Verður fjórða ævintýrið íslenskt? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2013 00:01 Slóvenar fagnar eftir að þeir slógu Rússa út og komust á HM 2010. Mynd/AFP Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lægst setta landsliðið á styrkleikalista FIFA af þeim átta sem taka þátt í umspilinu fyrir HM í Brasilíu 2014. Fréttablaðið kannaði gengi þjóða í sömu sporum og það íslenska í umspili HM og EM frá árinu 1997. Sagan geymir þrjú eftirminnileg ævintýri minnsta liðsins í umspili fyrir stórmót. Íslensku strákarnir munu reyna að leika eftir afrek Slóveníu og Lettlands sem eru einu þjóðirnar sem hafa upplifað svona ævintýri. Fyrri leikurinn við Króata er á Laugardalsvelli eftir fjóra daga. Slóvenar hafa afrekað það tvisvar sinnum að fara inn á stórmót eftir að hafa komið inn í umspilið sem lægst setta liðið á FIFA-listanum. Slóvenía náði því bæði fyrir EM 2000 og HM 2010. Slóvenar voru í sömu stöðu og íslenska landsliðið fyrir fjórtán árum þegar þeir slógu út Úkraínu. Slóvenía var þá lægst setta þjóðin í umspili EM 2000 og hafði aldrei áður komist á stórmót. Úkraínska landsliðið hafði haft betur í baráttu við Ísland og Rússland í sínum riðli en datt óvænt út fyrir slóvenska liðinu. Slóvenar lentu undir í fyrri leiknum en tryggðu sér 2-1 heimasigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þeir komust síðan áfram á EM 2000 með því að jafna metin í 1-1, tólf mínútum fyrir lok seinni leiksins. Slóvenar fóru líka í gegnum umspilið fyrir HM 2002 en þá voru þeir ekki lægsta umspilsliðið á styrkleikalistanum. Það voru þeir aftur á móti þegar þeir skildu Rússa eftir heima fyrir HM 2010. Rússar komust í 2-0 í fyrri leiknum á heimavelli sínum en Nejc Pecnik minnkaði muninn tveimur mínútum fyrir leikslok og Zlatko Dedic skoraði eina markið í seinni leiknum sem skilaði Slóvenum áfram á HM í Japan og Suður-Kóreu á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Ævintýri Letta frá 2003 er síðan eitt það magnaðasta í sögu undankeppninnar. Lettar komu þá inn í umspilið í 69. sæti á styrkleikalista FIFA eða 61 sæti neðar en mótherjar þeirra frá Tyrklandi. Maris Verpakovskis tryggði Lettum 1-0 sigur í fyrri leiknum á heimavelli og þeir komust síðan áfram eftir 2-2 jafntefli í útleiknum. Tyrkir, bronsliðið frá HM ári fyrr, komust í 2-0 en Lettar jöfnuðu og tryggði sig inn á EM í Portúgal 2004. Árangur „minnsta“ liðsins í umspili fyrir síðustu stórmót hefur aftur á móti ýmist verið í ökkla eða eyra og í hin fjögur skiptin hefur útkoman ekki verið falleg. Eistland (EM 2012, 1-5 á móti Írlandi), Slóvakía (HM 2006, 2-6 á móti Spáni), Austurríki (HM 2002, 0-6 á móti Tyrklandi) og Ungverjaland (HM 1998, 1-12 á móti Júgóslavíu) áttu þannig aldrei möguleika í sínum umspilsleikjum. Það eru dæmi um öflugar knattspyrnuþjóðir sem hafa setið eftir á móti minni spámönnum og vonandi bætist íslenskt ævintýri við þau slóvensku og lettnesku. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir umspil í síðustu sjö skipti fyrir HM og EM eða frá því að þessi háttur var tekinn upp í undankeppni HM í Frakklandi 1998.Lettar fagna eftir að hafa komist á EM 2004 eftir sigur á Tyrkjum.Síðustu umspil fyrir stórmót og sæti þjóða á FIFA-listanumUmspil fyrir HM 2014 Portúgal (14. sæti) - mætir Svíþjóð Grikkland (15. sæti) - mætir Rúmeníu Króatía (18. sæti) - mætir Íslandi Úkraína (20. sæti) - mætir Frakklandi Frakkland (21. sæti) - mætir Úkraínu Svíþjóð (25. sæti) - mætir Portúgal Rúmenía (29. sæti) - mætir Grikklandi Ísland (46. sæti) - mætir KróatíuUmspil fyrir EM 2012 Króatía (7. sæti) - Komst á EM Portúgal (11. sæti) - Komst á EM Írland (13. sæti) - Komst á EM Tékkland (15. sæti) - Komst á EM Tyrkland (18. sæti) - Úr leik Bosnía (19. sæti) - Úr leik Svartfjallaland (35. sæti) - Úr leik Eistland (37. sæti) - Úr leik Tyrkland-Króatía 0-3 Eistland-Írland 1-5 Tékkland-Svartfjallaland 3-0 Bosnía-Portúgal 2-6Umspil fyrir HM 2010 Frakkland (9. sæti) - Komst á HM Portúgal (10. sæti) - Komst á HM Rússland (12. sæti) - Úr leik Grikkland (16. sæti) - Komst á HM Úkraína (22. sæti) - Úr leik Írland (34. sæti) - Úr leik Bosnía (42. sæti) - Úr leikSlóvenía (49. sæti) - Komst á HM Írland-Frakland 1-2 Portúgal-Bosnía 2-0 Grikkland-Úkraína 1-0 Rússland-Slóvenía 2-2 (Slóvenía, mörk á útivelli)Umspil fyrir HM 2006 Tékkland (4. sæti) - Komst á EM Spánn (8. sæti) - Komst á EM Tyrkland (12. sæti) - Úr leik Noregur (37. sæti) - Úr leik Sviss (38. sæti) - Komst á EM Slóvakía (45. sæti) - Úr leik Spánn-Slóvakía 6-2 Sviss-Tyrkland 4-4 (Sviss, mörk á útivelli) Noregur-Tékkland 0-2Umspil fyrir EM 2004 Spánn (3. sæti) - Komst á EM Holland (5. sæti) - Komst á EM Tyrkland (8. sæti) - Úr leik Króatía (20. sæti) - Komst á EM Rússland (28. sæti) - Komst á EM Slóvenía (29. sæti) - Úr leik Noregur (37. sæti) - Úr leik Skotland (58. sæti) - Úr leik Wales (59. sæti) - Úr leikLettland (69. sæti) - Komst á EM Lettland-Tyrkland 3-2 Skotland-Holland 1-6 Króatía-Slóvenía 2-1 Rússland-Wales 1-0 Spánn-Noregur 5-1Umspil fyrir HM 2002 - Úr leik Þýskaland (12. sæti) - Komst á HM Tékkland (14. sæti) - Úr leik Rúmenía (15. sæti) - Úr leik Belgía (26. sæti) - Komst á HM Slóvenía (31. sæti) - Komst á HM Úkraína (33. sæti) - Úr leik Tyrkland (34. sæti) - Komst á HM Austurríki (50. sæti) - Úr leik Belgia-Tékkland 2-0 Úkraína-Þýskaland 2-5 Austurríki-Tyrkland 0-6 Slóvenía-Rúmenía 3-2Umspil fyrir EM 2000 England (12. sæti) - Komst á EM Danmörk (17. sæti) - Komst á EM Skotland (20. sæti) - Úr leik Úkraína (24. sæti) - Úr leik Ísrael (27. sæti) - Úr leik Írland (35. sæti) - Úr leik Tyrkland (37. sæti) - Komst á EMSlóvenía (53. sæti) - Komst á EM Skotland-England 1-2 Ísrael-Danmörk 0-8 Slóvenía-Úkraína 3-2 Írland-Tyrkland 1-1úUmspil fyrir HM 1998 Ítalía (12. sæti) - Komst á HM Rússland (16. sæti) - Úr leik Króatía (33. sæti) - Komst á HM Júgóslavía (37. sæti) - Komst á HM Írland (42. sæti) - Úr leik Belgía (48. sæti) - Komst á HM Úkraína (52. sæti) - Úr leik Ungverjaland (71. sæti) - Úr leik Ítalía-Rússland 2-1 Króatía-Úkraína 3-1 Belgía-Írland 3-2 Júgóslavía-Ungverjaland 12-1 Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lægst setta landsliðið á styrkleikalista FIFA af þeim átta sem taka þátt í umspilinu fyrir HM í Brasilíu 2014. Fréttablaðið kannaði gengi þjóða í sömu sporum og það íslenska í umspili HM og EM frá árinu 1997. Sagan geymir þrjú eftirminnileg ævintýri minnsta liðsins í umspili fyrir stórmót. Íslensku strákarnir munu reyna að leika eftir afrek Slóveníu og Lettlands sem eru einu þjóðirnar sem hafa upplifað svona ævintýri. Fyrri leikurinn við Króata er á Laugardalsvelli eftir fjóra daga. Slóvenar hafa afrekað það tvisvar sinnum að fara inn á stórmót eftir að hafa komið inn í umspilið sem lægst setta liðið á FIFA-listanum. Slóvenía náði því bæði fyrir EM 2000 og HM 2010. Slóvenar voru í sömu stöðu og íslenska landsliðið fyrir fjórtán árum þegar þeir slógu út Úkraínu. Slóvenía var þá lægst setta þjóðin í umspili EM 2000 og hafði aldrei áður komist á stórmót. Úkraínska landsliðið hafði haft betur í baráttu við Ísland og Rússland í sínum riðli en datt óvænt út fyrir slóvenska liðinu. Slóvenar lentu undir í fyrri leiknum en tryggðu sér 2-1 heimasigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þeir komust síðan áfram á EM 2000 með því að jafna metin í 1-1, tólf mínútum fyrir lok seinni leiksins. Slóvenar fóru líka í gegnum umspilið fyrir HM 2002 en þá voru þeir ekki lægsta umspilsliðið á styrkleikalistanum. Það voru þeir aftur á móti þegar þeir skildu Rússa eftir heima fyrir HM 2010. Rússar komust í 2-0 í fyrri leiknum á heimavelli sínum en Nejc Pecnik minnkaði muninn tveimur mínútum fyrir leikslok og Zlatko Dedic skoraði eina markið í seinni leiknum sem skilaði Slóvenum áfram á HM í Japan og Suður-Kóreu á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Ævintýri Letta frá 2003 er síðan eitt það magnaðasta í sögu undankeppninnar. Lettar komu þá inn í umspilið í 69. sæti á styrkleikalista FIFA eða 61 sæti neðar en mótherjar þeirra frá Tyrklandi. Maris Verpakovskis tryggði Lettum 1-0 sigur í fyrri leiknum á heimavelli og þeir komust síðan áfram eftir 2-2 jafntefli í útleiknum. Tyrkir, bronsliðið frá HM ári fyrr, komust í 2-0 en Lettar jöfnuðu og tryggði sig inn á EM í Portúgal 2004. Árangur „minnsta“ liðsins í umspili fyrir síðustu stórmót hefur aftur á móti ýmist verið í ökkla eða eyra og í hin fjögur skiptin hefur útkoman ekki verið falleg. Eistland (EM 2012, 1-5 á móti Írlandi), Slóvakía (HM 2006, 2-6 á móti Spáni), Austurríki (HM 2002, 0-6 á móti Tyrklandi) og Ungverjaland (HM 1998, 1-12 á móti Júgóslavíu) áttu þannig aldrei möguleika í sínum umspilsleikjum. Það eru dæmi um öflugar knattspyrnuþjóðir sem hafa setið eftir á móti minni spámönnum og vonandi bætist íslenskt ævintýri við þau slóvensku og lettnesku. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir umspil í síðustu sjö skipti fyrir HM og EM eða frá því að þessi háttur var tekinn upp í undankeppni HM í Frakklandi 1998.Lettar fagna eftir að hafa komist á EM 2004 eftir sigur á Tyrkjum.Síðustu umspil fyrir stórmót og sæti þjóða á FIFA-listanumUmspil fyrir HM 2014 Portúgal (14. sæti) - mætir Svíþjóð Grikkland (15. sæti) - mætir Rúmeníu Króatía (18. sæti) - mætir Íslandi Úkraína (20. sæti) - mætir Frakklandi Frakkland (21. sæti) - mætir Úkraínu Svíþjóð (25. sæti) - mætir Portúgal Rúmenía (29. sæti) - mætir Grikklandi Ísland (46. sæti) - mætir KróatíuUmspil fyrir EM 2012 Króatía (7. sæti) - Komst á EM Portúgal (11. sæti) - Komst á EM Írland (13. sæti) - Komst á EM Tékkland (15. sæti) - Komst á EM Tyrkland (18. sæti) - Úr leik Bosnía (19. sæti) - Úr leik Svartfjallaland (35. sæti) - Úr leik Eistland (37. sæti) - Úr leik Tyrkland-Króatía 0-3 Eistland-Írland 1-5 Tékkland-Svartfjallaland 3-0 Bosnía-Portúgal 2-6Umspil fyrir HM 2010 Frakkland (9. sæti) - Komst á HM Portúgal (10. sæti) - Komst á HM Rússland (12. sæti) - Úr leik Grikkland (16. sæti) - Komst á HM Úkraína (22. sæti) - Úr leik Írland (34. sæti) - Úr leik Bosnía (42. sæti) - Úr leikSlóvenía (49. sæti) - Komst á HM Írland-Frakland 1-2 Portúgal-Bosnía 2-0 Grikkland-Úkraína 1-0 Rússland-Slóvenía 2-2 (Slóvenía, mörk á útivelli)Umspil fyrir HM 2006 Tékkland (4. sæti) - Komst á EM Spánn (8. sæti) - Komst á EM Tyrkland (12. sæti) - Úr leik Noregur (37. sæti) - Úr leik Sviss (38. sæti) - Komst á EM Slóvakía (45. sæti) - Úr leik Spánn-Slóvakía 6-2 Sviss-Tyrkland 4-4 (Sviss, mörk á útivelli) Noregur-Tékkland 0-2Umspil fyrir EM 2004 Spánn (3. sæti) - Komst á EM Holland (5. sæti) - Komst á EM Tyrkland (8. sæti) - Úr leik Króatía (20. sæti) - Komst á EM Rússland (28. sæti) - Komst á EM Slóvenía (29. sæti) - Úr leik Noregur (37. sæti) - Úr leik Skotland (58. sæti) - Úr leik Wales (59. sæti) - Úr leikLettland (69. sæti) - Komst á EM Lettland-Tyrkland 3-2 Skotland-Holland 1-6 Króatía-Slóvenía 2-1 Rússland-Wales 1-0 Spánn-Noregur 5-1Umspil fyrir HM 2002 - Úr leik Þýskaland (12. sæti) - Komst á HM Tékkland (14. sæti) - Úr leik Rúmenía (15. sæti) - Úr leik Belgía (26. sæti) - Komst á HM Slóvenía (31. sæti) - Komst á HM Úkraína (33. sæti) - Úr leik Tyrkland (34. sæti) - Komst á HM Austurríki (50. sæti) - Úr leik Belgia-Tékkland 2-0 Úkraína-Þýskaland 2-5 Austurríki-Tyrkland 0-6 Slóvenía-Rúmenía 3-2Umspil fyrir EM 2000 England (12. sæti) - Komst á EM Danmörk (17. sæti) - Komst á EM Skotland (20. sæti) - Úr leik Úkraína (24. sæti) - Úr leik Ísrael (27. sæti) - Úr leik Írland (35. sæti) - Úr leik Tyrkland (37. sæti) - Komst á EMSlóvenía (53. sæti) - Komst á EM Skotland-England 1-2 Ísrael-Danmörk 0-8 Slóvenía-Úkraína 3-2 Írland-Tyrkland 1-1úUmspil fyrir HM 1998 Ítalía (12. sæti) - Komst á HM Rússland (16. sæti) - Úr leik Króatía (33. sæti) - Komst á HM Júgóslavía (37. sæti) - Komst á HM Írland (42. sæti) - Úr leik Belgía (48. sæti) - Komst á HM Úkraína (52. sæti) - Úr leik Ungverjaland (71. sæti) - Úr leik Ítalía-Rússland 2-1 Króatía-Úkraína 3-1 Belgía-Írland 3-2 Júgóslavía-Ungverjaland 12-1
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira