borgarbúar fela mér að vinna, af alúð og samviskusemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Viðfangsefnin við stjórnun Reykjavíkurborgar eru fjölmörg. Við sem bjóðum okkur fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nk. laugardag tölum fyrir fjölbreyttum málefnum og höfum framtíðarsýn. Það er mikilvægt og gott. En eitt er að tala um málin og annað að koma þeim í framkvæmd í öflugum meirihluta. Talað er um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð hreinum meirihluta í borginni lengi og að landslagið hafi breyst það mikið að það sé varla gerlegt lengur. Svona umræðu tek ég ekki undir vegna þess að árangur okkar í kosningum byggist á því hvernig okkur tekst til með uppstillingu framboðslistans. Það verkefni er í höndum sjálfstæðisfólks í borginni í alvöru persónukjöri. Öflugur listi þarf svo að setja fram áhugaverð og raunhæf stefnumál sem skipta borgarbúa máli. Það er okkar sem ætlum að vera í framboði fyrir borgarbúa að hafa sjálfstraust og skýra sýn á hvert við sjálf ætlum og að við stöndum fyrir breytingum sem stuðla að framförum og gera góða borg betri. Kjósendur fylgja þeim sem veit hvert hann ætlar og hvernig hann ætlar þangað.Tímasett verkáætlun Fái ég til þess umboð mun ég leggja fram tímasetta verkáætlun um hvernig koma skuli stefnumálum í framkvæmd og hvenær á kjörtímabilinu. Í forgangi verða: Rekstur borgarinnar sem er undirstaðan. Án heilbrigðs rekstrar eru kosningaloforð marklaus. Hlutverk höfuðborgarinnar sé rækt og hagsmuna borgarbúa þannig gætt. Höfuðborgin hlúi að samgöngum, ekki síst innanlandsfluginu, og gæti þess að vera áfram samgöngumiðstöð landsins. Taka upp nýtt aðalskipulag vegna þéttingar byggðar og umferðarmála. Þétta byggð og bæta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfaranda en ekki á kostnað þeirra sem vilja og þurfa að nota bílinn sem samgöngutæki. Auka enn frekar áherslur á vistvænar samgöngur, bæði einkabílinn og almenningssamgöngur. Tæknin leiðir okkur inn á nýjar brautir. Innleiða nýja hugsun í skólamálum. Öll félagsþjónusta á að miðast við að vernda og gæta og hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Finna hagkvæmar leiðir til að nýta einkareksturinn og hræðast ekki breytingar. Hér eru aðeins nokkur dæmi tekin. Með tímasettri verkáætlun geta borgarbúar fylgst með hvernig gengur að vinna eftir slíkri áætlun og minnihlutinn hefur um leið ágætis verkferil til að vinna eftir og halda nýjum meirihluta við efnið. Þannig skapast aðhald og eftirlit með því að við sem lofum að vinna verkin gerum það í raun. Ég mun leggja mig fram um að vinna þau verk, sem borgarbúar fela mér að vinna, af alúð og samviskusemi.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun